Leita í fréttum mbl.is

Könnun Kistunnar

Vefritið Kistan.is er um margt upplýsandi. Um þessar mundir hefur vefritið milligöngu um að upplýsa almenning um innviði “menntaljóma” þjóðarinnar og hvað í honum býr. Leitað var til yfir tuttugu háskólaborgara sem flestir hafa atvinnu af því að auka menntun og skilning æskunnar á sögu okkar og umheimsins. Óbein leið var valin með því að nýta nýfallinn dóm Hæstaréttar Ísland yfir Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni til að upplýsa um viðhorf þessara einstaklinga til Hannesar. Hafi ekki verið um handahófs val að ræða eru niðurstöður könnunarinnar þeim mun áhugaverðari, því flestir stíga álitsgjafarnir fram og opinbera sínar lægstu hvatir-þ.e. hatur, öfund og illvilja.

Undir yfiskyni umhyggju fyrir fræðimennsku er persóna Hannesar felld í duftið. Einstaka er varkár en aðeins einn, Gísli Gunnarsson frv. prófessor, treystir sér til að fjalla um efnisatriði málsins. Hann ýtir hinsvegar út af borðinu 40% spurninganna sem óviðkomandi málinu. Hann bendir á að hann hafi fengið, þegar mál Hannesar kom fyrst fram, skömm í hattinn fyrir að upplýsa um vinnubrögð kollega sinna og bætir við að þetta mál hafi orðið til að bæta vinnubrögð í fræðasamfélaginu og leggur fram þá frómu ósk að svo megi vera áfram, en eins og hann segir “slíkt gerist aðeins ef við hættum að hugsa um persónuna Hannes og lítum á málið frá almennum sjónarhóli um rétt og rangt við meðferð heimilda”. Gísli hittir þarna naglann á höfuðið, því í fræðasamfélaginu er það ekki hvað er gert heldur hver gerir það. Smáar eru sálir syndaranna.  

   Orð Gísla eru þau síðustu sem birst hafa um málið á vefritinu og væri fróðlegt að vita hvort þau hafi orðið til þess að einhverjir sem enn áttu eftir að skila inn svörum hafi ákveðið að líta í eigin barm. Í það minnsta vanntar enn nokkuð upp á 100% svörun. Ef tekið er mark á skoðanakönnunum almennt og litið til þess að 75% svörun þykir nokkuð góð þátttaka, má álíta svo að skoðanakönnunin gefi marktæka mynd af skoðunum akademískrar elítu á Íslandi á Hannesi Hólmsteini en enga hugmynd um álit þeirra á dómi Hæstaréttar. Þá er ógnvænlegt til þess að vita að jafn vanstillt fólk og þarna tjáir sig (þá undanskil ég ekki ritstjórn vefritsins) skuli hafa óheftan aðgang að skoðanamyndun ungs fólks á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband