Leita í fréttum mbl.is

Dýrtíð - hvers og hverra?

Afhverju tíma Íslendingar ekki að kaupa mat. Ég veit ekki betur en að hlutfall matarkostnaðar heimilanna sé komið undir 16%. Þetta hlutfall sýnir hver velmegunin er hér.   

Mávarnir sem hrella borgarbúa sveima yfir okkur af því að við hendum svo miklu af þeim mat sem við kaupum.

Umræðan fyrir flestar kosningar hér er að hið opinbera eigi að borga fyrir skólamáltíðir. Eins er gerð krafa um að hið opinbera greiði skólabækur nemenda framhaldsskólanna. Nema sem ekki mega vera að því að sækja tíma vegna vinnu svo þeir geti borgað bílalánin og strípurnar og sólarlandaferðirnar. Sjónvarpið sýndi í vor frétt úr grunnskólum borgarinnar, þ.s. umsjónarmenn eru að drukkna í fötum, skóm og töskum sem enginn hirður um að sækja. Tjaldstæði landsins eru á hverju sumri þakin útivistarbúnaði sem skilinn er eftir að hátíð lokinni.

Hvernig væri að við lærðum að fara betur með fjármunina sem við höfum milli handa og hættum að væla um að hið opinbera taki okkur alfarið á spenann. 


mbl.is Matvæli dýrust á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ég held ég sé ekki að ljúga neinu þegar ég segi að þetta hlutfall af ráðstöfunartekjunum sé komið niður fyrir 13% í dag

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 16.7.2007 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband