Leita í fréttum mbl.is

Það saxast á

Í síðustu viku var enn einn starfsmaður Sameinuðu þjóðanna fundinn sekur í New York fyrir að beina viðskiptum (að andvirði $100 milljónum) til kunningja síns og þyggja drjúgar mútur fyrir. Stafsmaðurinn, Sanjaya Bahel sem var yfimaður hjá innkaupadeild SÞ, á yfir höfði sér 30 ára fangelsi mun ekki ganga laus á meðan beðið er ákvörðunar um refsingu. Dómarar í New Yorkborg eru nefnilega orðnir þreyttir á að sjá eftir SÞ gangsterunum úr landi þegar til á að taka. En þannig hvarf hinn æruverðugi Benon Sevan til síns heima þegar hitna tók undir honum í tengslum við Olía-fyrir-mat hneykslið, þrátt fyri loforð Kofi Anans um annað. Nú hefur ákæra verið lögð fram á hendur Sevan og munu dómskerfið bandaríska taka móti honum opnum örmum láti hann sjá sig þar aftur. Inn í þau málaferli fléttast mágur Boutros Boutros-Ghali, sem sá um að ferja peninga frá Saddam til Sevans. Þeir eru ekki beinlínis sjanghæjaðir úr Hafnarstrætinu sendlarnir hjá SÞ. Síðastliðinn marsmánuð féll dómur í máli Vladimir Kuznetsov, yfirmanni fjárreiðudeildar alsherjarþingsins, fyrir þátttöku í peningaþvætti á undirborðsgreiðslum sem annar góðkunning sá um að innheimta. Sá hét Alexander Yakovlev sem einnig vann við innkaupadeildinni og situr nú inn og bíður þess að fullmannað verði við spilaborðið. Mannlegi vinkillinn í þeirra máli er að báðir nefndu „off-shore“ fyrirtæki sín eftir börnum sínum. Siðblinda kann sér engin mörk. Síðasta sumar var suður-kóreaski kaupsýslumaðurinn Tongsun Park dæmdur fyrir að hafa milligöngu um mútuburð á starfsmenn SÞ fyrir hönd Saddams Hussein. Í vitnisburði fyrir rétti var lýst hvernig peningflutningurinn fór fram, en peningum var troðið í innkaupapoka og skjalatöskur, en auk þess sokka og nærföt þegar pokana þraut. Park ferjaði, fyrir vin sinn Saddam, ávísun upp á $988.885 til eins af æðstu og lífseigustu mönnum innan SÞ, Maurice nokkurs Strong. Engin skýring hefur fengist á ávísuninni. Auk þess að hjálpa vini sínum um þessa milljón, sá Park um að greiða húsaleigu og önnur gjöld af skrifstofu Strong í NY. Stjúpdóttir Strong sem vann á skrifstofunni sá um að höndla með þessi viðskipti.  Það þykir ekki tiltökumál á Íslandi að menn hafi stjúpdætur sínar í vinnu, en samkvæmt reglum SÞ er það bannað. Rétt eins og það er bannað að hafa ástkonur sínar sem undirmenn á skrifstofunni. Siðfræðiráðgjafinn Ad Melkert, sem hafði yfirumsjón með að leiða Paul Wolfowitz í gildruna, sem varð honum að falli hjá Alþjóðabankanum, er skjólstæðingur Strong. Melkert var launað fyrir viðvikið með því að hafa umsjón með Þróunarverkefni SÞ í Norður-Kóreu. Nú hefur orðið uppvíst um stókostlegt peningamisferli í tengslum við þetta verkefni. Lofað er rannsókn á málinu, en allt sem skeði var að þyrlað var upp ryki í Alþjóðabankanum.  Strong er einn áhrifamesti baktjaldamakkarinn sem um getur í sögu SÞ; hefur staðið við öxlina á öllum aðalriturunum allar götur frá kosningu U Thant í stólinn. Pedro Sanjuan, gamall starfsmaður Bandaríkjanna hjá SÞ, heldur því fram að með U Thant hafi spillingin haldið innreið sína í SÞ og fari síversnandi.  Það verður fróðlegt að fylgjast með því hver flytur næst inn í Sing Sing.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband