Leita í fréttum mbl.is

Áslaugu Örnu att á foraðið

Maður trúði varla sínum eigin eyrum þegar maður heyrði fulltrúa úr forystu Sjálfstæðisflokksins opinbera þessa endemis fávisku í Eldhúsdagsumræðunum í gær:

Áslaug Arna sagði ljóst að alþjóðavæðing­in virðist ógn­væn­leg fyr­ir suma. „Við stopp­um ekki þessa þróun en við höf­um alla burði til að taka þátt í henni. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mun sem fyrr vera þar í for­ystu.“

það mætti halda að lokað hafi verið á internet reikninginn hennar. Hún hafði ekki grænan grun um hvað er að gerast í nánasta umhverfi Íslands. Nú rétt eftir kosningar til Evrópuþingsins virðist stúlkan ekki hafa hugmynd um þær hræringar sem andstæðingar alþjóðahyggjunnar hafa kallað fram. Og hlotið stuðning við í þessum nýafstöðnu kosningum. Hún hafði ekkert heyrt af gulvestingunum í Frakklandi, Brexit kosningunum í Bretlandi eða uppreisn miðstéttarinnar í Bandaríkjunum, sem gaf elítu-alþjóðasinnunum langt nef, þegar hún kaus Trump sem forseta sinn.

Nei, Áslaug Arna taldi sig þess umkomna að tala niður til þeirra flokksmanna sem hún telur stjórnast af ótta við framtíðina. Sjálf er hún í mestu vandræðum með að skilgreina þessa framtíð sem hún þó telur sig færa um að móta.

Maður bara spyr - hvaða gagn er að slíkri forystu og hvernig fer þessi alþjóðavæðing Áslaugar Örnu saman við varðstöðu Sjálfstæðisflokksins um fullveldi íslands? Eða hefur fullveldið nú verið selt fyrir 30 Skildinganes?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það hefur komið fram þessa síðustu dagaað það sé ekkert gagn í forystumönnum Sjálfstæðisflokksins.

Framtíðarsýn þeirra er engin.

Eggert Guðmundsson, 30.5.2019 kl. 17:19

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Að hafa framtíðarsýn, greina frá henni og afla henni fylgis er það sem stjórnmál snúast um.

Því miður erum við ekki að fá nein skilaboð frá forustunni. Hún lætur eins og við séum ekki til. Hún útskýrir ekkert og það sem verra er hún ver ekki þingmenn sína sem verða fyrir árásum andstæðinga sinna. 

Það er margt gott fólk þarna í hópnum, en forusta sem ætlar bara að slampast í gegnum kjörtímabilið er verri en engin forusta.

Ragnhildur Kolka, 30.5.2019 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband