Leita í fréttum mbl.is

The Domestic Goddess

Bilið milli vonbrigða og gleði getur verið ótrúlega stutt. Það fékk ég að reyna í kvöld þegar ég varð frá að hverfa úr Háskólabíó. Uppselt var á mynd Finnans Aki Kaurismäki Le Havre  sem sýnd er á kvikmyndahátíð RIFF. Það var nokkuð átak að koma sér af stað út í rigninguna og myrkrið í kvöld, en ég lét mig hafa það. Var í skapi fyrir svartan húmor og enginn festir hann betur á filmu en Kaurismäki. Ég var því fremur framlág þegar ég staulaðist heim. Sá fyrir mér ömurlegt kvöld fyrir framan sjónvarpið. En viti menn "Lo and behold" var ekki "The Happy Hifer" að nudda sér upp við eldhúsborðið i ríkisstjórnarsjónvarpinu. Og ekki frekar en fyrri daginn svíkur Nigella aðdáendur sína.

Hver annar getur töfrað fram glæsimáltíð úr svínaskönkum, þar sem kartöflum og eplabátum er hrúgað í kring af einskærri hamingju. Það er alltaf jólastemmning í loftinu þar sem Nígella fer og vinkonunni, sem fékk þann heiður að leggja á borð fyrir veisluna, var boðið að fylgja frúnni eftir " follow my ever expanding rear" hljómuð hvatningar orðin. Jafnvel húmor Kaurismäki toppar ekki þennan.

Þessi afturendi komst reyndar í fréttirnar í sumar þegar nágrannar kvörtuðu undan útsýninu. Frúin lét það ekki á sig fá þótt gleymst hafi að frosta glerið á baðherbergi hjónanna. Lofaði þó að láta athuga þetta.

Umburðalyndi sem ekki var að finna í dómi hæstaréttar yfir reykvískum karli í dag.  

 Nigella

Eins gott að Nigella bjóði sig ekki fram til þings í Kanada. Þar eru brjóstaskorur photoshoppaðar af mikilli snilld af nýkjörnum fulltrúum þjóðarinnar. 

Kanadísk blygðunarsemi

Kanadísk blygðunarsemi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það fer að verða bannað að hafa kyn

Haraldur Baldursson, 30.9.2011 kl. 20:39

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Reyndar hefur bannið nú þegar gengið í gildi. Ekki á sama hátt og í Kanada, því hér er verið að afkynja karla. Hin feminíska umræða sér um það.

Í vikunni hlustaði ég á yfirlögregluþjón kynferðisbrotadeildar, sem gleltur var fyrir nokkrum misserum, segja frá því með trega í rödd að baráttan gegn vændi væri víða lengra komin en hér. Nefndi hann dæmi um að í Svíþjóð væri mönnum "sem findu til löngunar boðin meðferð". Það er semsagt ekki lengur eðlilegt fyrir karla að finna til löngunar.

Ekki skrítið þótt fæðingum fækki í Evrópu og Berlusconi sé að verða eina lifandi táknmynd karlmennskunnar. Karlin sem þorir að viðurkenna kynhvöt sína.

Ragnhildur Kolka, 30.9.2011 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband