23.3.2011 | 20:16
Allt vald á einni hendi
Vegna anna læti ég hér fljóta með grein sem ég sendi Morgunblaðinu fyrir stuttu. Blaðið var svo vinsamlegt að birta hana almennigi og þótt ég geri fastlega ráð fyrir að lesendur síðu minnar séu dyggir áskrifendur Moggans er sjálfsagt að gera ráð fyrir undantekningunum. Þær gera jú lífið svo undursamlega skemmtilegt.
Hér kemur greinin:
Allt vald á einni hendi
Allt frá stofnun lýðveldisins hefur Ísland verið í hópi hefðbundinna lýðræðisríkja þar sem stjórnskipanin byggist á þrískiptingu valdsins: Alþingi setur þegnunum lög, framkvæmdavaldið framfylgir þeim og dómsvaldið sér um að rétta af kúrsinn þegar lög eru brotin. En svo breyttist allt. Siðleysingjar hrifsuðu til sín tauma efnahagslífsins og lögðu landið í rúst. Þegar fyrsta áfallið var yfirgengið reis almenningur upp og krafðist nýs Íslands. Burt með vanhæfa ríkisstjórn hrópaði lýðurinn á Austurvelli og kveikti elda. Siðvæðingar var krafist ekki bara í viðskiptalífinu heldur einnig stjórnmálunum. Langar skýrslur voru skrifaðar um orsök falls efnahagslífsins en lítið hefur farið fyrir umbótum á grundvelli þeirra. Í umrótinu sem upp kom náðu valdasjúkir lýðskrumarar fótfestu. Ný ríkisstjórn var kosin undir kjörorðinu gagnsæi og heiðarleiki. Út með spillinguna var lofað. Skjaldborg um heimilin var lofað. Endurnýjun trausts umheimsins var lofað. Hverjar hafa svo efndirnar orðið? Öll loforð hafa verið svikin katagórískt. Samfylkingin sem þegið hefur allt sitt frá bófunum sem keyrðu landið í þrot situr sem fastast á valdastólum sínum og hegðar sér nú eins og hrein mey á útihátíð; tilbúin að gefa dýrasta djásnið. Vinstri græn hafa helst til frægðar unnið að svíkja öll sín kosningaloforð. Fram að setu í ríkisstjórn hafði flokkurinn orð á sér fyrir heiðarleika, en lítið fer fyrir þeim eiginleika um þessar mundir. Þetta er í stuttu máli saga síðustu tveggja ár þótt atriði eins og aðgerðaleysi í atvinnumálum og fólksflótti af landinu séu einnig ofarlega á afrekaskrá þessarar fyrstu hreinu vinstristjórnar sem hér gengur í takt við allar aðrar slíkar stjórnir.
Snemma á ferli þessarar ríkisstjórnar varð vart við ofríki hennar gagnvart þingheimi. Ógleymanleg er atkvæðagreiðslan um umsókn að Evrópusambandinu, þar sem nokkrir þingmenn Vinstri grænna greiddu kjökrandi atkvæði með tillögunni. Við þá afgreiðslu urðu vatnaskil fyrir þingflokk þann. Heiðarleika og hugsjónum var varpað fyrir róða en valdið afhent Samfylkingunni fyrir fullt og allt. Enginn rís undir slíkum svikum. Við þetta má nú flokkurinn búa. Með afsali hugsjónanna voru mörkin milli þings og framkvæmdavalds afnumin og þingið er nú djúpt í vasa ríkisstjórnarinnar. Dauðakippir hugsjónafólksins minna aðeins á voðaverkið.
Og þá var röðin komin að hinu víginu. Næsta fórnarlamb alræðisstjórnarinnar er dómsvaldið. Árásir á dómstólana eru daglegt brauð og ganga þar fremstir forsætisráðherra og dóms- og innanríkisráðherra. Falli dómar ekki ráðherrum í hag eru dyggustu stuðningsmenn stjórnarinnar sendir út á torg, hrópandi lagatæknar - pólitískir dómarar - siðleysingjar. Siðleysi hrópandanna er þó sýnilegast. Einhvern tíma hefði heyrst sagt heggur sá er hlífa skyldi, en ekki núna. Nýjasta atlaga skötuhjúanna beinist að Hæstarétti landsins sem vogaði sér að dæma gæluverkefni forsætisráðherrans, stjórnlagaþingið, ógilt. Þetta er annar dómur af tveimur sem fallið hefur gegn ráðherravaldinu, en varla sá síðasti. Klúður á klúður ofan varð til þess að rétturinn komst ekki hjá því að taka þessa afstöðu. Sex dómarar sammála. En einræðisherrann í brúnni sættir sig ekki við að landslög nái til verka ríkisstjórnarinnar. Nú eiga hinir handjárnuðu þrælar á Alþingi að afhenda stjórninni þriðja valdið og dæma Hæstarétt ógildan. Engu skiptir í umræðunni að dómarar dæma eftir lögum. Lögum sem sett hafa verið af Alþingi. Auðvita má halda því fram - og upphrópanirnar bera það með sér - að alviturt alræðisvaldið sé hæfast til að hafa vit fyrir okkur. Það tókst svo bærilega í Ráðstjórnarríkjunum. En ættum við þá ekki bara að viðurkenna að hér ríkir alræðisstjórn og leggja af óþarfa stofnanir eins og Alþingi sem stritar við að semja lög sem ekki þarf að fara eftir.
Sparnaður við að leggja Alþingi niður yrði 2.994 milljónir á ári samkvæmt nýjustu fjárlögum, en sparnaður er ekki á hugtakalista ríkisstjórnarinnar og auðvitað er óhugsandi að hún fari að leggja áróðursmaskínu sína niður. Hún er einræðisherrunum ómissandi. Þegar horft er yfir sviðið er ekki að sjá mikinn mun á vinnubrögðum ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna og þeim einræðisstjórnum sem berjast fyrir lífi sínu um alla norðanverða Afríku þessa dagana. Valdahungrið er hið sama en kannski ekki eins mikið blóð ... og þó. Atvinnulausum, heimilislausum og landflótta Íslendingum blæðir undan verkum ríkisstjórnarinnar. Og siðleysið er hér jafnvel meira því hér fara stjórnvöld fram undir gauðrifnum fána lýðræðis. Hræsnin speglast í öfugmælunum norræn velferðarstjórn.
Mynd: www.vladimiramichalkova.edublogs.org
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.