Leita í fréttum mbl.is

Sjálfkjörnir heiðursmeðlimir evrópskra samtaka landráðamanna (ESL)

EU fæðingin
Þannig ætla Jóhanna og Össur að skila þjóðinni inn í ESB
 

Fullveldissinnaður lífeyrisþegi lét í sér heyra í Morgunblaðinu í vikunni. Taldi hann landráðamenn vinna ljóst og leynt að afsali fullveldis Íslands þótt ekki færi hann nánar út í þá sálma. En hitt hafði hann á hreinu að eftir sölu Landsbankans til Björgólfsfeðga var bankinn kominn í einkaeigu og því ekki legngur á ábyrgð þjóðarinnar. Nei við Icesave var því niðurstaða þessa heiðursmanns.

En auðvita er rétt hjá manninum að landráð eru nú framin á Íslandi af óþjóðhollri Samfylkingu og meðreiðarsveinum hennar. Takist þessum landráðalýð ætlunarverk sitt munu þeir finna fyrir félagsskap við hæfi. Daniel Hannan, þingmaður breska íhaldsflokksins á Evrópusambandsþingi, birti bréf á síðu sinni í Daily Telegraph í síðustu viku sem sýnir að Össur, Jóka, kompaní og co munu ekki verða tiltakanlega utanveltu þegar þau taka sæti á þeirri samkundu. Bréfið var frá Evrópuþingsmanni Lib Dem, Andrew Duff til þingforsetans Jerzy Buzek um hvernig sniðganga megi grunnsamninga þjóða ESB, svokallaðan Rómarsáttmála.

Duff sem er heitur aðildarsinni hefur fylgst með vaxandi óánægja Breta hvað varðar yfirgang ESB á fullveldisrétti þeirra. Þessi óánægja hefur verið að magnast síðustu misserin og eiga úrskurðir Mannréttindadómstóls Evrópu stóran þátt í þeirri óánægju. Er nú svo komið að breska þingið er þessa dagana að fjalla um frumvarp sem gerir ráð fyrir að allt fullveldisframsal verði borið undir þjóðaratkvæði í framtíðinni. Líkur eru á að frumvarpið fáist samþykkt.

Þar koma landráðasvikin inn. Duff leggur til við þingforsetann að breytingar verði gerðar á Rómarsáttmálanum til að koma í veg fyrir að þjóðarvilji nái fram að ganga. Og við erum hér að tala um vilja hans eigin þjóðar. Breytingartillaga Duffs felst í að í stað þess að öll ríki samþykki breytingartillögur samkvæmt Rómarsáttmálanum samhljóma, þá verði sá háttur hafður að breytingar á sáttmálum taki gildi þegar 4/5 ríkja hafa ljáð þeim samþykki. Þeirri ákvörðun verði svo ekki áfrýjað þótt einstök ríki hafni breytingunni, eins og núgildandi sáttmáli gerir ráð fyrir. Óþjóhollusta Duffs er hrópandi en hún mun ekki ýfa háar öldur í höfuðstöðvum Samfylkingarinnar.

Sama landráðahugsun ríkir hér meðal aðildarsinna. Við höfum kynnst henni í orðræðunni um aðildarumsókn eða aðlögunarferli. Við höfum kynnst henni í yfirlýsingum utanríkisráðherra um skapandi samningaviðræður sem ekki þurfa að taka tillit til veruleikans og við höfum kynnst henni í viðhorfum viðskiptaráðherra til upptöku evrunnar, þótt ekkert bendi til að evran leysi sinn eigin vanda hvað þá heldur okkar. ESB er í öllum tilvikum upphaf og endir vitsmunalífs aðildarsinna. "Come hell or high water".

Draumurinn um sameinaða Evrópu byggir á tálhugmynd sem aldrei getur orðið. Bandaríki Evrópu verða aldrei að veruleika, því þúsund ára saga Evrópu leyfir það ekki. 

Svikarar eins og Duff, Össur og Jóka breyta ekki þeirri mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta Ragnhildur.

Tek undir þetta. Svo ömurlega átakanlegt er þetta orðið. 

Gunnar Rögnvaldsson, 14.3.2011 kl. 13:02

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þakka innlitið Gunnar. Hef ekki séð "samninganefnd" Íslendinga við ESB fjalla um málið svo mér fannst ástæða til að viðra það aðeins.

Ragnhildur Kolka, 14.3.2011 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband