Leita í fréttum mbl.is

Að ráðskast með annarra líf

Hér er ekki átt við þá áráttu vinstrimanna að vilja setja allt líf manna í hólf og skúffur. Það er nefnilega hægt að ganga enn lengra eins og kemur í ljós í grein sem birtist í nýjasta hefti Journal of Medical Ethics sem ég sá vísað til í grein í breska blaðinu The Guardian.

LífiðÞað er svo sem ekki margt sem við getum  litið á sem okkar óskoruðu eign. Fé og fasteignir flokkast þar ekki, en eitt teljum við þó flest að við ráðum yfir án atbeina annarra; okkar eigin lífi. Ekki kannski hvernig það stillist upp við hlið annarra, sem alltaf hlýtur að deilast á alla þátttakendur, heldur hvort við fáum lifað eða ekki. Þessar spurningar vega þyngra í hugum manna eftir því sem þeir eldast eða nálgast dauðann, svo sem vegna slyss eða alvarlegra veikinda.

Umræða um líknardauða hefur ekki farið fram hér á landi svo neinu nemur. Það gæti þó verið ástæða til, því líknardauði getur tekið á sig margar myndir. Ákvörðun um líknardauða getur verið tekin af einstaklingnum en kallar einnig á aðkomu annarra. Hér er ekki verið að fjalla um sjálfsvíg. En í hugum flestra felst hugmyndin um líknardauða í því að einstaklingur tekur ákvörðun um að lífi hans verði ekki lifað lengur og hann fær aðstoð við að binda endi á það. En greinin sem ég vitnaði í að ofan fjallar um ákvarðanir sem eru teknar án samráðs við einstaklinginn, jafnvel lítt meðvitaðar, t.d. inni á sjúkrahúsum eða öldrunarstöfnunum. Ákvarðanir sem eru teknar af öðrum og þá helst læknum.

Rannsókn sem gerð var í Bretlandi Dauðinnmeð svarþátttöku 4000 lækna gefur til kynna að læknar sem segjast vera trúlausir eða efasemdamenn um trúmál eru tvisvar sinnu líklegri til að taka siðferðileg umdeildar ákvarðanir, sem stytt geta líf sjúklings, en læknar sem játa trú sína. Þá skiptir ekki máli hvort þeir eru hindúatrúar, múslímar eða kristnir. Einnig kom fram að sérfræðingar séu líklegri til að taka slíkar ákvarðanir en heimilislæknar eða þeir sem sinna líknarmeðferð hvers konar. Læknar eru því ekkert ólíkir öðru fólki hvað það varðar að gildismat þeirra kemur inn í ákvarðanatökur þeirra þótt þeir álíti sig nálgast verkefnið á hlutlausan (faglegan) hátt. Rannsóknin er á engan hátt tengd sparnaði og niðurskurði í heilbrigðiskerfinu, þótt ómeðvitað gætu slíkir þættir spilað inní.

Sá sem framkvæmdi könnunin hefur síðan tekið ákvörðun um að skipta um lækni á grundvelli afstöðu læknisins til líknardauða.

Engin ástæða er til að ætla að íslenskir læknar séu örðuvísi en kollegar þeirra í Bretlandi. Fólk ætti því, á grundvelli afstöðu til eigin lífs, að kynna sér trúarlega afstöðu síns læknis áður en hann, án samráðs, leyfir gildismati sínu að ákvarða um jafn persónulegt mál og líf eða dauða skjólstæðings síns.

Það er, vilji maður ekki vakna upp dauður.

Mynd1: http://www.designboom.com/eng/interview/sagmeister/5-my-life.jpg

Mynd2: http://www.bottomlineperformance.com/lolblog/wp-content/uploads/2009/02/death.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband