17.8.2010 | 00:23
Hvað var svona ómaklegt, Jóhanna?
Skandall dagsins er ekki að Samfylkingin skuli bakka lygaþvælu viðskiptaráðherra, enginn bjóst við öðru. Þingflokkurinn lítur svo á að eftir að formaðurinn flækti sig í lygavef um launamál seðlabankastjóra og komst upp með það, sé honum ekkert að vanbúnaði að kokgleypa hvaða ógeð sem er.
Skandall dagsins liggur hjá RÚV, sem aldrei missir tækifæri til að styðja málflutning Samfylkingar hversu ólystugur sem hann kann að vera. Í kvöld beit RÚV þó höfuðið af skömminni, þegar það gerði byggingarbófaskandal í Eistlandi að umfangsmestu frétt kvöldsins. Fúafenið sem ríkisstjórnin er búin að koma sér í hefði verið nærtækari frétt og áhugaverðari fyrir íslenska áhorfendur. En RÚV bætti svo um betur í Kastljósinu með því að ræsa út yfirspunameistara Samfylkingar til að bera vitni í stóra ferðamálaskandalnum: BRENND BÖRN.
Það er ekkert minna, Stórskotaliðið bara kallað út!
Heilög Jóhanna mætti glaðbeitt í hátalarann til að lýsa yfir andúð á lúalegri aðför pólitískra andstæðinga (ómaklegri) að viðkvæmri sál viðskiptaráðherrans sem gert hafði VIÐUNANDI grein fyrir málum sínum. Viðunandi í huga Samfylkingar, Jóhönnu og hirðar hennar, er allt sem kemur þeim vel. Ef tunglið er gert úr grænum osti, þá er það líka viðunandi. Í sama fréttatíma sagðist viðskiptaráðherraág "hafa ágætan málstað að verja". Er eitthvað að verja, Gylfi? Mannorðið fauk þegar þú seldir það fyrir ráðherrastólinn og stóðs svo ekki undir sölusamningnum? Það verður aldrei endurheimt.
Gylfi á í verulegum vandræðum með sannleikann. Í reynd er hann síhnjótandi um hann og það jafnvel á jafnsléttu. Fyrst var það þegar bunan stóð út úr honum, um niðurstöður óuppkveðinna dóma yfir útrásarvíkingum, við erlendan blaðamann. Kannski ekki svo mikið að segja um að Gylfi lýsi skoðunum sínum á erlendri grund ef ekki væri fyrir að hann er ráðherra í ríkisstjórn og því samkvæmt hefð álitinn marktækur. En hann beit höfuðið af skömminni þegar hann laug að þjóðinni um að orð hans hefðu verið afbökuð. Það var auðmýkjandi augnablik fyrir íslenska þjóð, þegar blaðamaðurinn neitaði að játa á sig glæpinn og sannaði mál sitt með hljóðupptöku af samtalinu.
Næsti kollhnís Gylfa um sannleikann var þegar hann gaf Alþingi villandi upplýsingar við einfaldri og velframsettri spurningu um lögmæti gengistryggðu myntkörfulánanna. Þegar ummæli hans eru rifjuð upp bregður svo við að hann segist hafa verið að svara tveimur spurningum og því hafi allt verðið satt og rétt í svari hans "cross my heart and hope to die". Eftir stendur að Gylfi svaraði ekki því sem hann var spurður eða ef hann gerði það, þá svaraði hann rangt. Vissi hann ekki betur? Sem ráðherra sýndi hann þinginu vanvirðingu, sem ráðherra sýndi hann líka vanrækslu og sem kennari við æðstu menntastofu landsins féll hann á eigin prófi.
Gylfi er rétt að komast að því að auðveldasta leiðin er alltaf erfiðust, en hún er og verður alltaf leið Samfylkingarinnar.
Síðustu viku hefur allt batteríið sem Samfylkingin hefur yfir að ráða verið að reyna að róa bátnum í var. Seðlabankastjóri mætti í Kastljós sem enn og aftur tók þátt í sprellinu. Már setti tóninn sem Gylfi tók svo upp í Kastljósþættinum þegar hann missti öll tök á lyginni. Þá var skuldinni skellt á embættismennina. Lægra getur enginn yfirmaður lagst. En þar sem embættismennirnir voru ekki tilbúnir að fórna ærunni fyrir ráðherra sem enginn hefur kosið afþökkuðu þeir heiðurinn og því hefur nú hinn fullkomni blóraböggull verið lagður í gapastokkinn.
Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Jóhanna, Már og öll himnahersingin hafa nú dustað rykið af Norsaranum góða, sem átti að koma Íslandi aftur á efnahagskort heimsins; veita byltingarstjórninni virðuleikablæ. Norsarinn sem ekki talar íslensku og því leyfilegt að kenna um allt sem miður fer. Norsarinn sem ekki er á staðnum til að bera hönd fyrir höfuð sér.
Það verður að segjast eins og er að sama hve djúpur sorinn sem synda þarf í, þá vílar Samfylkingin ekki fyrir sér að velta sér upp úr honum. En stóra spurningin eftir daginn er:
Hvað kom út úr fundi Gylfa Magnússonar með Vinstra græna genginu í dag?
Tekur þingflokkur Vg öðruvísi á lygum Gylfa en þegar formaðurinn laug um gang mála í Icesave-samningunum?
Hefur Samfylkingar-Mörður komið hinni nýju merkingu orðsins lygi til ritnefndar Slangurorðabókarinnar eða skal stökkið tekið alla leið og Orðabók Háskólans afvegaleidd í eitt skipti fyrir öll.
Ef Vg lætur þessar raðlygar Samfylkingarinnar yfir sig ganga væru viðeigandi eftirmæli þessarar ríkisstjórnar að <aldrei hafa jafn margir tekið sig saman um að verja jafn auvirðilegar lygar og þessi ríkisstjórn patológískra AFVEGALEIÐARA>?
Mynd: www.aididsafar.com
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Athugasemdir
Í minni æsku virkaði lítt að segja "en hinir strákarnir gerðu þetta líka"...hjá Steingrími og Jóhönnu er þetta aðgöngumiðinn að enn frekara trausit, enda erfitt að vera með einhverja leiðindagrísi sem álpast til að segja satt...nei í spillingarpollinum í Stjórnaráðinu þykir betra að allir séu jafn sekir.
Vonandi finnst í framtíðinni lækning við siðleysi, en það mun að líkindum ekki berast í tæka tíð til að rétta þessa ríkisstjórn við og því ber þeim að segja af sér hið snarasta.
Haraldur Baldursson, 19.8.2010 kl. 16:28
Já, þú meinar "Honour among thieves".
Miðað við hvað Gylfi átti að vera rosalega klár, þá undrast maður að hann skuli ekki hafa haft minni til að halda utan um lygina. Undir eðlilegum kringumstæðum mætti ætla að það væri grunnkrafa í þessum hópi. En viðfangsefnið er óyfirstíganlegt, þegar öll heila hersingin er á fullu við að toppa hvert annað í lýginni.
Ragnhildur Kolka, 19.8.2010 kl. 23:29
Gallinn við það að ljúga, felst aðallega í því að maður þarf að vera svo minnugur. Það getur reynst gáfuðustu mönnum afar erfitt.
Þessi stjórn mætti drífa sig fyrst í heim minninganna, með því að segja sig frá verkefninu, enda algerlega vanhæf til verka.
Haraldur Baldursson, 20.8.2010 kl. 12:12
Engu við þetta að bæta.
Ragnhildur Kolka, 20.8.2010 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.