Leita í fréttum mbl.is

Sefurðu vært á koddanum í kvöld?

Hún er aftur komin á fulla ferð umræðan um skipbrot evrunnar og nú ættu menn að leggja við hlustir. Um miðjan þennan mánuð benti Ambrose E-P á DailyTelegraph lesendum á að sunnanmenn  í álfunni séu að blása í herlúðra. Hundrað stykki ítalskra hagfræðinga hafi birt viðvörun til Brussel um þá ströngu aðhaldsstefnu sem nú hefur verið samþykkt af ráðamönnum ECB. Telur Brósi þetta aðeins upphaf mótmæla, enda sé peningastefna ESB orðin að nokkurs konar vítisvél.

Í allri umræðunni sem skapast hefur hér heima í tengslum við landsfund Sjálfstæðisflokksins og órólegudeildina sem reyndi að taka þar völdin hefur enginn haft fyrir því að kynna þessar vangaveltur Brósa. En nú kemur enn ein viðvörunin. Í þetta sinn er það Ian Cowie sem vekur athygli á samþykkt G20 fundarins um að helminga beri fjárlagahalla þjóðanna eigi síðar en 2013. Þessi ákvörðun getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir evruland.

Það fer titringur um þjóðir evrusvæðisins. Margir spyrja: eru evrurnar mínar nógu góðar? Enginn þorir að kveða uppúr með það. Hér heima ættu menn að athuga evrurnar undir koddanum. Sérstaklega þeir sem af forsjálni keyptu sér farmiða og evrur til framtíðarbrúks ættu að gefa sér tíma til að rifja upp evru-stafrófið. Kunnátta í því gæti gert útslagið á hverjir taka á sig næsta hrun og hverjir ekki. Evran þín undir koddanum getur nefnilega verið harla lítils virði þegar að er gáð.  

fjársjóður undir koddanum

Í orði kveðnu eru allar evrur tryggðar af ECB en eins og Orwell orðaði það svo vel: sumar evrur eru betri en aðrar. Seðilnúmer sem byrja á X ættu að vera nokkuð trygg því peningamaskína Þýskalands gefur þær út. Cowie telur líka að N, P,L,U og Z ættu að standast átökin komi til þess að evruland springi í loft upp.

Þeir sem eiga evrur sem byrja á F,G,M,S,T og Y ættu hins vegar að krjúpa í bæn áður en þeir leggjast aftur á koddann. Töfrasprotinn sem veifað var þegar evruland var skapað gæti nefnilega hafa misst mátt sinn áður en dagur rennur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband