Leita í fréttum mbl.is

Við þökkum forsætisráðherra Bretlands fyrir stuðninginn

Nú hefur forsætisráðherra Breta úttalað sig um afstöðu sína til Evrópusambandsaðildar Íslands: "Brussel or burst" - nei, showið heitir víst "Icesave eða ekkert".

Jú, Össur má senda sínar sendinefndir til Brussel og strákarnir þar eru til í að setjast niður og ræða málin, enda allt góðvinir Össurar að hans sögn. Brussel drengirnir eru bara ekki alveg sammála mati Össurar, Steingríms Joð og sendinefndarformannsins (hvað hann nú heitir) varðandi umræðuefnið.

Heimabrúks tenórarnir þrír (Ö.StJ.s) geta sungið hver með sínu nefi eða í kór: "Icesave er alls ótengt aðildarviðræðum við ESB", Brussel er bara að syngja í annarri óperu og lætur hjáróma raddir tenóranna ekki trufla sinn performans.

Cameron hefur tekið af skarið; lokað leikhúsinu og sent leikhópinn heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Sorglega dýrt bjölluat bjöllusauðsins

Haraldur Baldursson, 25.6.2010 kl. 20:34

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Bjöllusauðurinn ber ekki einn sökina. Steingrár ber líka ábyrgð á 7 milljarða reikningnum sem aðlögunarferlið kostar.

Hvað eftir verður til að kjósa um þegar sá reikningur hefur verið greiddur veit enginn. Sjöan er bara forrétturinn, Fiskurinn í sjónum aðalrétturinn og Icesave verður svo í eftirmat.

Herleg veisla það.

Ragnhildur Kolka, 26.6.2010 kl. 13:15

3 Smámynd: Elle_

Já, Steingrímur og Össur neituðu öllum tengslum milli EU-fáráðsumsóknarinnar og Icesave þó þau væru þarna svart á hvítu.  Hvað ætli þeir hafi haldið að við værum bláeyg eiginlega?  Og hvað ætli þeir neiti þeim lengi?

Elle_, 27.6.2010 kl. 22:42

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Össur og Steingrímur hugsa um völd. Steingrímur horfir til augnabliksvalds enda lengi setið á hliðarbekknum, en Össur sér framlengingarvaldið í Brussel í hyllingum.

Þangað sem Samfylkingarhjörðin stefnir með lögheimili sitt.

Ragnhildur Kolka, 28.6.2010 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband