19.4.2010 | 23:07
After the Ball is over ....
Hrundrottningin greinir sjúkdóminn
Loksins þegar skýrsla rannsóknarnefndarinnar kom út og Samfylkingin gat ekki lengur vikist undan ábyrgð þá leitaði hún skjóls í fórnarlambshlutverkinu. Heiðskírir sakleysingjarnir í Samfylkingunni höfðu ekki uggt að sér. Hinir ógurlegu vírusar, nýfrjálshyggjan og Blairisminn, sem leikið hafa lausum hala í heimi viðskipta síðan Sóvétríkin féllu, náðu taki á trúgirni samfylkingarmanna og höfðu þá undir. Samfylkingin trúir þessu sjálf enda varla til önnur skýring á afturhvarfi flokksins til hugmyndafræði gömlu kommanna. Enginn skyldi vanmeta pólitíska yfirbót. Allra síst þegar hún er böðuð tárum. Flott show.
En söguskýringar Samfylkingarinnar eiga sér sjaldnast styrkar stoðir. Hér þarf samfylkingarfólk að velja milli ræðu Jóhönnu á laugardag og Borgarnesræðu Ingibjargar Sólrúnar. Var það ekki í Borgarnesræðu sem Ingibjörg Sólrún vændi Blair um að hafa stolið hugmyndum Kvennalistans og gert að sínum? Það verður því að teljast ómaklegt af Samfylkingunni að gera Blair að blóraböggli í þessari tilraun flokksins til hvítþvottar. Þvert á móti, sé málið skoðað gerir Borgarnesræðan Blair að fórnarlambi framsækinna (sic) mussukellinga og því ótrúverðugt að koma með svona eftirá skýringu. Nema, náttúrlega, við séum hér áhorfendur að uppgjöri þeirra Jóhönnu og Ingibjargar.
Og Jóhanna heldur áfram að velta sér uppúr vitleysunni, þegar hún segir nýfrjálshyggju vera smitið sem orsakaði sjúklegt ástands flokksins. Veit Jóhanna yfir höfuð hvað hún er að tala um? Hvar kemur nýfrjálshyggja inn í sjúkdómsmynd Samfylkingarinnar?
Nýfrjálshyggja er týpískur orðaleppur sem samfylkingarfólk slær um sig með, án þess að gera minnstu tilraun til að útskýra merkingu hans. Fyrir utan þá staðreynd að grundvallarforsendur NÝFRJÁLSHYGGJU (neoconsevatism) eru ekki fysískt til staðar á Íslandi, þá fellur ímynd orðins engan veginn að stjórnarháttum Sjálfstæðisflokksins. Betur að svo hefði verið. Eða hvernig útskýrir Samfylkingin 37% fjölgun opinberra starfsmanna á síðustu 8 árum stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins sem óbeislaða "nýfrjálshyggju"? Eða 43 nýjar ríkisstofnanir á 14 árum, flestar sem við gætum hæglega komist af án? Var það kannski nýfrjálshyggja Sjálfstæðisflokksins sem neyddi Samfylkinguna til að samþykkja 20% hækkun á fjárlögum milli áranna 2007-2008, hækkun sem að mestu leyti fór til að blása út ráðuneyti Samfylkingar? Tuttugu prósent hækkun sem enn stefndi þráðbeint upp í loftið þegar Hrunið varð.
Samfylkingin þarf að horfast í augu við að hún getur ekki skellt skuldinni á aðra. Blairismi og nýfrjálshyggja útskýra ekki meinið sem nagar flokkinn. Óheilindi, ráðleysi og dáðleysi eru höfuðeinkenni Samfylkingarinnar. Í þeim efnum eru hún enginn eftirbátur Steingríms Joð og félaga í einbeittum brotavilja gegn íslenskri þjóð.
Mynd1: www.vb.is
Mynd2: www.unicef.org
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
-
baldher
-
gattin
-
tilveran-i-esb
-
gun
-
gustaf
-
haddi9001
-
heimssyn
-
aglow
-
jonvalurjensson
-
ksh
-
altice
-
skrafarinn
-
sigurgeirorri
-
blauturdropi
-
postdoc
-
olijoe
-
hugsun
-
iceberg
-
annabjorghjartardottir
-
borgfirska-birnan
-
eeelle
-
gessi
-
elnino
-
muggi69
-
gustafskulason
-
bassinn
-
krist
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.