24.1.2010 | 18:43
Á gömlum pallbíl til Washington
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með viðbrögðum demókrata eftir hinn sögulega ósigur þeirra í Massachusett í vikunni. Nina Totenberger, álitsgjafi á Inside Washington, segir að það hafi verið reiði kjósenda í garð bankamanna sem réði úrslitum. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins tekur undir þetta. Í tilfelli Nínu má flokka þessa afstöðu undir meðvirkni og skort á sjálfstæðri hugsun innvígðra demókrata. Leiðarahöfundurinn er enn ekki kominn af því rósbleika skýi sem Obama sveipaði umheiminn árið 2008. En forsetinn er ekki beinlínis að leiða hjörð sína inná grænni haga. Kjósendur eru að átta sig á því. Hann bregst við áfallinu vegna aukakosninganna í Mass, með hótunum í garð bankamanna með Volker gamla sér við hlið og veruleikafirringu sína kórónar hann með því að segja sigur Browns vera sambærilegan við þá bylgju sem fleytti honum inn í Hvíta húsið, þ.e. reiði í garð ráðandi afla síðastliðin átta ár.
Halló! Var repúblikaninn Brown kosinn með 31% viðsnúningi frá því í forsetakosningunum fyrir rúmu ári vegna þess að íbúar Mass eru enn reiðið út í Bush? Er ekki ástæða til að skoða þetta aðeins nánar.
Í Mass eru aðeins 12.5% kjósenda skráðir fylgjendur Repúblikanaflokksins. Þrisvar sinnum færri en skráðir demókratar. Er það þess vegna sem demókratar koma allir bláir og marðir út úr þessum kosningum sem að mati Obama snerust um reiði kjósenda í garð Bush? Eftir ár á forsetastóli er tímabært að Obama fari að gangast við afleiðingum eigin verka.
Brúnn vs bláir og marðir
The Drudge Report heldur því fram að Obama "Hrifningin sé uppgufuð" (Thrill is gone) og Drudge er ekki einn um að halda þessu fram. Rasmussen Report hefur vinsældastuðul Obama í -19 í gær og stuðullinn hefur ekki verið jákvæður síðan um miðjan júlí. Í Þýskalandi, þar sem fyrir aðeins einu og hálfu ári síðan hundruð þúsundir hylltu Messías við Sigursúluna, birtir Der Spiegel umfjöllun um málið undir fyrirsögninni "Heimurinn kveður Obama" (The World bids Farewell to Obama). Hvernig var hægt að glutra þessum gífurlega meðbyr niður á aðeins einu ári? Var kannski aldrei innistæða á reikningnum? Var aldrei nein von í Voninni?
Var það kannski vegna þess að Obama sökkti sér í að ná fram pólitískum markmiðum sínum og gleymdi að tala til fólksins, eins og hann heldur nú fram. Það hljómar ekki sem trúverðug afsökun. Samkvæmt samantekt CBS fréttastofunnar hefur Obama veitt 158 viðtöl og haldið 411 ræður síðan hann tók við sem forseti . Fleiri en nokkur annar forseti á undan honum og að sumra mati fleiri en þeir allir til samans. Það vantar sem sé ekkert uppá orðgnóttina og því síður skrúðmælgina.
En Brown í Massachusetts er ekki boðberi fyrstu ótíðindanna fyrir Obama. Á undan honum komu ósigrar í ríkisstjórakosningum í Virginíu og New Jersey. Tvær fýluferðir til Kaupmannahafnar, fyrirburður í Osló og höfnun bandamanna hans í NATO á liðsauka til Afganistan. Og þeir sem dýrast seldu sig til að koma umbótafrumvarpi Obama í heilbrigðismálum (Obamacare) í gegn eru nú í frjálsu falli í vinsældakönnunum í fylkjum sínum. Nei, allt þetta getur ekki verið Bush að kenna.
Staðreyndin er að samkvæmt könnun sem Fabrizio, McLaughlin & Associates gerði sögðu 78%kjósenda Brown að þeir hefðu kosið hann til að hindra Obamacare og aðeins 25% allra kjósenda nefndu efnahagsmálin. Splunkuný könnun í Maryland greinir 53% andstöðu við Obamacare og aðeins 11% nefna efnahagsmálin sem áhyggjuefni.
Brown hafði þrjú mála á sinni dagskrá: hindra að Obamacare kæmist í gegn, afnema rétt hryðjuverkamanna til lögfræðilegrar aðstoðar á frumstigi rannsóknar og stöðva skattahækkanir og til vara; lækka skatta. Tiltölulega einföld kosningabarátta sem fólk átti ekki neinum erfiðleikum með að taka afstöðu til.
Það er nefnilega að kom betur og betur í ljós að þrátt fyrir alla fljúgandi ræðusnilldina (sem aðrir sjá um að skrifa) og mjúkmælgina, þá á Obama enga samleið með fólkinu í landinu. Fólkinu sem trúði því að nýir tímar færu í hönd, tími flokkadrátta myndi líða undir lok og eilíf sæla umvefja þjóðina. Í staðinn horfa menn upp á að öll þessi fantafína oratoría opinberar gjána sem liggur milli hans og hins almenna borgara. Hvað fékk hann til að tala niður til Brown og væna hann um lýðskrum með því að keyrir um á gömlum pallbíl. Um hvað var hann að hugsa? Er hann þarna að dæma útfrá eigin reynslu af samflokksmönnum sínum? Eða var hann kannski ekkert að hugsa? Var hann bara lokaður í sínum upphafna heimi þar sem hann situr ásamt þessum 10-12% sem hefur talað sig út úr veruleika hins almenna vinnandi manns og inní draumaveröld útópíunnar. Veruleikinn sem lætur 92% byrðarinnar af framlögðu heilbrigðisfrumvarpi á herðar vinnandi fólks á frjálsum markaði. Díllinn sem gerður var við Stéttarfélögin til að fá stuðning þeirra við frumvarpið skilur eftir óbragð í munni og sýnir hvert baktjaldamakkið leiðir.
Ritstjóri Newsweek, Fineman, sem greinilega er á sömu bylgjulengd og Obama, segir "sumstaðar" beri svona pallabíla með sér ákveðið stigma, það megi jafnvel segja að pallbílar stand fyrir ákveðna tegund rasisma. Mark Steyn sér fyrir sér að Brown hafi náð að keyra upp dágóðan slatta af rasisma á þessum 200.000 mílum sem hann hefur náð út úr trukknum, en varla sé við öðru að búast í þessu fúafeni Klu klux klan-hreyfingarinnar sem Massachusetts ríki er.
Demókratar geta látið sem Te-partýin hafi aldrei átt sér stað eða almennu fundirnir þar sem hróp voru gerð að þingmönnum demókrata síðsumars, ósigrarnir í Virginíu og New Jersey og nú Brown í Massachusetts, en ef þeir gera það þá eru þeir eins lánlausir og ríkisstjórnin sem nú situr á Íslandi og grefur sér sífellt dýpri gröf.
Á endanum áttar fólk sig á að það er ekki orðsnilld sem fyllir grautarskálina heldur verkkunnátta. Það var mikið fjallað um reynsluleysi varaforsetaefnisins Söru Palin í kosningabaráttunni í BND 2008. Þótti ótækt að kona sem hefði enga reynslu af utanríkispólitík ætti erindi inní þá baráttu. Einhvern veginn áttu menn ótrúlega auðvelt með að líta framhjá þeirri staðreynd að sá sem sóttist eftir æðsta embætti landsins hafði heldur enga reynslu á því svið og hafði í raun aldrei verið nógu lengi í neinu starfi til að skilja eftir sig spor.
Nú er þessi staðreynd að verða mönnum ljós.
Allar myndir af: www.townhall.com
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Athugasemdir
Vandað hjá þér, Ragnhildur Kolka. Oft finnst mér að svipaðir hlutir séu að gerast í Bandaríkjunum og á Íslandi með vinstri stjórn sem fólk hélt að myndi vinna fyrir almúgann gegn auð- og banka-spillingu. Nú finnst fólki það illa svikið. Og ef ég get orðað það þannig, fannst mér forsetinn líka aldrei vera nógu fullorðinn til að gegna embætti forseta.
Elle_, 26.1.2010 kl. 11:04
Athyglisverð grein...er ekki bara málið með Obama, að maður þarf að skoða hver "á" hann ? Wall Street kostaði ekki aðeins kosningabaráttuna, heldur mannaði fyrir hann ráðuneytin. Þegar svo er farið skiptir harla litlu máli hvers situr í sæti forseta.
Haraldur Baldursson, 26.1.2010 kl. 14:39
Þakka innlitið, ElleE og Haraldur; Það er sagt að enginn geti gert öllum til geðs og líklega er eitthvað til í því. Það leit þó út um tíma sem Barack Obama gæti ekki misstigið sig og átti pressan sinn þátt í að halda þeirri mýtu að fólki. Loforðin streymdu af vörum hans og fólk sem þráði pólitískan frið trúði honum. Það mátti þó öllum vera ljóst hvernig hann kúventi í hverju málinu á fætur öðru að ekki var allt sem sýndist.
Það er rétt ElleE að fólki, bæði hér heima og í BND, finnst það nú illa svikið. Listinn um svikin loforð Obama lengist með hverjum degi. Þingmenn Demókrata leita nú undankomu leiða, þótt harðkjarna vinstri öfgamennirnir líti í kringum sig eftir blóraböggli. Þeir hafa enn ekki gefist upp á Frelsara sínum og setja því sigtið á götustrákinn, Rahm Emanuel. En þeir sem kallast óháðir, og eru uppistaðan í kjósendunum sem komu Obama á forsetastól, hafa séð ljósið og neita að láta hafa sig lengur að fíflum.
Flokkshollustan hér sér til þess að kjósendur hafa ekki enn rutt Steingrími og Jóhönnu úr vegi. Stjórn Jóhönnu og Steingríms er ekki svo mjög frábrugðin Obamastjórninni hvað svikin loforð varðar. En ólíkt Obama þá er það ekki vegna æsku sinnar sem þau eru ekki að standa sig. Það sem þau eiga sameiginlegt með Obama er að þau kunna ekkert til verka. Fjórföldun viðskiptahalla BND er nú staðreynd. Hver staðan er hér er ómögulegt að segja til um, því eftir að Seðlabankinn varð að skúffu í fjármálaráðuneytinu fáum við sífellt misvísandi upplýsingar um efnahagsstöðuna.
Haraldur, Obama sveik öll sín loforð um að hreinsa lobbýistana og bankastjórana út úr áhrifastöðum. Ef eitthvað þá bætti hann frekar í. Við sjáum viðlíka spillingu hér, nema hér eru ráðuneytin og skilanefndir yfirfull af vinum og vandamönnum sem labba bara inn án auglýsinga. Pólitísk hollusta er tekin fram yfir getu.
Og kannski ekki að furða. Aflið á bakvið ríkisstjórn Íslands er hefndarþorsti Steingríms Joð og undirlægja Samfylkingar fyrir ESB.
Í hvoru tilvikinu sem er, skal þjóðinni komið á kné.
Ragnhildur Kolka, 26.1.2010 kl. 22:59
Greinargóð og vönduð færsla Ragnhildur.
Kv. Jökull
Þráinn Jökull Elísson, 27.1.2010 kl. 19:33
Sæll Jökull, þakka þér fyrir innlitið.
Ragnhildur Kolka, 28.1.2010 kl. 08:08
Flott ræða hjá karlinum í nótt (ég var vakandi fyrir algera tilviljun og sá hana), en innihaldið...tja það var ekki upp á marga fiskana fannst mér.
Haraldur Baldursson, 28.1.2010 kl. 13:48
Hef ekki haft tíma til að hlusta á ræðuna, Haraldur, eða skoða viðbrögðin, en ég efa ekki að Obama hafi staðið sig með prýði.
Arnar Jónsson flytur líka fantafínar ræður og hann þarf ekki ræðuskjá til að styðja sig við.
Spurningin er hvort Obama hafi boðið upp á einhverjar lausnir, þ.e. bitastæðar lausnir. Fólk er búið að fá nóg af loforðum hans.
Eftir því sem mér skilst þá ætlar Obama að halda áfram með heilbrigðisfrumvarpið eins og Massachusetts hafi aldrei látið í sér heyra og hver trúir því að demókratar gangi í skrokk á bankamönnum. Sagan segir annað og þeir eru of háðir þeim fjárhagslega.
Kom annars nokkuð fram hvaða bankastjóra verði falið að sinna þeirri tiltekt?
Ragnhildur Kolka, 28.1.2010 kl. 21:27
Ég náði ekki byrjuninni....en þó að ræðan væri vel og kröftuglega flutt með ríkari orðaforða en almennt er beitt í USA, þá var þarna mikið að loforðum, án útfærslu eða leiðum. Ég hef svo sem ekki í hyggju að níða skóinn af karlinum, en tiltrú hef ég ekki næga á að honum takist tilætlan sína.
Haraldur Baldursson, 28.1.2010 kl. 23:12
Ætli allur heimurinn óski þess ekki að Obama takist að koma skútunni á réttan kjöl. Afleiðingarnar, að öðrum kosti, væru svo ógnvænlegar. En honum mun ekki takast það nema hann hafi þjóðina með sér og það er ekki að gerast í augnablikinu.
Ég var tiltölulega jákvæð gagnvart honum í upphafi, en Það var ekki að ósekju að menn töluðu um Chicago thuggery í kosningabaráttu hans. Vinnubrögðin gegn Hillary voru svo augljóslega "thuggish". Hann á líka full auðvelt með að lofa. Loforð sem eru fljót að gufa upp þegar aðstæður breytast.
Í hjarta sínu er hann enn sósíalískur félagsráðgjafi og þess vegna leggur hann svo mikið á sig að koma Obamacare í gegn. En eins og aðrir sósíalistar hirðir hann ekki um kostnað.
Ameríkanar eru of meðvitaðir um kostnað til að sætta sig við auknar álögur og lakari þjónustu án þess að tilraun sé gerð til að koma böndum á útgjöld.
Ragnhildur Kolka, 28.1.2010 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.