Leita í fréttum mbl.is

Út yfir gröf og dauða

Lýðræðið vefst fyrir sumum.

 

Stóra spurningin er "hver á Massachusetts þingsætið" sem Edward Kennedy yfirgaf (óviljugur) í sumar?

Rétt eins og kratarnir "eiga" Hafnarfjörð hafa Kennedýarnir slegið eign sinni á þingsæti Massachusetts. Ef svo ólíklega vildi til að enginn Kennedy vitjaði fæðingarréttar síns og tæki sæti sitt í öldungadeild Bandaríkjaþings, þá er trú manna að sjálfkrafa gangi það til Demókrataflokksins. Eða þannig.

Ef svo ólíklega vildi til að demókrati tapaði sætinu til repúblikana í kosningum þá gengur plan B í gildi. Nokkurra vikna eða mánaða endurtalning atkvæða. Sú gæti orðið staðan ef demókratar þurfa að tryggja meirihluta fyrir frumvarpi Obama um "heilbrigðisumbætur" með "bráðabirgða" þingmanninum. Þá kemur sér líka vel að bæði fylkisstjóri og dómsmálaráðherra Mass eru demókratar. Þeir sem fylgdust með manipúleringum ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms Joð með seðlabankastólinn átta sig á aðferðafræðinni.

En einstaka sinnum eru menn minntir á að þingsæti er ekki þinglesin eign eins né neins. Lýðræðið er eign fólksins. Jóhanna og Steingrímur Joð fengu sína áminningu þann 5. janúar.

Skyldi röðin einhvern tíma koma að íbúum Massachusetts? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Mér fannst merkilegt að lesa þetta, Ragnhildur Kolka, og takk fyrir pistilinn.  Og hafði að vísu ekki áttað mig á að þetta væri svona þarna.  Þó er Massachusetts mér mikið nær en þú enn veist. 

Kveðja,

Elle

Elle_, 20.1.2010 kl. 00:27

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þakka þér fyrir innlitið ElleE.

Ég verð að viðurkenna að þegar ég skrifaði þennan pistil vissi ég ekki frekar en aðrir hvernig þessu máli myndi reiða af. Mér fannst athugasemd Browns tímabær og góð áminning til manna um að það er lýðræðislegur réttur KJÓSENDA að ákveða hver situr í sætinu fyrir þeirra hönd.

Niðurstaðan var ánægjuleg, ekki síst frá sjónarhóli lýðræðisins. Það má nánast segja að þarna hafi gerst kraftaverk þegar Brown sigraði með 5% mun eftir að hafa verið 30% undir síðast liðið haust. Í raun mega demókratar kenna sjálfum sér um hvernig fór. Þeir breyttu leikreglunum eftir að hafa breytt þeim sér í "hag" árið 2004. Þeir tefldu fram litlausum kandídat og þeir ákváðu að gera heilbrigðisfrumvarp Obama að kosningamáli.

Ég tel að niðurstaða kosningann sé meiri áminning fyrir demókrataflokkinn en fólk hér gerir sér almennt grein fyrir. 

Þingmenn flokksins, sem standa frammi fyrir endurkosningu næsta haust, eru sér þó vel meðvitaðir um hvað hangir á spýtunni. 

Ragnhildur Kolka, 20.1.2010 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband