Færsluflokkur: Bloggar
3.10.2008 | 15:17
Stór maður stækkar
Það er vel hægt að hafa samúð með Þorsteini Má. Eflaust hefur þessi ákvörðun ekki verið tekin án tára. En það er tími til kominn að menn átti sig á að þau fjörbrot sem átt hafa sér stað síðustu viku verða að taka enda. Staðan er of alvarleg til að hægt sé að leggjast í stríðsrekstur gegn íslenska ríkinu - eða þeim sem standa þar í víglínunni.
Miðað við menntun og störf hefði það líka átt að vera Gylfa Magnússyni ljóst.
![]() |
Hvetur hluthafa Glitnis til að samþykkja tilboð ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.10.2008 | 14:08
Lífið gengur sinn gang
Þessi frétt er ánægjuleg tilbreyting frá stórslysaumræðunni sem tröllriðið hefur öllu síðustu daga. Minnir mann á að það er líf fyrir utan verðbréfamarkaðinn. Hver hefði trúað því?
Meira af þessu.
![]() |
Austrænn keimur og partý |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2008 | 14:49
Ósambærilegir hlutir
Tregða þingsins hefur aðeins að litlu leyti aða gera með peningaupphæðina sjálfa. Tregðan byggir á því að um er að ræða algera uppstokkun á fjármálaumhverfinu. Markaðshagkerfi er víxlað út og í staðinn kemur ríkisrekið hagkerfi. Freddy og Fanny sukku til botns vegna stöðugra afskipta ríkisvaldsins af lánafyrirgreiðslum. Fyrir nú utan það að engin trygging er fyrir að dæmið gangi upp.
Við þekkjum það héðan og því eru menn ekki sáttir við að ríkið fari aftur að véla með peninga. Það veit ekki á gott, en hvað er til bragðs þegar menn kunna sér ekki hóf.
![]() |
Hvað eru 700.000.000.000 dollarar mikið? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.9.2008 | 23:44
Bankabræðslan
Money, money, money. Neyðarfundir, yfirtökur og paranoia í öllum hornum. Og síðan fór samsæriskenningamaskínan af stað. Davíð Oddson! Já það er einmitt hann sem á sökina á öllum óförunum. Hann gaf strákhvolpunum bankana og atti þeim út í að spreða í útlöndum. Þessi Davíð sem kom heimskreppunni af stað, kramdi Hallgrím Helgason með bláu hendinni og er nú að vinda síðustu blóðdropana úr góðu gæjunum hjá Baugi.
Hvar stæðu menn ef þeir hefðu ekki Davíð til að kenna um?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2008 | 12:05
Voru það ódýru kjúllarnir?
Því hefur þessi faraldur farið svona lágt í íslenskum fjölmiðlum? Mátti kannski ekki tala um þetta meðan Ágúst Ólafur var að reyna að semja okkur inn í ESB.
Í hvaða matvælum leyndist sýkingarvaldurinn?
![]() |
Sex salmonellusjúklingar látnir í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2008 | 23:59
Tímanna tákn
Það hlýtur að vera tímanna tákn að músikheimurinn skuli vera uppteknari af því sem verst er frekar en af því sem best er. Enginn er alltaf í topp formi og það á við Bubba sem aðra. En hann hefur líka sent frá sér lög sem eru með því besta sem íslensk dægurmúsik býður upp á. Þorir kannski enginn að nefna það besta af ótta við að smekkur viðkomandi verði álitinn hallærislegur?
![]() |
Bubbi hefur gert betur en á Konu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.9.2008 | 23:29
Góðverk á gervihnattaöld
Mogginn flytur okkur fréttir af því að "mannvinirnir" í félaginu Ísland-Palestína hafi tekið höndum saman við Félag Múslima á Íslandi og fært flóttafólkinu á Akranesi rausnarlega gjöf. Gervihnattadiska og móttakara svo þessir nýju "Íslendingar" geti nú fylgst með fréttum að "heiman". Hvers er að sakna að "heiman"? Vorum við ekki að bjarga þeim úr ömurlegustu mögulegu aðstæðum í ömurlegustu flóttamannabúðum heims?
Mogginn slær þessu upp sem mikilli gleðifrétt. En skammtímaminnið er alsráðandi hjá Morgunblaðinu þessa dagana. Stagast er á því að fólkið sé palestínskt. Þó vita allir að enginn í þessum hópi er fæddur í Palestínu og vafasamt að nokkur þeirra hafi drepið fæti þar niður. Það er viljandi gert að orða hlutina svona, þannig má horfa framhjá þeirri staðreynd að Írakar, sem tóku við forfeðrum þeirra hafa brugðist skyldum sínum. Eins og aðrir nágrannar hafa þeir meinað þessu fólki um eðlileg borgaraleg réttindi, aldrei leyft þeim að aðlagast menningu sinni eða þjóðfélagi, aldrei axlað skyldur sínar sem veitendur. Kynslóðir fæðast og deyja í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs án þess nokkurn tíman að rísa upp úr stöðu hreppsómagans. SÞ sjá svo um meðlagsgreiðslurnar.
En það er önnur hlið á þessari frétt sem enn síður á að horfa framhjá. Það er sú hlið sem snýr að svokallaðri "aðlögun". Aðlögun einstaklinga að því umhverfi sem þeir lifa í er nauðsynleg svo samfélagið megi ganga hnökralaust fyrir sig. Á þessu hamra grannar okkar þegar spurðir ráða um hvernig komast megi hjá menningarlegum árekstrum.
Reyndar var drepið á þennan þátt í fréttinni, en á annan hátt en maður hefði búist við. Haft er eftir formanni Ísland-Palestína að ""(V)ið viljum bara gera allt til að auðvelda þeim dvölina og aðlögun að umhverfinu hér". Hvað skyldi formaðurinn eiginlega eiga við með þessum orðum? Hvernig styður gervihnattasjónvarp við menningarlega aðlögun fólks? Ef eitthvað kemur í veg fyrir aðlögun innflytjenda (múslima eða annarra) er það sú menningarlega einangrun sem gervihnattasjónvarp flytur með sér.
Í Evrópu alast heilu kynslóðir innflytjenda upp við slíkan menningarlegan aðskilnað. Við höfum horft á afleiðingarnar; uppþot og óöld ungmenna sem glatað hafa rótum sínum og geta hvorki verið né farið. Væri ekki betra að tala við fólk, leika við börnin og kynna þau fyrir þeim menningarheimi sem stendur þeim hér til boða, frekar en að stilla þeim upp fyrir framan sjónvarpsskerm og láta sem um góðverk sé að ræða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2008 | 14:14
Grindahlauparinn hefði setið eftir í minni Palin
![]() |
Palin minnt á fund með Ólafi Ragnari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2008 | 09:36
Af hverju spurningamerki?
Hvers vegna setur mbl.is spurningamerki á eftir fyrirsögn þessarar fréttar? Það er engin spurning þarna á ferð. Það var brotist inn í prívat tölvupóst Palin og hann birtur á netinu. Þegar svo er komið er engin hætta lengur á ferð. Nema þá fyrir þingmanns soninn, sem gæti legið illilega í því.
![]() |
Tölvupóstur Palin í hættu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2008 | 16:25
Lyktandi rósir!
Demókratar hafa fagnað mjög þessari krísu sem ríkir á fjármálamörkuðum- líta á hana sem kærkomið tækifæri til að benda á sökudólga. Ekki ósvipað og Þórðargleðin sem ríkir í Samfylkingunni um þessar mundir, þ.e. kærkomið tækifæri til að klifa á gagnsleysi krónunnar og upptöku Evru, já og ekki má gleyma, inngöngu í ESB.
Í Bandaríkjunum er staðan sú að hvor frambjóðandinn ásakar hinn um hvernig komið er - hvorugur hefur ráð og báðir þreyja þorrann og bíða niðurstöðu fjármálaráðuneytis og seðlabanka. Báðir hafa nokkuð til síns máls. Báðir stóru flokkarnir bera mikla ábyrgð á því hvernig komið er. Allt tal um hrun frjálshyggju fellur með því að ríkið hefur frá upphafi verið með fingurnar í kökunni
Demókratar fyrir sífelldan þrýsting á að bankakerfið dragi úr kröfum um lánaábyrgð- svo fleiri og fleiri sem ekki standast kröfur um greiðslugetu, geti keypt sér húsnæði. Þessi saga nær aftur til forsetatíðar Carters og stærsti kippurinn í þessari sorgarsögu átti sér stað í forsetatíð Clintons. Þarna eru það ríkisafskipti sem skipta mestu máli.
Repúblikanar fyrir að hafa dregið úr regluverkinu með skipulegum hætti án þessa að tryggja að ríkisafskipti á lánamarkaði séu aflögð. McCain hefur verið andsnúinn regluverkinu og unnið gegn því. Engu að síður kom að því að hann sá að í óefni stefndi hjá Fanny og Freddy og árið 2005 gerði hann tilraun til að koma böndum á þessi fyrirtæki. Demókratar stóðu gegn því.
Á sínum stutta ferli í Öldungadeild þingsins tókst Obama að verða næst hæsti þiggjandi greiðslna frá Fanny fyrir að verja hagsmuni fyrirtækisins á þingi, þ.e. >$126,000 í þjórfé. Maður snýtir sér ekki á slíkum aurum.
Ágætt myndband um fjölskyldutengsl Fanny Mae og Demókrataflokksins má sjá á YouTube þessa dagana, þar sem forstjóri FM þakkar svörtum þingmönnum (þ.m.t. Obama) fyrir aðstoðina og biður um skilning og umburðarlyndi gagnvart stöðunni sem komin er upp í fyrirtækinu. Myndbandið er ´frá 2005 og á því er að skilja að staðan sé ekki góð. Þessum upplýsingum höfðu viðstaddir þingmenn ekki fyrir að koma áfram, hvorki til almennings eða inn á þingið.
http://www.youtube.com/watch?v=usvG-s_Ssb0
![]() |
Obama vinnur á |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
-
baldher
-
gattin
-
tilveran-i-esb
-
gun
-
gustaf
-
haddi9001
-
heimssyn
-
aglow
-
jonvalurjensson
-
ksh
-
altice
-
skrafarinn
-
sigurgeirorri
-
blauturdropi
-
postdoc
-
olijoe
-
hugsun
-
iceberg
-
annabjorghjartardottir
-
borgfirska-birnan
-
eeelle
-
gessi
-
elnino
-
muggi69
-
gustafskulason
-
bassinn
-
krist
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.