Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012

Óráðsía í ESB 1.

 ESB fjárlög

ESB ætlar ekki að láta grasið gróa undir fótum sér. Nú skal koma vitinu fyrir þessa bændalubba sem hafa þverskallast við gylliboðunum frá "góðgerðarstofnuninni" í Brussel. Sambandið er nú farið að fjármagna blaðaútgáfu á Íslandi og beinir áróðri sínum til bænda. Þar er gumað af því að frá upptöku EES samningsins hafa skattgreiðendur ESB mátt, óspurðir, senda sem svarar 11 milljörðum króna til eins ríkasta lands heims. Fyrir þessar krónur keypti sambandið sálir Samfylkingarinnar. Þetta er verðmiðinn. Ellefu milljarðar króna. Jafnvel Grikkir, Írar og Eistar máttu grafa í sínar léttu pyngjur svo Íslendingar gætu stært sig af að vera ölmusumenn ESB. 

Það er óneitanlega fróðlegt að fylgjast með þessum fréttaflutningi. Lítið hefur hins vegar farið fyrir fréttum af fjárlagagerð sambandsins. Drög að fjárlögum næsta árs liggja nú fyrir og þar velkjast stórar fjárhæðir milli manna. Tæpir €150 milljarðar fara í batteríið. Af því fara 5.6% í eigin rekstur, en aðeins 1.4% í málaflokkinn frelsi, öryggi og réttlætismál. Við vissum svo sem að réttlætismál ættu kki upp á pallborðið hjá sambandinu, í það minnsta hvað lýðræðið varðar en 8.3 milljarðar evra er nokkuð vel út í látið fyrir stjórnsýslu sem hefur ekki getað fengið reikninga sína samþykkta í 15 ár  samfleytt og fer svo fram á 6.8% hækkun framlaga frá aðildarríkjunum. Þetta gerist á sama tíma og flest aðildarríkin eru að skera niður sín útgjöld og sum niðurfyrir sultarmörk.

Er ESB góður vörsluaðili fyrir annarra manna peninga gæti einhver spurt? Tæpast eða telja menn vel haldið á fjármunum skattgreiðenda í sjónvarpsstöð sem kostar 1.4 milljarð króna í árlegan rekstur en státar aðeins af 830 áhorfendum per dag. Stöðin var stofnsett 2008 en þurfti €9 milljón í aukaframlag aðeins 2 árum síðar. Nú krefjast þingmenn þess að stöðinni verði lögð af, en hver hlustar svo sem á þessa þingmenn. Slíkt áróðurstæki er battaríinu ómissandi.

EuroparlTV er ekki eina gæluverkefnið sem þingið í Brussel hefur á sinni könnu. Þingið útdeilir auk þess ógrynni fjár í alls kyns verðlaun, eins og vegna kvikmynda, blaðamennsku, kynningarstarfsemi um Evrópusamruna  og svokölluð Sakharov-verðlaunin sem veitt eru fyrir baráttu fyrir frelsi. Árið 2011 voru verðlaunin veitt 5 forsprökkum frelsisbaráttu sem gengur undir nafninu "arabíska vorið". Eins gott að drifið var í þessari afhendingu núna áður en þessi lönd lokast aftur inn í myrkur miðalda sem þau hafa lifað í árhundruðum saman. 

En fyrst prentsmiðjur ESB eru farnar að dæla út lesefni fyrir íslenska bændur má allt eins gera ráð fyrir að EuropalTV fylgi í fótspor og sendi okkur verðlaunamyndina "Dagur í lífi búrókratans".

Hún ætti að vera fiskimiðanna virði.  

 
 

Blóðblöndun og jákvæð mismunun

Folinn Brown vann  keppnina "Kynþokkafyllsti karl Ameríku" 1982

scott-brown-nude-cosmo

 Furðulegt er að fylgjast með umræðum um öldungadeildarþingsæti Massachusettes-fylkis. Á komandi hausti munu fara þar fram kosningar og eins og fyrir 2 árum ætlar náungi að nafni Scott Brown að bjóða sig fram. Hann býður sig fram fyrir republikanaflokkinn. Hann vann reyndar þetta þingsæti eftir andlát Edwards Kennedy 2009, en í því hafði Kennedy setið í 50 ár. Demókratar í Massachusettes gátu ekki á heilum sér tekið eftir að niðurstöður úr kosningunni lágu fyrir, enda litu þeir á þetta sæti sem a) Kennedys, b) demókrata. Brown hefur enn ekki verið fyrirgefið ódæðisverkið. En nú hefur sætið aftur verið boðið upp og á móti Brown sækir prófessor við Harvard lagaskólann Elizabeth Warren.

1;32 CherokeeFyrstu fréttir af skylmingum þeirra bárust strax síðastliðið haust þegar þau tóku þátt í umræðum Þar sem minnst var á nektarmyndir sem Brown sat fyrir á námsárunum til að fjármagna skólagöngu. Aðspurð um fjármögnun náms sagði Warren "ég fækkaði þó aldrei fötum". Brown var snöggur að grípa þetta og skaut inn "Guði sé lof". Allar deildir femínista gripu andann á lofti og það gerð einnig pólitíski rétttrúnaðarsöfnuðurinn. Eins og vinstrimönnum er tamt, þá skrifa þeir leikreglurnar jafnóðum og í þetta sinn þótti ekki við hæfi að gefa í skyn að útlit konunnar skipti máli, hæfileikar væru allt. Brown var umsvifalaust krafinn afsökunarbeini sem hann eflaust lét fúslega af hendi, en ekki styttist syndaregisterið við það.

En gamlir draugar eiga það til að skjóta upp kollinum þótt sumum þætti betra að hafa ekki pólitíska rétthugsunin hangandi um hálsinn til eilíðar. Warren er nefnilega grunuð um að hafa skráð sig nokkrum sinnum á starfsumsóknir sem índjáni til að bæta líkur á ráðningar. Þegar gengið er eftir ætterni vísar hún til langa-langa-langömmu sem hafi skráð sig cherokee indjána á hjónabandsvottorð 1894. Vottorðið hefur enginn séð, aðeins rafræn skráning sem varla er brúklegt sem sönnunargagn. CHEROKEE-Color _Indian_pictureEnnfremur þykir vafasamt að blóðblanda sem svarar til 1/32 geti talist brúkleg staðfesting indjána-kynstofnsins. Ættfræðingur sem rannsakað hefur sögu injána heldur því fram að aðkoma langalangalanga hafi verið skuggalegri en Warren telur, því afi gamli hafi verið þátttakandi í herleiðingu indjána frá austuströndinni vestur til Oklahoma. Gangan gengur undir nafninu "Trail of tears" og var augljóslega ekki nein gleðiganga.

Málið er heitt, því það þykir bera keim af eiginhagsmunapoti og undirferli auk þess sem kynþáttamál eru nú aftur komin á dagskrá í BNA. Afstaða forsetans í Trayvon-málinu hefur vakið upp gamla drauga kynþáttahaturs og hefur náunginn sem skaut Trayvon ítrekað verið sagður haldinn kynþáttahatri enda hvítur. Nú vill svo til að Zimmerman á perúviskan föður og er því hálfur hispani. Þýskir nasistar sem komust langleiðina með að útrýma gyðingum drógu þó mörkin við 1/4. Warren hefði því nokkuð örugglega getað lifað þar góðu lífi sem Aríi, enda ljóshærð og bláeyg í þokkabót. Örlög Zimmermans hefðu hins vegar verið bæði ótryggari og óþægilegri. Hvernig fer fyrir Warren í þessu máli er ekki gott að segja, en hún á enn nokkra dimma daga eftir, því Brown, sem var gert að opinbera mikið af persónulegum gögnum í síðustu kosningabaráttu, ætlar ekki að sleppa Warren svo auðveldlega af króknum. Hann hefur nú farið fram á að hún opinberi allar starfsumsóknir sínar frá útskrift. Og svo er bara að sjá hvernig næstu seríu í leikritinu reiðir af. 

En þannig fer rétttrúnaðurinn með sannleikann. Svart er hvítt og hvítt er köflótt og ef einhver heldur öðru fram þá ætti hann að vera viðbúin því versta. Elizabeth Warren virðist hafa veðjað á að rétttrúnaðurinn skilaði henni betra sæti í lífinu. Það er kjósenda að meta hvernig þeir líta á þá gjörð.

     

Mynd 1: Cosmopolitan Magazine

Mynd 2: www.nationalreview.com

Mynd 3: www.indianpictures.blogspot.com


Fjölskylduhjálpin opnar útibú í Amsterdam

 Follow the money

 Evrudauðinn

Hvar eru evrurnar og hvaðan komu þær?

Í aðlögunarferlinu sem Össur Iskariot hefur stefnt okkur inn í er hvergi minnst á hið raunverulega ástand sem nú ríkir í Evrópu. Kannski ekki að undra því Össur er ekki kunnugur kjörum almennings því auma veldi. Það eru kjötkatlarnir í Brussel sem hann ætlar að setjast að með sálufélögum sínum. Fólkinu sem skipar öðrum að herða sultarólina en gerir kröfu til að sultarlýðurinn hækki nú framlög til báknsins í Brussel um 7.4%. Á sama tíma fer Evrópudómstóllinn fram á 29 þúsund evra af fjárlögum ESB næsta ár á meðan sá háæruverðugi dómstóll situr á vínbirgðum í kjallaranum að andvirði €70.000. En árlega svolgrar þetta forréttindalið í sig göfugar veiga fyrir 15 þúsund evra. Mamamaður bara spyr: "Í hvaða heimi lifir þetta fólk"? 

Vissulega getum við ekki gert þá kröfu til þess að RÚV veiti upplýsingar um svo lítilfjölleg mál, enda fer það gegn gagnsæisstefnu ríkisstjórnarinnar. Og rískisstjórnarútvarpið sinnir sínum skyldum gagnvart ýfirboðurum sínum. Frjáls fjölmiðlun er þó enn ástunduð víða um heim og þangað getum við, sem eigum að borga fyrir veisluhöldin, leitað þegar við höfum fengið upp í kok af ESB fagurgalanum á RÚV.

Það mundi ekki hvarfla að RÚV að fjalla um biðraðirnar í matarúthlutunina í Amsterdam, jafnvel nú þegar þær hafa lengst sem nemur 20% á síðustu 4 mánuðum. Tuttuguogþrjú þúsund manns þiggur nú matargjafir í þessum "fóðurbönkum" eins og úthlutunarstöðvarnar eru kallaðar og ekkert lát á aðsókn. "Auðvaldssnepillinn" Bloomberg lét sig hafa að taka málið til umfjöllunar of hafi hann þökk fyrir. Úthlutun ókeypis hrísgrjóna, ávaxta og grænmetis fer nú fram á 135 stöðum í Hollandi. Tók einhver eftir að ég skrifaði "Hollandi"? Af hverju Hollandi, er Holland ekki eitt af ríkustu löndum ESB? Ganga þar ekki allir með fangið fullt af blómum og fá sér hasspípu með kaffibollanum á leiðinni heim úr vinnunni? Býr Holland ekki enn að AAA lánshæfismati guðsins sem stýrir heiminum?

VinnumálastofnunEn hungurvandamálið er ekki bundið við þetta fyrrum gósenland, Holland. Írar tóku skell um svipað leyti og við en brugðust öðru vísi við. Samkvæmt ráðgjöf/skipun frá Brussel fengu írskir skattgreiðendur, óspurðir, að taka á sig skuldir bankanna. Í kjölfarið hefur fólksflótti frá Írlandi ekki verið meiri síðan kartöfluplágan sendi stóran hluta þjóðarinnar í gröfina um miðja 19. öldina. Hinir flúðu til Ameríku. Írar, rétt eins og Íslendingar, trúðu því að góðærið myndi endast að eilífu. Þeir hafa vaknað við vondan draum. Yfir 76 þúsuns manns yfirgáfu landið á eins árs tímabili til að leita sér vinnu annars staðar. Hvort það hefur gengið eftir er ekki gott að segja, en miðað við atvinnuleysistölur frá öðrm evrulöndum er vafamál að það hafi gengið eftir. Frá spáni hafa 50 þúsund manns flúið í leit að vinnu og svipaða sögu má segja um önnur lönd Suður Evrópu. Peningarnir, þeir sem til voru, eru líka flúnir. Þýskaland er nú landið sem allir horfa til. En getur Þýskaland tekið við öllu þessu fólki? Þjóðverja skortir vinnuafl iðn-og tæknimenntaðs fólks, lækna og hjúkrunarfólks og mun því taka við því. En hvað með alla hina?

Hvað sem vinstrimenn á Íslandi segja þá er staðreyndin sú að kreppan bítur um allan heim og jafnvel draumalandið ESB er komið á hnéin. Þar munu Brusselbúranir líka fá að kynnast hugtakinu, sem þeir héldu að ætti aðeins við hina, RÁÐDEILD.

RÚV heldur hins vegar áfram að fjalla um Grikkina, sem kunnu ekki fótum sínum forráð, eins og allt bölið sé þeim að kenna. Grikkir svara fyrir sig með því að kasta sprengjunni aftur þangað, þaðan sem henni var varpað.

Gríska sprengjan

Um þetta má lesa í fyrrnefndri grein Bloomberg.


Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband