Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Þegar orð eru vegin og metin

Það fór mikill hvinur um tálknin á demókrötum fyrir þremur vikum síðan, þegar útvarpsmaðurinn Rush Limbaugh kallaði stúdínu frá Georgetown háskólanum dræsu (slut). Tilefnið var umræða um þátttöku tryggingafélaga í getnaðarvörnum undir Obamacare löggjöfinni. Þótti Limbaugh fulllangt gengið að skylda tryggingarfélögin til að niðurgreiða kynlíf ungs fólks. Að auki mun hann hafa bent á að laganeminn Fluke, sem allt húllaballúið snérist um, stundar rándýrt nám og ætti því að geta staðið straum af næturleikjum sín sjálf. Upphrópanirnar sem fylgdu ummælum Limbaugh urðu þess valdandi að hann baðst afsökunar á þeim. Viðurkenndi að hafa teygt sig fulllangt.

Um er að ræða tvöfaldan glæp í augum demókrata þar sem, í fyrsta lagi það að Obamacare kemur úr hugmyndasmiðju dýrðlingsins Obama og því heilög löggjöf, en jafnframt töldu demókratar ummælin gróflega vega að heiðri kvenna af þessum repúblikana rudda. Sjálfsagt sé að varpa fjárhagslegri ábyrgð af gerandanum yfir á hina jakkafataklæddu skuggabaldra sem stjórna tryggingarfélögunum. Var jafnvel talið réttlætanlegt að svipta Limbaugh starfsréttindum auk málfrelsisins.

Linti ekki látunum fyrr en einhver stuðningsmaður kallsins minntist ummæla eins helsta baráttuljóns í flokki Obama, Bill Mahers, sem hann hefur látið falla um nokkrar vel valdar konur sem honum þótti lítið til koma. Þá aðallega vegna þess að þær tilheyrðu utangarðspakki sem kallast repúblikanar. Voru ýmis ummæli Mahers rifjuð upp og þótti úr nógu að velja. Smá myndband var því sett saman til að skerpa á minni aðgerðasinnanna sem vildu helst Limbaugh feigan. Hér fyrir neðan má sjá smásamantekt af fjölskrúðugri orðanotkun kauða þegar honum tekst sem best upp. Þykir þá ekki öllum sem virðing kvenna sé höfð að leiðarljósi, en kvenfyrirlitning var einmitt helsta ásökunin í aðförinni að Limbaugh.

 

Eins og kemur fram á myndbandinu hafði Maher þá nýlega afhent fjáröflunarsjóði Obama milljón dollara eins og hann þreytist aldrei á að segja öllum frá. Þykir þetta frekar neyðarlegt og hafa spurningar vaknað um hvort ekki liti betur út að peningnum sé skilað áður en harðnar í kosningabaráttunni. Í stuðningsmannaliði Obama hefur líka farið af stað keppni í því hvað teljast geti verið meiðandi eða óviðeigandi í orðalagi þegar rætt er um konur. Eins og við var að búast frá þessu "heiðursmannakompaníi" fer orðanotkun frekar efti því hver segir og hver pólitík viðkomandi er. Bill Burton forvígismaður í SuperPAC nefnd Obamaframboðsins telur að ekki sé hægt að leggja að jöfnu orð grínista (BM er líka vel þekktur álitsgjafi) við orð þess sem Burton kallar de facto stjórnanda Repúblikanaflokksins. Mun þá líka skipta máli að umrædd kona mæli með ókeypis getnaðarvörn og sé baráttukona leiðandi í pólitískri umræðu. Soooo. David Axelrod, aðalstrategisti framboðs Obama tekur í sama streng. Sem sagt brandarakallinn má tala niðrandi um konur en útvarpsmaðurinn ekki. Þetta minnir dálítið á umræðuna hér heima, þar sem menn eru teknir á beinið og skráðir á lista ef þeir segja e-ð um konur sem ákveðinn hópur telur "niðrandi" í þeirra garð, þótt sami hópur steinþegi þegar lýsingarorðið "tussufínt"  er tekið inn í tungumálið með fagnaðarópum.  

Þeir sem telja sig þess umkomna að segja fólki hvernig það eigi að tala af virðingu um annað fólk ættu kannski að íhuga eigin orðnotkun og hvernig virðing fyrir öðrum birtist í umgengni þeirra við tungumálið.

ath. grófustu orðin á myndbandinu eru bleepuð út.


Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband