Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Nú er kátt í höllinni

Undirbúningur fyrir brúðkaup Vilhjálms og Kötu Middleton er nú á lokastigi. Heimsbyggðin stendur á öndinni og það gera líka íslenskir fjölmiðlar og fjölmiðlamenn. Allir nema Egill Helga sem er Fúll á móti í þessu einsog svo mörgu öðru ómenningarlegu. Útsendingar frá herlegheitunum hefjast á RÚV klukkan 7 í fyrramálið og er þá betra að vera búin að þvo stírurnar úr augunum og bursta tennur, því enginn tími mun gefast í slíkt pjatt næstu klukkutímana þar á eftir.

Sumir eru reyndar búnir að vera í startholunum í einhverja daga, tekið sér stöðu við kirkjuna og þá hafa sumir verið svo forsjálir að koma með tjald, því kunnugir þekkja vel hvaða áhrif "april showers" geta haft á útihátíðargleðina. Aðrir hafa tekið þátt í undirbúningnum um nokkurt skeið. Jafnvel fórnað fé og tíma um áraraðir, eins og þessi þjóðholli náungi sem ætlar ekki að láta sitt eftir liggja svo að ekkert fari nú úrskeiðis:

Þjóðhollusta

Maður verður bara að vona að fórnir hans skili tilætluðum árangri, svo annar í röð ríkisarfa bresku krúnunnar geti gegnið að eiga sína heittelskuðu Kötu.

Krúnuerfingi númer fjögurþúsundníuhundruðsjötíuogþrír heitir hins vegar Karen Vogel og er nýflutt til Rostock. Hún missir af hátíðarhöldunum því henni var ekki boðið og af því að hún er án sjónvarps eins og stendur. Enn hef ég ekki lært að setja inn myndbönd (nema Youtube) á bloggið svo þeir sem hafa áhuga á að horfa á þennan link verða að bíða af sér smá WSJ-auglýsingu.  Matta má hins vegar alltaf finna kátan og reifann á Daily Telegraph.

Spennandi, ekki satt?

29. apríl 2011

 Brúðkaupið

Frábært show og mín gamla vinkona, Gunna Stína alias Dídí, orðin barónessa og boðin í brúðkaup Villhjálms og Kötu. Flottari fulltrúa gat Ísland ekki átt í dag í Westminster Abbey.


"Fórnarlömbin" í Guantanamo

 

guantanamo_bay

Það er merkilegt að fylgjast með fréttaflutningi RÚV og ýmissa annarra miðla um nýjustu holskefluna af Wikileak skjölum sem riðið hefur yfir heimsbyggðina. Hér snýst fréttaflutningur um þessa 150 eða svo, sem sendir voru þangað og ekki hefur verið hægt að sanna neinar sakir á. Sem segir lítið um raunverulega sekt eða sakleysi. Hjá RÚV hefur mesta athyglin verið á  tiltekið 89 ára gamalmenni og 14 ára gamlan dreng, sem rænt hafði verið af Talibönum og sagt hafa verið nauðgað af 11 körlum. Maður kemst ekki hjá því að álykta, eftir þá lýsingu, að lífið í Gitmo hafi verið hrein Paradís fyrir þennan ógæfusama ungling. Tuttugu aðrir eru flokkaðir sem börn í skjölunum, en vestræn skilgreining hefur verið teygð og toguð í þeim efnum. Börn fullorðnast fljótt í löndum þar sem lúxusinn að njóta friðhelgi bernskunnar til 18 ára aldurs er ekki í boði. Það á ekki síst við í Afganistan. Og efast má um að sá gamli hafi nokkurn tímann áður getað bókað kviðfylli, hvað þá heldur þrjár fullar máltíðir á dag. Engu að síður má vorkenna gamla manninum, því dvöl í trópískri paradís er kannski ekki það sem maður á hans aldri lætur sig helst dreyma um í lífinu. 

AmnestyFulltrúi Amnesty var svo í Víðsjá í eftirmiðdag og ræddi um baráttu samtakanna við að frelsa fangana í Gitmo. Kenndi hún þinginu í BNA um að hafa hindrað Obama forseta í að standa við kosningaloforð sitt um að fangabúðunum yrði lokað á fyrstu 100 dögum forsetatíðar sinnar. Hún lét þó hjá líða að greina frá því að Obama var með þingið í vasanum í heil 2 ár án þess að gera neitt í málinu. Hún talaði því meira um mannréttindi þessara fórnarlamba herskárrar ríkisstjórnar G. W. Bush, sem hún vill nú sækja til saka fyrir stríðsglæpi.

En það hafa ekki allir sama viðhorf til Wiki-skjalanna og RÚV. Það vill nefnilega svo til að enn lifir minning um raunveruleg fórnarlömb hryðjuverkamanna víða um Vesturlönd. Má þar minna á 11. september 2001, 11. mars 2004 og 7. júlí 2005. New York, Madrid, London. Í London hafa menn meiri áhyggjur af því sem fram kemur í skjölunum og sýnir að það er engin tilviljun að borgin er kölluð Londonistan. En það er vegna þess að þar eru klak- og eldisstöðvar fyrir öfgamenn Al-Qaeda sem ferðast um heiminn og boða blóðugt stríð gegn öðrum trúarbrögðum. Ekki síst kristinni trú og gyðingdómi, en umburðalyndi gagnvart öðrum trúarbrögðum er jafn sjaldgæft og svínakjöt á diskum múslíma.

Skjölin sýna, meðal annars, hvernig heittrúarklerkar nota bænahús múslima til að tæla til málstaðarins rótlausa og villuráfandi ungmenni. Nokkrar Abu Hamzamoskur eru nefndar en moskan í Finsbury Park er þeirra illræmdust. Klerkar eins og Abu Hamza, sem lifir sældarlifi  á kostnað breskra skattborgar, eitra þar sálir ungmenna. Sýnt hefur verið að minnst þrjátíu og fimm fanganna sem gistu Guantanamo höfðu farið þar í gegn áður en þeir tóku þátt í bardögum í Afganistan. Helmingur þeirra var fæddur í Bretlandi og tóku því þátt í bardögum gegn samlöndum sínum. Og 16 breskir þegnar hafa snúið heim frá Gitmo og þegið, hver um sig, ₤1 milljón í bætur frá ríkinu. Samkvæmt skjölunum voru þeir þó álitnir  "hættulegir" og líklegir til að leggja lag sitt aftur við Al-Qaeda málsstaðinn. Ólíklegt er að þegnar breska konungveldisins hefðu tekið þessu örlæti ríkisstjórnarinnar þegjandi hefðu þær upplýsingar legið fyrir augum almennings sem nú birtast í skjölunum.

Og það hlýtur að vera óþægilegt fyrir breska skattborgara að frétta að símanúmer á sim-kortum og í símaskrám fjölda  Al-Qaeda-liða  leiddi beint inn í höfuðstöðvar hins ríkisrekna fréttamiðils, BBC. Það útskýrir kannski þögn starfmanna RÚV um málið enda ekki heppilegt að vekja athygli almennings á þessu einkastríði starfbræðra sinna á BBC. Aldrei að vita nema nauðungaráskrifendur hins ríkisrekna RÚV hefðu farið að setja samasemmerki milli þeirra og landráðamanna á BBC. Reyndar þurfti ekki þessa skjalabirtingu til að slíkur grunur vaknaði, þótt tengiliður Wikileaks á RÚV hafi verið fórnað svona fyrir siða sakir. En líklega er hér fulllangt gengið, því enn sem komið er felst sviksemi fréttastofunnar við almenning á Íslandi aðeins í undirlægjuhætti gagnvart svikulli ríkisstjórn og ESB-aðild.

 En fréttin sem RÚV vill flytja landsmönnum er um fórnarlömb í Guantanamo-flóa.

Mynd1: www.info-war.org

Mynd2: www.decal-orations.com

Mynd3: www.news.aol.co.uk

 

 


Hátíðardagskrá RÚV á Föstudaginn langa

RÚV brást ekki aðdáendum sínum í dag frekar en fyrri daginn. Í tilefni dagsins endursýndi sjónvarpið ferðasögu Stephens Fry, þar sem viðkoma var á vændishús í Nevada. Grafískar lýsingar á vinnudegi og verklagi viðskiptajöfranna fengu gott rými. Ekkert var dregið undan annað en afhending varningsins sjálfs. Kynhneigð ferðalangsins gerði víst ekki kröfu um "fullnustu". 

Sérlega viðeigandi á Föstudaginn langa, ekki satt? Eitthvað svo "frjálslynt"


Til lesenda The Daily Telegraph

Sendi lesendum The Daily Telegraph þessar hógværu línur núna áðan í tilefni fréttar um þjóðaratkvæðagreiðsluna:

9th of April will be remembered in Iceland as a day when democracy stood up for itself. I´m sure the British, the Irish, Dutch and all those ESB nations that have been robbed of the right to determin their faith through referendum, are now green with envy.

But, take heart, you too can rise up against the infamy and take back what has been stolen from you.

Þeir sem stóðu að Nei-hreifingunni og Advice gegn Icesave, og báru hitann og þungann af þessum sigri, geta nú fært út kvíarnar og borið andblæ lýðræðishugsjónarinnar til þjakaðra þegna ESB landa.

Til hamingju Ísland!


Ekki hlægja; þetta á eftir að versna

Þetta er á leiðinn til okkar. Með Siv og Vg í fylkingarbrjósti verður ekki langt þar til Borgarinn lýkur ferð sinni um hinn vestræna skyndibitaheim.

The Real Joykillers 

Ekki hlægja

Transfitan komin á bannlistann. Bráðum engir ostar yfir 16% og gulrætur og gúrkur í öll mál.

New York-borg á þó metið. Nýlega setti heilbrigðisstofnun fylkisins reglur um hvað megi heyra, hvað skuli sagt, hversu hátt það má hljóma, hvað skuli lyktað og hvað skuli etið og í hvaða stærðum.

Daprast er þó að nú má ekki lengur halda uppá afmæli eða hátíðisdaga á stofnuninni án þess að fylgja ströngustu reglum. Ekkert djúpsteikt skal haft á borðum, poppið fitusnautt og ef menn neyðast til að koma með köku, þá þarf hún að vera af löglegri stærð, ekkert smákökufjas eða mas.

Barnfóstran er tekin við uppeldinu.

Mynd: www.townhall.com

 


Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband