Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
25.3.2010 | 23:40
Sármóðgaðir fréttamenn
Morgunhanarnir Sigmar og Margrét
Það var kátt á hjalla í Morgunútvarpi Rásar2 í morgun. Bogi kom í sína vikulegu heimsókn fullur af "sönnum og réttum" fréttaskýringum (sic). Það sem vakti mesta kátínu hjá morgunhönunum og kom af stað endalausu flissi og hneykslunarhnussi voru leiðbeiningar Boga um hvernig menn ættu að hlusta á Fox sjónvarpsstöðina. Varast skal að taka hana alvarlega, Fox er ekki í þeim business að flytja sannar og réttar fréttir - hún hefur pólitíska dagskrá (veivei) og er mjög hægrisinnuð.
Lægra getur sjónvarpsstöð ekki lotið að mati Boga og morgunhananna.
Tilefni kátínunnar var frétt á Fox þar sem gert var nokkuð mikið úr gosinu sem tröllriðið hefur öllum fréttaflutningi hér heima síðastliðna 5 daga og sér ekki fyrir endann á: Ætlar Katla að gjósa, ætlar Katla ekki að gjósa? Hvað höfum við heyrt þessa spurningu oft síðan á sunnudag. Fréttakona Fox taldi víst að gosið boðaði heimsendi en, so watt, getum við láð henni það? Hefur fréttaflutningur hér ekki miðast við að hver frétt gæti orðið hin síðasta? Hverjum fréttamanni hefur verið úthlutað sinni þúfu þar sem sömu mennirnir eru spurðir sömu spurninganna og gengur spekin svo hring eftir hring. Góð afsökun til að þurfa ekki að spyrja ráðamenn þjóðarinnar óþægilegra spurninga þegar verkstjórnin er við það að springa framan í andlitin á þeim.
En aftur að Fox. Reyndar lýsti Bogi því yfir að stöðin væri beinlínis óheiðarleg og hlutdræg og "fyrir okkur aðra fréttamenn sem, hmmm, höfum það að leiðarljósi að skýra satt og rétt frá, þá er það nánast móðgun að þeir skuli kalla sig fréttamenn". Ekki skrítið þótt Bogi hafi hikað við að taka svona stórt uppí sig, en "sannleiksást" Boga hafði yfirhöndina og nú veit alþjóð hvað óheiðarleiki og hlutdrægni annarra er fréttamönnum sársaukafull.
Fyrrverandi fréttastjórinn sá líka ástæðu til að nefna tóninn hjá spyrjandanum. Bogi er slíkum leikrænni tjáningu óvanur enda líklega aldrei hlustaði á tóninn hjá fyrrverandi undirmanni sínum, Ingimar Karli eða kollega sinna í Speglinum þeim Friðriki Páli og Gunnari Gunnarssyni leggja upp með ísmeygilegar spurningar í tóntegund sem segir allt sem hugur þeirra vill koma á framfæri.
En hvernig getur þessi áróðurskór sem söng svo dátt í morgunútvarpinu í morgun hnussað af fyrirlitningu yfir heimsendafrétt í Bandaríkjunum? Fyrir aðeins tveimur árum síðan stóð hér á sviðið í Háskóabíó maður sem boðaði heimsendir. Fyrir fótum hans lá söfnuðurinn: menningarelíta Íslands, fréttamenn, bankageirinn, útrásarvíkingarnir og umhverfissinnarnir og kyrjuðu, Hallelúja, lof þér frelsari mikli.
Þá var heimsendir ekki hlægilegur og söfnuðurinn stóð trúr með sínum manni allar götur þar til í desember á síðasta ári, þegar heimsendir var afboðaður í skyndi á fundi Samtaka trúboða um heimsendi í kjölfar hlýnunar jarðar. Í nýjasta hefti tímaritsins Þjóðmál er fjallar um einstætt framlag Íslands til heimsendavísindanna og hefði sú umfjöllun átt meira erindi í morgunþátt Rásar2 en þessi no-news frétt Fox. Kannski Bogi taki það fyrir næst.
Hér fylgir svo framlag páfans Gore (æææ, heitir hann kannski Bore) til heimsbókmenntanna. Framlag sem menningarvitarnir á Huffington Post segja jafnast á við það besta sem Yeats lét frá sér fara. Þeir ættu að vita það, því HuffPo er bandaríska útgáfan af söfnuðinum sem kraup við fótskör meistara síns í Háskólabío.
One thin September soon
A floating continent disappears
In midnight sun
Vapors rise as
Fever settles on an acid sea
Neptune's bones dissolve
Snow glides from the mountain
Ice fathers floods for a season
A hard rain comes quickly
Then dirt is parched
Kindling is placed in the forest
For the lightning's celebration
Unknown creatures
Take their leave, unmourned
Horsemen ready their stirrups
Passion seeks heroes and friends
The bell of the city
On the hill is rung
The shepherd cries
The hour of choosing has arrived
Here are your tools
Our Choice: A Plan to Solve the Climate Crisis by Al Gore
Mynd1: www.3.bp.blogspot.com
Mynd2: www.myanimalblog.worldpress.com
Mynd3: www.telegraph.co.uk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2010 | 23:40
Veit blaðamaðurinn ekki hvað skáldið í höfði hans er að aðhafast
Er það kóngulóarvefurinn í kolli fréttaritara Pressunnar á Akureyri, Björns Þorlákssonar, sem flækist um heilafrumurnar svo hann greinir ekki lengur milli ímyndunarafls og veruleika? Hafa störf hans við fréttamennsku í 20 ár einkennst af þjónkun við skáldskapargyðjuna frekar en staðreyndir eða skyldi kennsla í þjóðfélagsfræðum hafa ruglað hann tímabundið í ríminu? Þessar hugleiðingar vöknuðu með mér þegar ég las sérkennilegan pistil sem "fréttaritarinn" setti á Pressusíðuna í dag.
Samkvæmt frásögn Björns viðist Birgir Guðmundsson, dósent við háskólann á Akureyri, gera sitt besta til að miðla til nemenda sinna grundvallarskilningi þess hvað telst góð blaðamennska og hvað ekki. Það er því ekki við Birgir að sakast ef nemendur hans hafa ekki einbeitingarhæfileika til að fylgja honum eftir, enda varla við því að búast að nemendur í blaðamennsku árið 2010 láti bjóða sér uppá annað eins rugl og að hlutverk blaðamanna sé að "miðli því aðeins sem varðar almannaheill". Fordæmin sem þeir hafa fyrir sér gefa varla tilefni til þess.
Björn er engin undantekning í þeim efnum og lét því hugann reika á meðan Birgir lét móðan mása. Spurningar úr heimi veruleikans (sic) flugu í gegnum hugskot Björns og fyrr en varði var hann farinn að velta fyrir sér mórölskum flækjum sem blaðamenn á Mogganum undir stjórn Davíðs stæðu frammi fyrir dag hvern. Blaðamenn Moggans eru, samkvæmt Birni, þeir einu sem standa frammi fyrir siðferðilegum álitamálum í heimi fjölmiðla á Íslandi í dag. Gott er að heyra að blaða og fréttamenn annarra miðla geta gengið til verka sinna án allra efasemda og geta þá látið, eins og Björn, gamminn geysa með góðri samvisku.
Því verður ekki á móti mælt að gammur Björns fór hratt yfir. Frá því að spyrja móralskra spurninga eins og "Hvernig skyldu .. blaðamenn Moggans .. með Davíð (gat skeð) framan í sér .. feta þröngan stíg fagmennsku .. getur verið að siðlegt eða ekki siðlegt .. sé látið þar lönd og leið", kemst fákur huga hans á fullt flug og fyrr en varir hefur Björn komist að niðurstöðu:
"Það er vont að blaðamenn Morgunblaðsins hafi svona litla trú á sér, því í hópi moggablaðamanna býr mikið atgervi. Ef ekki væri búið að hræða þá svo mjög til fylgispektar (ég trúi ekki að nokkur frjáls blaðamaður kjósi sjálfviljugur að vinna undir höfuðpaurum þjóðfélagssögu hvers tíma)"
Nákvæmlega hvar blaðamenn Moggans glötuðu trúnni á sjálfan sig lætur Björn hjá líða að útskýra, en leggur til að verkfallsaðgerðir gætu fært þeim hana aftur. Þá, skyndilega, virðist fréttaritarinn vakna aftur til meðvitundar í norðlenska firðinum og uppgötva tilgang blaðamennsku í þágu almennings "og það sem er meir um vert: Blaðamenn Moggans myndu uppskera virðingu. Virðingu hins sama almennings og blaðamönnum ber skylda að þjóna. Annars eru þeir ekki blaðamenn".
Maður spyr sig, getur verið að þessi rugludallur hafi getað haft ofan af fyrir sér með blaðamennsku í tuttugu ár? Já, því miður. Því þrátt fyrir góðan vilja Birgis Guðmundssonar að upplýsa, þá er þetta planið sem drjúgur hluti blaðamanna á Íslandi hefur verið á síðastliðin 20 ár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.3.2010 | 22:46
De urinoirs de Sodoma bar
politics makes strange bedfellows var haft eftir bandarískum ritstjóra fyrir margt löngu. Íslendingar, með allar sínar samsteypustjórnir kannast við það. En háðfuglinn Groucho Marx fullkomnaði setninguna þegar hann benti á að "politics don´t make strange bedfellows, marriage does". Þetta kallast að kryfja málið til mergjar.
Í síðustu viku rakst ég á sérkennilega sængurfélaga í anddyri hins fræga Concertgebouw tónlistarhúss í Amsterdam. Í Cultureel Supplement NRC Handelsblad komst ég í kynni við næturlíf Reykjavíkurborgar á nokkuð nýstárlegan og nærgöngulan hátt. Horfðist ég þar í augu við helstu gerendur bankahrunsins á Íslandi óvægið og kalt á kamrinum. Sjálfskipaðir sálfræðingar höfðu komið fyrir andlitsmyndum af Jóni Ásgeiri, Hannesi Smárasyni, Bjarna Ármannssyni og Finni Ingólfssyni í hlandskálum veitingastaðarins Sódóma og var ungur maður að losa sig við drykkjarföng kvöldsins í enn eina skálina og byrgði þannig sýn á fimmta þrjótinn. Bráðsnjöll hugmynd sem sparað getur óhemju fé í heilbrigðiskerfinu ef nýtt sem terapía gegn áfallastreitu fórnarlamba bankakrísunnar.
Menningarlegt viðtal við 4 íslenska rithöfunda fylgdi myndinni. Með smá fyrirhöfn og frelsi hins vankunnandi tókst mér að púsla saman orðræðu hinna miklu manna. Gat ég ekki betur séð en Sjón og Hallgrímur Helga ættu enn eitthvað óuppgert við Davíð Oddsson og hefðu haft gott af því að heimsækja sálfræðisetur af þeirri gerð sem getið er um hér að ofan. Halldór Guðmundsson hélt sínum menningarlega kúl, en skáldið Guðbergur Bergsson var samur við sig og hélt sig við jörðina. Hann sagði blaðamanninum frá uppruna sínum í "einangruðu þorpi við Grindavík, þar sem aðeins hraunflákar, sandhólar og jökull (smá skáldaleyfi) fönguðu augað. Faðir hans sjómaður, móðir hans húsfreyja og fjölskylda sem lifði við þröngan kost. Hann segir hrunið ekki hafa haft áhrif á sig og það valdi heldur ekki Íslandi áhyggjum". Guðbergur er eins og landið, hann mælir í öldum.
Það kemur ekki á óvart að Guðbergur er klassa ofar en skáldbræður hans.
Ljósmynd: Olivier Morin, sem einnig átti myndina sem prýddi bókakálfNRC Handelsblad.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.3.2010 | 21:50
Hefur allt verið sagt?
Ekki aldeilis. Hver er enn að tala? Hver nema Óratorinn mikli? Enn einu sinni er Obama að hnýta endann á frumvarpið sem sagt var á lokaspretti í júlí, ágúst og október á síðasta ári. Og nú er nýr lokasprettur hafinn. Eftir 36 opinberar ræður er Obama nú í "kosningaham að mæla fyrir Heilbrigðisfrumvarpinu" eins og Sveinn Helgason segir með aðdáun í röddinni í pistli sínum á RÚV.
Til að afla málstaðnum fylgi eru tryggingarfélögin rægð þótt sýnt hafi verið fram á að þau eru ekki að taka arð út úr rekstrinum. Atkvæði þingmanna eru keypt: 100 milljón dollara hér, 300 þar og nú er götustrákurinn í Hvítahúsinu, Rahm, að beita slímtækninni á þingmenn demókrata sem treysta sér ekki til að styðja frumvarpið. Rahm Emmanuel eltir þá upp í sturtunni ef ekki vill betur til eins og þessi fyrirsögn úr RealClearPolitics ber með sér:
Nude Rahm Emanuel Told Massa He "Better Vote With The President"
En þrátt fyrir allar þessa ræður er BO ekki að ná til fólksins. Fólksins sem veit að það kostar að koma slíku kerfi á, þ.e. minnst $500 milljarða í auka sköttum. Veit að klipið verður af tryggingakerfi eldri borgara, Medicare prógramminu aðrir $500 milljarðar. Því venjulegt fólk gerir sér grein fyrir að þessir þúsund milljarðar verða sóttir í þeirra vasa.
Andstætt vonum Sveins er Obama ekki að gera það svo gott. Nýjasta könnun Rasmussen er nú í þriðja sinn á innan við þremur mánuðum að sýna vinsældarstuðul forsetans í -21. Aðeins 22% líklegra kjósenda segjast mjög ánægðir með frammistöðu hans, 43% eru afspyrnu óánægðir.
Töfraljóminn sem hvíldi á Obama hefur glatað lit sínum. Gamli fréttasnápurinn Dan Rather er ekki eins ginkeyptur fyrir glansmyndinni og Sveinn, Rather sagði í viðtali á MSNBC um aðfarir Obama við að keyra heilbrigðisfrumvarpið ofan í þjóðina að hann "gæti ekki selt vatnsmelónur í vegkantinum þótt vegalöggan stoppaði alla umferð fyrir hann". Rather þurfti reyndar að bakka svolítið með myndlíkinguna, því einhverjum þótti sem rasískt bragð væri af vatnsmelónunni, en hann var alveg til í að leita á náðir annarra myndlíkinga ef þess væri krafist.
Eins og könnun Rasmussen sýnir er Kananum ekki skemmt? Ekki aldeilis. Ræður Obama eru ekki lengur að skila áhangendum og það á ekki bara við um BNA, Chris Ayres á blaðinu hennar Hildar Helgu lýsir lamandilúnum maraþonfundi um frumvarpið með fyrirsögninni "Try to stay awake: the President has a healthcare Bill to pass". Og var þó Ayres frekar jákvæður í umsögn sinni um þennan sjö tíma píslarbekk sem forsetinn lagði þjóð sína á.
Spurningin í dag er: hve mikið fækkar hinum MJÖG ÁNÆGÐU áður en forsetinn áttar sig á það er ekki lengur hægt að keyra málið í gegn með hótunum eða mútum? Margir þingmenn demókrata sjá sína sæng útbreidda og hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér í kosningunum í haust. Mörgum verður eflaust slátrað, en Obama heldur ótrauður áfram, rétt eins og bíllinn hans Ómars Ragnarssonar sem rúllaði á einu hjóli "en áfram skröltir hann þó".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.