Bloggfćrslur mánađarins, október 2010
29.10.2010 | 16:28
Kosiđ um te eđa töfrabrögđ
Í ţing- og öldungadeildarkosningum í BNA á ţriđjudag stendur valiđ milli tebollans og töfrabragđa.
Eitthvađ er nú fariđ ađ fölna birtan af töfralampanum sem Barack Obama nuddađi svo óspart í kosningabaráttunni 2008 og fleytti honum á forsetastól BNA ţađ ár. Nú velja sífellt fleiri gamla beyglađa teketilinn, sem býđur reyndar ekki upp á eins stórkostlegt "stjörnuskot", en er líklegri til ađ halda á mönnum hita á ţeim köldum vetrarkvöldum sem framundan eru. Helsta krafa Tehreyfingarinnar, sem kennd er viđ uppreisnina í Boston 1773, og sem nú sćkir á í ţingkosningunum er: "minni afskipti ríkis og lćgri skattar". Ekki vanţörf á ađ minna á ţennan bođskap, ţví nú er fjárlagahallinn komin í 13,616 trilljónir (trilljón er tala međ tólf núll fyrir aftan sig) og heildar skuld ríkisins 94% af ţjóđarframleiđslu. Árlegur halli siglir hrađbyr upp á viđ. Líkt og ríkisstjórn Íslands kann Obama ađeins trixiđ ađ skattleggja. Hann hefur engin ráđ međ ađ koma hjólum atvinnulífsins í gang. Fjölgun opinberra starfsmanna ţyngir ađeins róđurinn eins og hér. Ţegar valiđ stendur milli vinnu og örbirgđar ţá kýs almenningur vinnu. Bandaríkjamenn hafa nú fengiđ smjörţefinn af merkingunni bakviđ VONIR og BREYTINGAR Obama. Á bakviđ töfra og óskhyggju er botnlaust fen skulda. Skuldir sem greiddar verđa úr vösum skattgreiđenda, barna ţeirra, barnabarna og barnabarnabarna ţeirra.
Obama er farin ađ undirbúa ósigurinn í ţingkosningunum. RealClearPolitics líkir ţessum undirbúningi viđ skotgrafarhernađ. Menn grafa skotgrafir og koma sér fyrir. Ekki veitir af ţví flóttinn úr liđi Obama er orđin svo áberandi ađ honum verđur ekki lengur leynt. Reynt er ađ halda ţví fram ađ ekkert sé eđlilegra en ađ skipta út í ćđstu embćttum innan stjórnarinnar á ţessum tíma. Sagan segir ţó annađ.
Og skiptin eru líka athyglisverđ. Tvćr óţekktar skrifstofublćkur úr kerfinu eru settar inn í stađ ţungavigtarmanna. Rahm Emanuel var, áđur en hann varđ starfsmannastjóri Hvítahússins kjörin öldungadeildarţingmađur Illinois-ríkis og ţjóđaröryggisráđgjafinn sem nú yfirgefur stjórnina er fjögurra stjörnu hershöfđingi sem stýrt hafđi sameinuđum herafla í Evrópu. Embćttismennirnir sem nú taka viđ eru ţekktir fyrir ađ vera reddarar en ekki stefnumótunarmenn. Ţeir eru ódýra fallbyssufóđriđ sem fylla má međ skotgrafirnar.
Flóttinn er kominn á fulla ferđ. Hann minnir á frćga líkingu viđ nagdýr og sökkvandi skip enda fjöldinn slíkur og ekkert eđlilegt viđ hann. Allir ţjóđaröryggisráđgjafar 5 fyrrverandi Bandaríkjaforseta hafa enst í minnst 4 ár utan ráđgjafi Ronald Reagans, en Condy Rice yfirgaf embćttiđ ađeins til ađ taka viđ utanríkisráđuneytinu sem í flestra augum er taliđ skref upp stigann. Bill Clinton losađi sig reyndar viđ starfsmannastjóra sinn, Mack McLarty eftir 20 mánuđi, en ađrir lifđu af kjörtímabiliđ. Emanuel er eftirminnanlegri en flestir í embćttinu og mun lifa í minningu manna lengur ţó ekki sé ţađ fyrir annađ en óheflađan munnsöfnuđ og ófyrirleitinna vinnubragđa. Átti nćrvera hans drjúgan ţátt í ađ koma Chicago-thuggery stimplinum á Obama og hans menn.
Fjármálastjóri Obama stjórnarinnar, Orszag, á stystan feril í starfi í Hvítahúsinu, en Clinton hćkkađi sinn fjármálastjóra í tign eftir álíka dvöl í embćtti, ţegar hann gerđi hann ađ starfsmannastjóra. Nú er öldin önnur og staffiđ hverfur á braut. Efnahagsráđgjafi stjórnarinnar, Christina Romer yfirgaf skipiđ í september og nú er formađur Ţjóđarefnahagsráđsins, Larry Summers líka á förum. Ţetta er eina embćttiđ innan stjórnsýslunnar sem afsökun Obama stjórnarinnar á viđ. Menn virđast ekki verđa langlífir sem ţjóđarefnahagsráđgjafar og ţarf ţá ekki bankahrun til. En eflaust verđa margir fylgismenn Obama fegnir ađ sjá Summers yfirgefa húsiđ, ţví ţetta er mađurinn sem var rekinn frá Harvard fyrir ađ draga í efa akademíska hćfni kvenna í ákveđnum greinum. Svo mikiđ varđ einum efnafrćđiprófessor skólans viđ ţessi orđ rektors ađ steinleiđ yfir hana og átti hún viđ andlega erfiđleika ađ stríđa allt ţar til Summers var rekinn. Skođun Summers hefur eflaust stuđađ einhverja fleiri, ţví slík er stćrđargráđa glćps Summers ađ ekki verđur annar stćrri drýgđur í hinum pólitíska rétttrúnađarheimi háskólasamfélagsins.
Ef fer sem horfir ađ demókratar tapa ţinginu í hendur repúblikönum og jafnvel öldungadeildinni líka, ţá eru horfur Obama til endurkjörs farnar ađ daprast verulega. Ţá dugir ekki ađ nudda lampann góđa og vona hiđ besta. Ţessi mynd ađ neđan gefur í skyn ađ nú ţegar séu demókratar farnir ađ horfa í kringum sig.
Framhjáhald af fyrstu gráđu og kunnáttumađur í bóli bjarnar.
Mynd1,2,3: www.townhall.com
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2010 | 22:56
Fyrsti vetrardagur og Ríkiđ rukkar
Einu sinni varđ allt vitlaust ţegar ónefndur mađur benti á ađ fólk léti sig ekki vanta ţegar eitthvađ frítt stćđi til bođa. Held hann hafi haft meira til síns máls en menn vildu ţá viđurkenna. En í dag flykktist fólk í bćinn til ađ fá sér súpudisk. Kaupmenn og reataurantörar buđu fríja kjötsúpu. Fyrsti vetrardagur spillti ekki fyrir og veđriđ lék viđ borgarbúa.
En ţađ var ekki allt ókeypis í dag jafnvel ţótt ţađ vćri auglýst. Ég hafđi ćtlađ ađ skođa ljósmyndasýningu Péturs Thomsen frá ţví ég heyrđi ađ hann vćri ađ sýna myndir frá framkvćmdum viđ Kárahnjúkavirkjun í Listasafni Íslands. Sunnudags-mogginn minnti mig á ađ sýningin stćđi enn og ađ frítt vćri inn. Ekki fannst mér ţađ verra og dreif mig af stađ. En ţegar á safniđ kom var ég rukkuđ um 500kr. Upphćđin er ekki há en mér fannst ástćđa til ađ benda á ađ auglýst hefđi veriđ ađ frítt vćri inn.
Í stuttu máli má segja ađ ţar međ hafi ég veriđ negld upp á vegg. Stúlkan í miđasölunni hringdi á skrifstofu safnsins og ég var látin standa fyrir máli mínu. Helst var á dömunni ađ heyra ađ ég ćtti ađ hringja á Morgunblađiđ og kvarta undan rangfćrslu í birtingu. Sjálfri ţótti mér eđlilegt ađ safniđ ćtti ţetta viđ blađiđ. Ţetta var ekki góđ byrjun á listrćnni upplifun. Ég einhenti mér ţó í ađ skođa sýningu Péturs og féll flöt. Ég ţekki til verka hans frá fyrri tíđ og vissi ađ í honum byggi snillingur. Nú hefur hann stigiđ fram og ţađ međ trukki. Ţađ er engin leiđ ađ nefna eina mynd umfram ađra sem stendur upp úr. Hrátt landslagiđ er Pétri óendanleg uppspretta myndrćnna tilţrifa. Regnblautt moldarflag undir svörtum malarvegg birtist eins og fljótandi gull. Ţverhníptur hamraveggur í gangnabotni var svo raunverulegur ađ ég varđ ađ ganga alveg ađ myndinni til ađ fullvissa mig um ađ ţetta vćri ljósmynd. Pétur fangar auđnina, hrikaleika náttúrunnar og manninn í smćđ sinni í myndum sínum. Ţetta er ógleymanleg sýning eđa eins og ungur mađur, sem ég rakst á ţarna, sagđi: ÓóóTRÚLEGA FLOTT. Ungt fólk kann ađ koma orđum ađ ţví.
Frammi í andyrinu rakst ég aftur á hinn dygga innheimtumann hins opinbera, missti löngun til ađ dvelja lengur í sjoppunni og gekk niđur í bć, ţar sem ég gat lesiđ Vb frítt yfir kaffibolla. Fyrsti vetrardagur 2010 og ađţrengt einkaframtakiđ tók ađ sér gestgjafahlutverk dagsins.
Viđbót 26_10_2010: Ţegar upphafleg fćrsla fór inn var ekki bođiđ ađ setja inn myndir. Ţví hefur greinilega veriđ kippt í lag núna og vona ég ađ Pétur fyrirgefi mér uppátćkiđ.
Pétur Thomsen á Kárahnjúkum
Bloggar | Breytt 27.10.2010 kl. 10:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2010 | 22:16
Er nýtt Al Dura mál í fćđingu?
Er ţetta myndband satt eđa logiđ?
Ýmislegt bendir til ađ vinnubrögđin sem viđhöfđ voru í svokölluđu Al Dura máli séu hér endurtekin. Ljósmyndarar og kvikmyndatökuliđ á stađnum (alveg tilfallandi) og ţá hafa ađferđirnar viđ ađ hnođa "fórnarlambinu" inn í bíl veriđ endurteknar of oft áđur til ađ hćgt sé ađ taka ţetta trúanlegt. Ţađ ţarf ekki ađ fara á endurlífgunarnámskeiđ til ađ átta sig á ađ ţannig er slasađ fólk ekki međhöndlađ. Reyndar minnir atburđarásin á forna íţrótt sem stunduđ var fyrir botni Miđjarđarhafs fyrir u.ţ.b. 3500 árum og er ţekkt af hallarfreskum frá Krít sem bolahlaup.
En RÚV mun eflaust geta gert sér mat úr ţessu komist myndbandiđ í hendur ţeirra. Ţá fáum viđ ađ sjá ţađ í hverjum fréttatíma í minnst 3 daga og síđan sem uppbótarefni hvenćr sem tćkifćri gefst. Skreyta má frásögnina međ umrćđum af Ísraelsţingi um tillögu um ađ fjarlćgja börn af heimilum sínum ef ţau eru tekin fyrir ađ kasta grjóti í almenna borgara. Friđrik Páll er fjarri góđu gamni núna, en eflaust neitar Sveinn Rúnar ekki vinum sínum um grafískar lýsingar á óhćfuverkum Ísraelsmanna. Hann hefur upplýsingar frá fyrstu hendi frá vini sínum Ismail Haniya og sá lýgur ekki. Eđa er ţađ?
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2010 | 23:44
Hetjudáđir ráđherra, vćnisýki borgarstjóra og opinberun ársins.
Fjölmiđlar fóru víđa í dag og komu stundum á óvart. Ég kemst auđvitađ ekki hjá ađ nefna fyrst grein sem ég fékk birta í Morgunblađinu um skipulagsmál. Málefni sem ég tel ađ eigi ađ vera uppi á borđum en ekki í laumuáćtlun borgaryfirvalda međ bakröddum Húsafriđunarnefndar. Ţađ er óásćttanlegt ađ fámenn klíka laumi fortíđardraumum sínum upp á borgarbúa, sem síđan eiga ađ borga brúsann. Venjulegt fólk er löngu hćtt ađ reka erindi sín í miđbć Reykjavíkur, ţví hann hefur veriđ frátekinn fyrir túrista og lattelepjur. Hvenćr nćturlífinu verđur úrhýst * er bara spursmál um tíma.
En MBL kom víđar viđ. Ţar mátti t.d. líka sjá snotra litla frétt um hetjulega yfirlýsingu utanríkisráđherrans okkar á vef ráđuneytisins. Fréttin er í stćrstum dráttum sú sama og kappinn Össur andađi yfir íslenska ţjóđ í sjónvarpsfréttum í gćrkvöldi. Össur hvetur kínversk stjórnvöld til ađ sleppa Liu Xiaobo, handhafa friđarverđlauna Nóbels úr haldi. Einhvern veginn stóđ ég í ţeirri trú ađ hafi menn ţörf fyrir ađ koma vilja sínum á framfćri ţá gerđu ţeir ţađ best viđ ţann sem máliđ varđar. Hvađa erindi ţessi yfirlýsing átti viđ sjónvarpsáheyrendur, en ekki kínversku delegasjóninni á Melunum, er ofar mínum skilningi. Nú stendur líklega upp á íslenska ţjóđ ađ bera bođ keisarans áfram.
Pressan flutti enn eina fréttina af Fés-síđu borgarstjórans. Hann er úrvinda af vćnisýki og telur "valdamikla menn hugsa sér ţegjandi ţörfina". Fés-gćlur allar nćtur eru greinilega ekki ađ gera honum neitt gott og ţađ vćri góđverk ef einhver laumađi ţví ađ borgarstjóra ađ andlegt heilbrigđi á mikiđ undir nćgum nćtursvefni komiđ. Jón Gnarr kom fullfrískur til starfans og hefur ađeins setiđ í 4 mánuđi, jafnvel Ólafur F. hafđi meira úthald.
Stöđ2 var međ ágćta úttekt á greiđsluvanda heimilanna og hugsanlegum lausnum ţar á. Ríkisstjórnin er nú ađ íhuga ađ velta ţeim vanda yfir á skattgreiđendur og lífeyrisţega. Líklega endar bagginn ţá bara á baki lífeyrisţeganna ţegar skattgreiđendurnir verđa allir farnir til Noregs.
En smellur ársins er í mínum huga grein Jóns Trausta á dv.is. Ţađ var ákveđin hvíld í ţví ađ fá friđ fyrir síendurteknum níđgreinum hans um Davíđ, Bjarna og Sjálfstćđisflokkinn. Í dag tók hann upp hanskann fyrir karlpening ţessarar ţjóđar, ţegar hann benti á augljósa afturför jafnréttisbaráttunnar. Nú hafi konur gengiđ inn í ţađ hlutverk karla sem ţćr hafa gagnrýnt hvađ mest, ţ.e. ađ afnema rétt ţeirra til orđs og ćđis. Ljótustu skammaryrđin sem nú heyrast eru: "eintóna kór karla" (eignađ Svandísi Svavars) og oftast er litarháttur ţeirra látinn fylgja međ. PaulOskar bćtir um betur og lúskrar á óvinum sínum međ bareflinu "hvítir karlar í jakkafötum" og er ţá álíka vígalegur og ţćr vinkonur Ţorgerđur Katrín, Ingibjörg Sólrún og Svandís, ţegar ţćr eru upp á sitt besta. Og Jón Trausti opinberar leynda trúhneigđ ţegar hann minnir á bođskap Jesú (til vonar og vara Kants ef lesendur deila ekki međ honum trúarhita) um ađ gera ekki öđrum ţađ sem ţeir vilja ekki ađ ađrir geri ţeim. Góđ ádrepa og ţörf og ég sé JT í alveg nýju ljósi.
Ţađ verđur ađ segjast ađ ţessi pistill JT kom mér rćkilega á óvart, "Made my day" eins og sumir mundu segja.
*Viđbót 13. okt: Var varla búin ađ sleppa orđinu ţegar borgarstjóri tekur fyrsta skrefiđ í sterilíseringu miđborgarinnar.
Bloggar | Breytt 13.10.2010 kl. 21:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2010 | 14:11
Niđurskurđur, uppgjöf eđa undanbrögđ?
Hver var tilgangur fjármálaráđherra međ ţessum fjárlögum sem hann kynnti síđastliđinn ţriđjudag? Fjárlög sem jafnvel hans eigin samflokksmenn sjá ađ ekki standast neinn raunveruleika. Er Steingrímur búin ađ gefast upp á ríkisfjármálunum? Varla, hann hefur aldrei skemmt sér eins vel. Ađ kafa dýpra og dýpra ofan í vasana hjá fólki hefur ađeins elft hann og stćlt. En ţá hlýtur mađur ađ spyrja: Hver var tilgangurinn?
Sá hann engan annan möguleika en leggja landsbyggđina í auđn? Voru engar góđćrisstofnanir sem mátti skođa međ skerđingu í huga? Fjöldinn allur af slíkum stofnunum var komiđ hér á fót á međan svokölluđ "frjálshyggjustjórn" sat hér viđ völd. Stofnanir sem Steingrímur studdi eindregiđ ađ settar yrđu á fót. Af hverju er engin skerđing eđa niđurlagning ţessarar álfabyggđar í frumvarpi Steingríms?
Vegna ţess hve fáránlegar ţessar niđurskurđartillögur eru leitar óneitanlega á mann grunur um ađ Steingrímur hafi einmitt veriđ ađ kalla eftir ţessum viđbrögđum? Gamall refur sem hann er. Setja allt á annan endann, segja svo ađ niđurskurđur valdi slíkum sársauka og ólgu ađ ekki verđi áfram haldiđ. Stjórnarandstađan krefjist líka ađ látiđ verđi af ţessari sláturtíđ. Er ţá nokkuđ annađ ađ gera en leggja hnífnum, viđhalda bákninu og fara enn dýpra í vasana á skattgreiđendum? Grísinn bara grillađur áfram.
Steingrímur og co ćtla ekki ađ skerđa neina ţjónustu úti á landi, ţau ćtla heldur ekki fleygja út neinum silkihúfum (nema ţćr sitji á sálfstćđishausum). Steingrímur ćtlar ađ mćta í Kastljósiđ til Ţóru og útskýra fyrir ţjóđinni ađ ţađ hafi bara veriđ svo illa tekiđ í tillögur hans ađ hann geti ekki fariđ gegn vilja ţjóđarinnar. Engin niđurskurđur verđi í ár né međan hann fćr ráđiđ.
Allir klappa Steingrími lof í lófa og Húsvíkingar munu leggja til ađ hann verđi tekinn í dýrlingatölu (stage left og tjaldiđ fellur).
Mynd: www.stormsker.blog.is
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2010 | 21:46
Var ţađ ţetta sem Steingrímur sá fyrir ţegar hann atti lýđnum ađ Alţingi Íslendinga?
Já, ţađ gengur mikiđ á á Austurvelli í kvöld. Spurning hvort Jóhanna hafi heyrt á sjálfri sér ţegar hún flutti "stefnurćđu" sína. Ţađ er vonandi, ţví ólíklegt er ađ nokkur annar hafi heyrt ţađ sem hún sagđi. Ţúsundir ef ekki tugţúsundir manna, kvenna og barna hafa safnast saman fyrir framan ţinghúsiđ. Ţessir skarar fylla allar ađkomuleiđir og ţegar ég yfirgaf svćđiđ um 8:30, var fólk enn ađ streyma ađ.
Flugeldar lýsa upp nćturhimininn, trumbur eru barđar, lúđrar ţeytti og pottar slegnir. Egg leka niđur veggi Alţingis. Jóhanna malar áfram og Steingrímur lofar uppbyggingu atvinnulífsins. Hver trúir Jóhönnu og Steingrími lengur? Hvorugt skilur bođskap kvöldsins eđa eins og fjármálaráđherra (ţá óbreyttur) sagđi fyrir einu og hálfu ári "ţau eru ekki í jarđsambandi". Ţađ er seint í rassinn gripiđ nú ađ tala nú um samvinnu viđ ađra, stjórnarandstöđu jafnt sem hagsmunasamtök heimilanna, ţví í dag birti AGS niđurstöđur endurskođunar sinnar og ţar kom afdráttalaust fram ađ almennar ađgerđir leyfast ekki. Og hvernig ćtla ţá Jóhanna og Steingrímur ađ koma til móts viđ heimilin sem nú eru ađ kikna undan álögunum.
Kona sem ég rćddi viđ var ţarna til ađ mótmćla vegna barnanna sem eiga enga framtíđ fyrir sér í ţessu landi. Hún sýndi mér lyklana sem hún var tilbúin ađ kasta í ţinghúsiđ. Ţegar ég kom heim sá ég hana í sjónvarpinu berja tunnu af miklum eldmóđi. Hún var ekki líkleg til ađ leggja árar í bát; láta ţessa duglausu ríkisstjórn leggja líf sitt og barna sinna í rúst.
Ţeir sem kynntu undir búsáhaldabyltingunni eru nú á móttökuendanum. Ekki skrítiđ ţótt Steingrímur og Jóhanna lofi nú bót og betrun. Ţađ voru ţau sem hleyptu óöldinni af stađ, kynntu undir ofbeldinu og uppskera eftir ţví. Ţau hljóta nú ađ vera ánćgđ međ árangur erfiđi síns.
Líf ţessarar ríkisstjórnar er í höndum ţess fólks sem stendur vaktina hér í kvöld.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2010 | 21:51
Í Undralandi
Viđtal DV viđ lćknanema opinberar ţá firringu sem grafiđ hefur um sig í ţjóđfélaginu. Vel alinn forréttindagaur sem aldrei hefur skort neitt samsamar sig viđ lágstétt. Hann er einn af níumenningunum sem gerđu árás á Alţingi og telur sér nú trú um ađ samfélagiđ láti hann og félaga gjalda fyrir gerđir sínar međan menn eins og Geir Haarde séu látnir sleppa. Ofbeldi og ásetningur níumenninganna skilur ţarna á milli, en Egill Helga telur viđeigandi ađ ala á ţessari villu og vitnar til Evu Joli.
Fyrir hvern er réttarríkiđ? spyr DV.
Valdastéttina, til ađ viđhalda valdastöđu. Kúgun er viđhaldiđ međ ţví ađ hegna lćgri stéttum. Einkum ţegar ţćr neita ađ hlýđa settum fyrirmćlum. svarar hinn knái Andri Leó Lemarquis, sem ţráir ađ endurlifa ćvintýraheim föđur síns sem tók ţátt í stúdentaóeirđunum í París.
Hver skyldi vera skilgreining Andra á "kúgun" og hver hefur beitt hann kúgun? Var ţađ samfélagiđ sem gerđi honum kleift ađ stunda háskólanám? eđa var ţađ löggćsluliđiđ sem hindrađi hann í ađ beita ţingheim kúgun?
DV hafđi ekki áhuga ađ spyrja Andra ţessarar spurningar.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Fćrsluflokkar
Eldri fćrslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bćkur
Valiđ er mitt
Á, viđ og undir náttborđinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góđ greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Ţjóđmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi međ djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögđ međ of mörgum orđum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í ađferđafrćđi. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöđinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffiđ blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróđleg og fyndin
-
: Fjölmiđlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góđ upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Ţađ sem viđ vitum ekki um skáldiđ frá Stratford. Í senn fyndin og fróđleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orđrćđu viđskipta-og fjármálageirans, ţar sem stríđsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góđ í ferđalagiđ
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja ţarf um erindisleysu okkar í Öryggisráđ SŢ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er ađ eyđa tíma í ađ lesa.