Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

365 millur í mínus

Slip-copy

Páll Magnússon hlýtur að fá klúðursverðlaun forseta Íslands í ár, þ.e. ef forsetinn er ekki búinn að taka þau frá fyrir sjálfan sig. Það má varla á milli sjá hvor hefur betur í keppninni að skripla á bananahýðinu. En þetta eru fagmenn sem kunna til verka og munu berjast um titillinn þar til yfir lýkur.

Það er engin nýlunda að ríkisstofnanir keyri yfir á heftinu. Við tökum varla eftir því þótt tap nemi einhverjum hundruðum milljóna (milljarða). En það hlýtur að teljast kaldhæðni örlaganna þegar rekstrartap RÚV nemur sömu upphæð og nafnið á auglýsingaspjaldi keppinautarins. Með því að tengja tapið keppinautnum undirstrikar það hið gríðarlega tekjuforskot sem RÚV býr við. Forskot sem þó dugir ekki til að halda þeim innan tekjurammans. 

Við þessar aðstæður er með öllu óskiljalegt að RÚV leyfi sér þennan frammúrakstur. En fyrst svo var því í ósköpunum töpuðu þeir ekki 366 millum eða sléttuðu þetta bara upp í 400 millur. 365 milljóna tap gerir RÚV bara hallærislega hlægilegt.

En kannski eitthvað freudískt þarna á ferðinni?


« Fyrri síða

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband