Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
14.9.2008 | 17:29
Hillary-stelpurnar standa með Söru Palini
Fjölmiðlar hafa verið ásakaðir um að draga taum Obama í kosnungabaráttunni í Bandaríkjunum, bera órökstuddan óhróður út um Söru Palin og sækja að henni af meiri óvægni en menn eiga að venjast. Fjölmiðlar hafa þurft að færa starfsmenn til í starfi til að halda í trúverðugleikann og áhorfendur og þeir hafa ítrekað verið gerðir afturreka með slúður sem þeir taka af bloggsíðum en halda engu að síður ótrauðir áfram. Fjölmiðlar sem sköpuðu Gulldrengurinn geta ekki horfst í augu við að hann sé einfaldlega ekki að draga vagninn og eflast því sem aldrei fyrr í árásunum á Palin.
Fyrir helgi voru birt viðtöl við Palin á ABC stöðinni. Viðtöl sem, samkvæmt eftirriti, sýna að var gróflega klippt til að reyna að láta hana koma illa út. Einn þeirra sem horfðu á viðtölin hefur nú gert úttekt á viðtölunum og borið þau saman við viðtal sem sami sjónvarpsmaður á sömu sjónvarpsstöð tók við Obama eftir að Hillary játaði sig sigraða.
Og svo fólk fari nú ekki að væna einhverjar repúblikana væluskjóður um kveinka sér, er ágætt að fram komi að umræddur áhorfandi er dyggur demókraki og stuðningsmaður Hillary Clinton, sbr linkinn hér að neðan. Þetta er ekki eini stuðningsmaður Hillary sem sent hefur frá sér stuðningsyfirlýsingu vegna Palin.
http://www.hillaryclintonforum.net/discussion/showthread.php?t=29535
Nancy Kallitechnis, sem bloggar á Hillary síðunni, kemst að þeirri niðurstöðu að verulegur halli sé á afstöðu spyrilsins eftir því við hvern hann talar.
Dæmi 1: Viðtal við Obama. Hvernig tilfinning er það að rjúfa glerþakið? Hvernig tilfinning er að vinna? Hvað finnst fjölskyldunni um að þú rjúfir glerþakið? Hver verður varaforseti þinn? Ættir þú að velja HC sem varaforseta? Um hvaða málefni snýst kosningabarátta þín? Ætlar þú að heimsækja Irak? Ætlar þú að taka umræðu við McCain á bæjarsamkomum? Hvað fannst þér um ræðu mótframbjóðanda þíns (HC)?
Dæmi 2: Viðtal við Palin. Hefur þú getu til að takast á við starfið sem þú sækist eftir? Nánar, hefur þú ferðast til útlanda og hitt erlenda þjóðhöfðingja? Er þú ekki að ofmetnast að sækjast eftir svona hárri stöðu? Og varðandi utanríkismálastefnuna vildi Chalrie Gibson vita afstöðu hennar til: 1. landamæradeilu Georgíumanna- 2. inngöngu Georgíu og Ukraínu í NATO- 3. NATO samkomulagið? - 4. kjarnorkuógnar frá Írönum- 5. hugsanlega innrás Ísrael í Íran- 6. hugmyndafræði Al Qaeda- 7. Bush kenninguna- 8. árásir á hryðjuverkamenn í Pakistan- 9. hvort Bandaríkin séu í heilögu stríði?
Það er merkilegt að spyrillinn hefur aðeins áhuga á tilfinningum forsetaefnisins, sem er jú sá sem á að taka ákvarðanirnar, en vænir svo varaforsetaefnið um oflæti og að vera slíkur "ignoramus" að láta sig dreyma um að verða varaforseti. Engar spurningar þar um "að rjúfa glerþök" sem yrði þó ekki minni viðburður ef þau McCain eru kosinn.
Lýðræðið byggist að stórum hluta á því að fólk fái heiðarlegar og sannar upplýsingar frá fjölmiðlum. Í því felst hið margumrædda fjórða vald. Þegar fjölmiðlar taka að sér að stýra umfjöllun á þann veg sem þeirra eigin vilji býður eru þeir ekki lengur að þjónusta lesendur. Þeir eru að murka lífið úr lýðræðinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.9.2008 | 13:34
Barnamaskínan Palin
Þessi ummæli Carol Fowler sýna hörkuna sem hlaupin er í kosningabaráttuna síðan Palin var útnefnd.
Feministar telja það með verstu glæpum að kona láti ekki eyða minnst einu fóstri yfir ævina. Síðan 1973 þegar Roe vs Wade dómurinn var kveðinn upp hefur > 40milljónum fóstra verið eytt í Bandaríkjunum, þ.e.a.s. skv skrám. Hve margar þær eru í raun veit enginn.
Hér á landi er líka harðsnúin klika sem ræður umræðunni um fóstureyðingar og vei þeim sem leyfa sér að andmæla.
Baðst afsökurnar á athugasemd um fóstureyðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.9.2008 | 07:51
Sú gamla kemur i heimsókn, eða hvað?
Þeir sem horfðu á tíufréttir á RÚV í gær átta sig á því að Obama botnar ekki í djúpulauginni.
Hann kunni vel við sig í sviðsljósinu þegar allt gekk að óskum og tók sig vel út við sigursúluna í Berlín, en nú er komið bakslag og hann er ráðþrota. Nú hefur slímmaskína demókrataflokksins undir stjórn Howards Dean tekið stjórnina í sínar hendur og Obama fótar sig ekki lengur.
Sigur Obama yfir Hillary var grimmur og þar var ýmsum brögðum beitt, en í þeim leðjuslag stóð hann á hliðarlínunni. Nú þarf hann að taka virkan þátt og þá kemur í ljós að hann lætur ýta sér út í hluti sem hann ræður ekki við. Það er honum ekki til tekna og gefur ekki góða mynd af karakter hans. Ef hann hefði karakter og styrk hefði aldrei komið til þessa skítkasts af hálfu framboðs hans.
Örvænting demókrata er orðin áþreifanleg. Í gær lýsti Biden því yfir á kosningafundi að "líklega hefði Hillary verið betri kostur en hann sjálfur". Þessi yfirlýsing sýnir uppgjöf og hljómar eins og undanfari þess að Biden verði skipt út fyrir Hillary? Aftursætisbílstjórann sem Obama vildi fyrir alla muni forðast.
Það var fyrirséð eftir að Palin kom inn í myndina að nú myndi reyna á einstaklingana og því tímabært að þetta kæmi í ljós. Bandaríska þjóðin vill forseta sem getur tekið á þeim málum sem inn á hans borð koma, hún vill ekki hræddan lítinn strák sem fyllist ótta þegar stelpa úr útnáranum kemur í bæinn og skekur hnefann framan í hann.
Valið á Biden var stærsta ákvörðun Obama til þessa. Og hann klúðraði henni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2008 | 14:55
Af hverju frekar CNN en WSJ
Af hverju velur MBL.is frekar að birta fréttir frá CNN en Wall Street Journal? Þetta er spurning sem vaknar þegar ítrekað hefur verið sýnt fram á að CNN dregur blygðunarlaust taum Obama gegn McCain. Og hefur áður orðið uppvíst að því að breiða út falskar fréttir um Söru Palin, t.d. varðandi bann á bókum og að hún hafi reynt að troða trúarskoðunum sínum upp á bæjarbúa í Wasilla. Í WSJ er í dag tekið á sumum af þessum sögusögnum. Hér kemur smá kafli úr þeirri úttekt.
Here's an AP reportpublished in the New York Times last Sept. 22: þ.e. árið 2007
Gov. Sarah Palin ordered state transportation officials to abandon the ''bridge to nowhere'' project that became a nationwide symbol of federal pork-barrel spending. The $398 million bridge would have connected Ketchikan, on one island in southeastern Alaska, to its airport on another nearby island. ''Ketchikan desires a better way to reach the airport,'' Ms. Palin, a Republican, said in a news release, ''but the $398 million bridge is not the answer.'' She directed the State Transportation Department to find the most ''fiscally responsible'' alternative for access to the airport.
Yfirlýsingar Palin gagnrýndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2008 | 14:41
Áhorfshyllin, skipti hún máli? Já, í Bandaríkjunum.
Mogginn hefði mátt leggja meiri vinnu í þessa frétt. Eyjan var með umfjöllunina um afstöðu Opruh fyrir helgi og þessi frétt er ekki að bæta neinu við. Það hefði mátt fjalla um þær þúsindir athugasemda sem Oprah hefur fengið frá konum sem fram til þessa hafa verið dyggir áhorfendur að þáttum hennar og dáðst að dugnaði hennar. Konur hafa ekki andmælt stuðningi Opruh við Obama, en núna finnst þeim þær sviknar; sérstaða Söru Palin er slík.
Þessi ákvörðun Opruh getur orðið henni dýrkeypt. Hún hefur slík völd að geta ráðið hverjir koma fram í þáttum hennar, en þættir hennar ganga bara meðan þeir hafa áhorf. Ef hún telur að stuðningur hennar við Obama sé dýrmætari en áhorfendurnir þá feilreiknar hún sig.
Þessu tengt og í tilefni þess að Mogginn er búin að uppgötva Drudge, þá má benda á að þar kemur fram að helsti pólitíski fréttaskýrandi kapalstöðvarinnar MSNBC, Keith Olbermann hefur nú verið sendur í leit að dreggjum fellibylsins Gustavs og aðstoðarmaðurinn, Chris Mathews þessi sem fékk gæsahúð á lappirnar af hrifningu þegar hann hlustaði á ræðusnilld Obama, er núna að sópa gólfin í höfuðstöðvunum. Hvers vegna lentu þeir í ónáð, þeir fóru offari í að hygla Obama á kostnað McCain í fréttaskýringunum.
Pólitíski hallinn í fréttaflutningi þeirra varð öllumljós meðan á Evrópureisu Obama stóð. Síðan þá hefur gagnrýnin orðið svo hávær að stjórnendur stöðvarinnar sáu sér ekki fært annað en að kippa þeim úr umferð. Oprah er kannski drottning í dag en hún ætti að íhuga að tilvist hennar er undir áhorfi komin.
Oprah vill ekki Söruh Palin í þátt sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.9.2008 | 21:57
Trúverðugleikinn er McCain meginn.
Þegar McCain segist vilja hæfustu einstaklingana til starfa með sér í ríkisstjórn hvar í flokki sem þeir standa má leggja trúnað á orð hans. Það er einmitt vegna þess að McCain er ekki niðurnjörvaður í flokkadrætti að hann hefur ítrekað tekið höndum saman við demókrata til að koma á umbótum.
Þess vegna hefur hann fengið á sig orðspor sem "maveric" eða villingurinn og þess vegna er það sem hann hefur átt erfitt með að ná flokknum á bak við sig þar til nú að hann valdi Söru Palin sér til fylgdar.
En vegna þessa á hann traust inn í raðir demókrata og þess vegna talaði Joe Liebermann máli hans á flokksþingi repúblikana. Fleiri demókratar hefðu getað gert það ef staðan hefði verið önnur.
Enginn demókrati gat lýst slíku trausti á Barak Obama á hans eigin flokksþingi.
McCain segir demókrata velkomna í sína ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.9.2008 | 21:27
Þegar boltinn fer að rúlla ............
Hver hefði trúað því að óreyndu að sá "gamli" ætti eftir að slá fjölmiðlastjörnuna Obama út í áhorfi? Sara Palin fór langleiðina með að það, en sá gamli tók skrefið til fulls. Ringulreið ríkir nú á fjölmiðlunum sem nánast undantekningarlaust hafa borið gunnfána Obama. Þeir eiga því ekki að venjast að áhorfendur taki völdin í sínar hendur og gefi þeim langt nef.
Frá því að John McCain kynnti Söru Palin til leiks hefur örvinglan ríkir í herbúðum Obama. Svo djúpt ristir hún að sjónvarpsstjarnan Oprah, sem stutt hefur framboð Obama einna lengst, neitar að taka viðtal við Söru Palin í þætti sínum, ákvörðun sem gæti dregið dilk á eftir sér og gert Obama meira ógagn en gagn.
Metáhorf á ræðu McCain | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2008 | 23:51
Nornaveiðar hinar nýju
Það tók ekki nema 20 mínútur frá því að John McCain kynnti Söru Palin sem varaforsetaefni sitt, þar til fyrstu aðdróttanir um vafasaman bakgrunn hennar og fjölskyldunnar tóku að hríslast inn á netið. Stuðningsmenn Obama sáu að þarna var hætta á ferð sem bregðast yrði við hið snarasta. Joe Biden gaf tóninn; sagði að hún væri sætari en hann. Síðan þá hafa gleraugu hennar, hárgreiðsla og háhæluðu skórnir verið dæmd og léttvæg fundin. Hinir "umburðalyndu" stuðningsmenn Obama velta sér upp úr karlrembunni eins og svín í stíu og fara létt með það.
Tuttugu og tveggja ára gömul ölvunaraksturs kæra á eiginmanninn var tínd til, börnin ofsótt og öllu illu trúað upp á þau og foreldrana og síðan trylltist demókratahjörðin þegar upp komst að 17 ára dóttir Palin átti von á barni. Halló, "ábyrgðarlausir foreldrar, óhæf móðir, hypjaðu þig aftur bak við eldavélina" hrópuðu Obamaistarnir
Fréttamiðlar, sem flestir styðja Obama tóku undir sönginn. Hver hefði trúað því að stórblað, sem þekkt er á heimsvísu eins og NYT sæi slíka stórfrétt í þungun unglingsstúlku að það þyrfti að birta 3 fréttir á forsíðu um skandalinn. Af fréttamatinu að dæma má ætla að þungunin hafi verið ígildi Íraksinnrásarinnar.
Og nú tekur Spegillinn á RÚV upp þráðinn. Í kvöld flutti Friðrik Páll Jónsson áróðurspistil sinn. Friðrik kann til verk; ekkert áberandi, áróðrinum bara laumað inn í undirmeðvitund áheyrandans. Pistill kvöldsins var um ræðu Söru Palin, ósköp hefðbundinn pistill þar til í lokin þegar Friðrik Páll upplýsti áheyrendur um að "Sara Palin hefði slegið í gegn og flutt sköruglega ræðu sem einn af ræðuskrifurum George Bush tók þátt í að semja".
Í einni setningu tóks honum að tengja Söru Palin órjúfanlega í hugum áheyrenda við George W. Gert hana að virkum þátttakanda í málefnum Washingtonstjórnarinnar, sem í hugum sumra ígildir glæpsamlegu siðleysi. En hann tók líka upp fána karlrembunnar og benti sérstaklega á að ræða hennar hafi verið samin af einhverjum öðrum en henni. Hún gæti sem sagt ekki hugsað sig út úr skókassa og þyrfti aðstoð þegar kæmi að vitsmunaverkum.
Ekki minnist ég þess að hafa heyrt á það minnst í fréttaflutningi hér heima að aðrir þátttakendur í þessum forkosningaslag, sem dunið hafa á okkur nú í tæpt ár hafi þurft á slíkri aðstoð að halda. Ræður og ræðuflutningur Obama hefur verið rómaður í öllum fjölmiðlum. Menn eiga ekki til orð yfir snildinni, það er að segja þeir sem ekki pissa á sig af hlátri yfir sjálfshólinu og upphafningunni.
En situr þá Obama við skriftir um nætur? Ekki aldeilis, hann eins og allir hinir stjórnmálamennirnir í þessum langa kosningaslag hefur hóp manna sem sjá um þessi verk. Aðalskrifar Obama heitir Jon Favreau, er 26 ára og hefur stúderað ræður Martins Lúters King, Johns F kennedy og bróður hans Róberts. Þess vegna þekkja margir orðaval þessara manna í ræðum Obama. Favreau hefur líka stúderað hljómfall raddar Obama og orðaval hans til að stilla tekstann inn á rétt svið. Þetta er snilld útaf fyrir sig, en þetta er snilld Jons Favreau en ekki Obamas. Obama er bara eins og leikari á sviði sem fer vel með sína rullu. Enda hefur hann ekki staðið sig sérdeilis vel þegar hann hefur ekki haft skrifaða ræðu á "kjúspjaldinu".
Það er óþarfi fyrir íslenska fjölmiðla að taka þátt í þessu karlrembuskítkasti sem demókratar í Bandaríkjunum hafa hellt sér út í. Tilefnið er ekkert og tilraun Friðriks Páls gerir ekki annað en draga athygli að ótta manna við Söru Palin. Eða hvenær fóru vinstri menn á Íslandi að hafa áhyggjur af kynlífi 17 ára unglinga? Já, og hvenær varð starfsframi kvenna að þessu líka ólýsanlega "tabúi"?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2008 | 15:54
Hvað getur ISG lagt af mörkum
Mbl.is hefur eftir Ingibjörgu Sólrúnu "að það væri ekki skollið á efnahagslegt óveður enn á Íslandi þótt ýmsir váboðar sæjust". Skarplega athugað, en gæti ISG ekki lagt eitthvað af mörkum til að ýta þessum váboðum frá okkur? Eru ekki einhver gæluverkefni í hennar ráðuneyti sem mætti skera? Hvað með atkvæðaveiðarnar til Öryggisráðsins? Að leggja það til hliðar myndi spara okkur milljónir, jafnvel hundruð milljóna. 380 milljónir hafa nú þegar verið settar í verkefnið og Ólafur Ragnar á fullri ferð milli arabaríkja að snapa fylgi svo nú aðrir útsendarar séu ekki nefndir.
Kostnaðurinn nú er þó ekki nema brot af því sem ævintýrið mun kosta ef Ísland kemst inn. Flottræfilsháttur Íslendinga mun sjá fyrir því.
Ekki meiri bankabónus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.9.2008 | 11:29
Að kunna sig í konungsranni
Það hefði ekki síður verið ástæða fyrir forsetann að ræða um aukna aðstoð Jórdana við Palestínumenn. Jórdanir hafa haldið þessu fólki í flóttamannabúðum í 60 ár og meinað því að samlagast samfélagi sínu. Og það þótt stór hluti þessara "flóttamanna" sé upprunnin frá Jórdaníu. Kannski hefur kóngur gleymt því.
Nú, og svo hefði líka verið í lagi að taka upp samræðu við Abdullah um refsingar við heiðursmorðum. Það er ekki svo langt síðan að þingið í Jórdaníu hafnaði því að innleiða refsingar við heiðursmorðum. Daginn sem atkvæðagreiðslan fór fram voru tvær systur afhöfðaðar af bræðrum sínum fyrir þá sök að hafa gengið að eiga menn sem fjölskyldunni voru ekki þóknanlegir.
En jarðhiti er víst huggulegra umræðuefni í svona konunglegumkreðs en morð.
Ólafur Ragnar heimsótti Abdullah konung | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.