Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
29.2.2008 | 19:32
Hvað segir Gallup - könnunin
Athyglisverð frétt. Enginn samanburður við fyrra álit landsmanna og ekki hægt að draga miklar ályktanir af þar af leiðandi. Vitum við hvert álit landsmanna hefur verið á Reykjavíkurborg til þessa?
Óþarfi að líta svo á að niðurstaðan hafi eitthvað með núverandi meirihluta að gera. Gæti þess vegna endurspeglað afstöðu landsmanna til sjálfhverfu borgarbúa, sem kæra sig kollótta um aðgang sveitavargsins að stjórnsýslunni. Flugvöllurinn og staðsetning hans skiptir fólk máli. Þessi könnun skilar álíka miklu og Evrópuaðildarkönnunin, sem greinir sjávarföll buddunnar betur en skilning á aðild að hinu spillta batteríi ESB.
Meirihlutaskipti hafa nú orðið víðar en í Reykjavík.
Aðeins 9% treysta borgarstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.2.2008 | 13:37
Endurnýjun á Kúbu?-
Hugmyndagleðin við völd hjá þeim þarna á Kúbu. Tók 5 klukkustundir að kjósa eina mannin í framboði og það þó hann væri sjálfkjörinn erfðaprins (76 ára. Og svo hæðast menn að Karli bretaprins). Fyrsta atkvæðið greiddi stóri bróðir og það þurfti að sækna heim til hans.
Yfirlýsingar í þakkarræðu eftir kosninguna benda ekki til að stórfeldar breytingar séu í aðsigi á Kúbu. Vinurinn í Venesúela býður aðstoð og allir vita hvernig hann er. Eina vonin til að eitthvað breytist, er að Raúl litli halli sér frekar að Lula da Silva í Brazilíu, sem þegar á allt er litið er að minnsta kosti með annan fótinn í nútímanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 16:06
Nætursorgir Össurar
Fróðlegt hefur verið að fylgjast með deilum sem risið hafa, vegna rætins blogg-pistils Össurar Skarphéðinssonar, um "pólitískt sjálfsmorð" Gísla Marteins. Eins og oftast áður taka slíkar deilur á sig sjálfstætt líf. Umræðuhefðin á Íslandi er nefnilega víðernisháð. Hún nær eins langt og sjóndeildarhringur hvers og eins. Efni umræðunnar fer þá út um víðan völl, svo að endingu eru allir orðnir "sekir" eða enginn. Í sekúlar samfélagi eins og hér ríkir, er siðferðiskenndin nefnilega afstæð - hver og einn setur sér sín mörk og getur síðan flutt þau til að vild. Þetta hefur komið berlega í ljós á síðustu dögum.
Þeir sem tekið hafa til varnar Gísla Marteini og fordæmt skrif Össurar eru nú sagðir upphafsmenn slíkra skrifa. Orð Sigurðar Kára Kristjánssonar um siðleysi Björns Inga, þegar hann skildi borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins eftir á tröppum Höfða í góðri trú á orðheldni hans, eru nú túlkuð sambærileg skrifum Össurar, sem komu eins og þruma úr heiðskíru lofti. Engu er líkara en Össur hafi verið að þumbast heima hjá sér og byggt upp öfundarhatur um nokkurt skeið, vegna málefna REI. Öfundarhatur sem leitaði sér farvegs í óvenjulega illkvittnislegri árás á Gísla Martein. Spuni Össurar kemur úr hans eigin hugarheimi.
Spuni þeirra sem borið hafa blak af skrifum Össurar er af öðrum toga. Þeim dugir ekki að halda því fram að Össur hafi leyfi umfram aðra til að rægja fólk, því hann sé svo lipur penni, búi yfir óvenjulegri málsnilld og myndmáli. Því eigi að fyrirgefa honum allt. Eru menn þá eflaust að hugsa til rætinna skrifa Halldórs Kiljans Laxness, sem komst upp með að ata menn aur, vegna þess að menn litu hann sem einhvers konar Messías íslenskra bókmennta. Ekkert slíkt á við Össur, hann er engin Messías. Hann er að eigin sögn aðeins "starfsmaður á plani". Og um það ber ferill hans líka vitni. Þótt öllum beri saman um að Össur geti verið mikið sjarmatröll, hef ég engan heyrt halda því fram að hann sé mikilmenni.
Spunameistararnir eru þó fyrist og frems að nýta sér "hávaðann" til að rétta hlut pólitískra samherja og koma höggi á andstæðingana. Spuninn er ekkert annað en frávarp eða defleksjón. Hann hefur þann tilgang að færa umræðuna frá efninu og út í mýrarfenin. Þar sekkur umræðan og heyrist ekki af henni aftur fyrr en einhverjum hentar að draga hana fram í þeirri vissu að staðreyndirnar séu gleymdar. Í yfirgnæfandi tilvika heppnast bragðið. Þannig er nú einu sinni hið sértæka minni mannanna.
Í þessari hrinu hafa þó ýmis ummæli manna verið rifjuð upp, sem einhverjum þætti kannski betra að hefðu kyrrt legið. Kannski var þetta gert til að sýna fram á að Össur væri ekki sá versti. Hver sem tilgangurinn var, hefur orðbragð Össurar nú verið borið saman við orðbragð annarra stjórnmálamanna, sem þótt hafa "missa sig" ótæpilega. Þar má benda á fleyg orð Ólafs Ragnars Grímssonar um "skítlegt eðli" og Steingríms J. Sigfússonar um "gungu og druslu." Þegar þessar samlíkingar eru skoðaðar, grípur það augað, að orðbragðið er ekki allt sem þessir menn eiga sameiginlegt - þeir hafa allir verið virkir í sama sjórnmálaafli og á helgidögum segjast þeir allir vilja stuðla að mannlegri reisn og boða virðingu fyrir öðrum. Manni dettur nú helst í hug að spyrja; Hvernig samrýmast þessar glæstu hugmyndir við orðfæri þeirra, þegar þeim býðst tækifæri til að láta á reyna?
Sagt er, að umræðan á árum áður hafi verið á þessum nótum. Ekki bætir það úr skák. Nú eru aðrir tímar og skoruð stig í sóðapólitík hafa tilhneigingu til að snúa upp á sig. Við sáum hvernig orðkyngi Steingrími J. sett ofan og glansinn fór af honum. Og við sáum hvernig Ólafur Ragnar gerðist þjónn auðmagnsins sem hann áður taldi til láglífs þjóðarinnar.
Ég trúi því að Össur viti nú þegar að nætursorgir hans eiga ekkert erindi til íslensku þóðarinnar, þótt hann eigi erfitt með að viðurkenna það..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2008 | 08:29
Ástin spyr ekki að leikslokum
Í tilefni dagsins. Nú er skriðan að fara af stað. Obama hraðlestin komin á fulla ferð og Clinton skilin eftir í rykmekkinum. En það er ekki bara í Bandaríkjunum sem ungpíur skrækja og falla í yfirlið, hér heima eru menn farnir að koma sér fyrir í skotgröfum ástarinnar.
Fréttaritari hinnar "hlutlausu" sjónvarpsstöðvar, RÚV, talar um "hina illræmdu kosningavél Clinton" og McCains er aðeins getið í aukasetningu. Obama hrífur fólk með sér með loforðum um "breytingar" - Engin veit í raun í hverju þær verða fólgnar og engin spyr: afrekaskrá hans er óskrifað blað. Þar standa bæði McCain og Clinton betur að vígi.
En ástin er alltaf söm við sig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.2.2008 | 21:44
Mannleg minning
Flott (minninga)grein um Bobby Fischer í helgarblaði Viðskiptablaðsins eftir Hrafn Jökulsson. Hann leggur út frá dánarorðum Fishers að :"Nothing soothes pain like the touch of a person." Sársaukann sem hann valdi sjálfur að þola. Engin vemmilegheit, nöldur eða nag. Engin sjálfsupphafning. Hrafn er fínn penni og rísandi nú þegar hann virðist vera búinn að lyfta sér upp úr harmi bernsku sinnar.
Hann fjallar þarna í stuttu máli um snillinginn, æsku hans og útlegð og pakkar þéttum massa af upplýsingum um þennan einstaka snilling í þennan örstutta pistil. Það er rétt hjá Hrafni að snilligáfa Fischers varð að eyðingarafli, en hefði þessi snilligáfa nokkurn tíma fengið frið til að þroskast ef hann hefði verið eins og hinir strákarnir í götunni. Slíkan frumkraft er ekki hægt að hemja. Þar gilda önnur lögmál en þau sem beygja sig sjálfkrafa undir almennigsálitið eða það sem í dag kallast pólitísk rétthugsun. Slík gáfa getur ekki tekið tillit til annarra. Ótal dæmi úr mannkynssögunni vitna um það.
Fischer lagði sína eigin götusteina sjálfur. Tók því sem að höndum bar og heyktist ekki á því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2008 | 21:05
Carla kætir
The Botty that drove Mick (Jagger) potty. Og nú liggur Sarkozy kylliflatur fyrir henni. Áhrifamáttur kvenna birtist í ýmsum myndum..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2008 | 11:07
OR á "autopilot"
Ótrúlegt að fylgjast með fréttum og bloggi þessa dagana. Skýrslan um REI-málið komin út og allir vita núna hvernig hún hefði átt að vera. Hún sé ekkert annað en yfirklór, því "hér eru menn bara að rannsaka sjálfa sig". Þegar "stýrihópurinn" (hvað sem það nú merkir) var settur á fót, heyrðist ekkert í upphrópurunum. Stýrihópurinn átti, nefnilega, að fletta ofan af sukki sjálfstæðismanna svo eftir væri tekið. En hvað gerðist? Tókst Svandísi ekki að framfylgja heitstrengingum sínum um að "róa umræðuna". Jú, svo sannarlega. Engan heyrði ég kvarta undan því. En það sem gerðist var að hinn blóðþyrsti skríll af ráðhússpöllunum fékk ekki "aftöku í beinni". Ekki var tekið undir kjörorðin "Blóð skal renna".
Kannski komst stýrihópurinn að því að málið var ekki eins einfalt og látið var að liggja. Vissulega voru mistök gerð í REI-málinu og þar er hlutur Vilhjálms ekki lítill, en á enginn annar sök? Hverjir greiddu atkvæði með óskapnaðinum á sínum tíma? Ekki bara sjálfstæðismenn og Framsókn í stjórn OR. Nei, Samfylkingin greiddi þessu atkvæði og var ólm í að komast í útrás með fjármuni almennings. Og Össur á þönum um heiminn með Ólafi Ragnari að veðsetja íslensk orkufyrirtæki í almennigs eign.
Á þessum tíma kærði Samfylkingin sig kollótta um hvaða upplýsingar lægju fyrir um samruna opinbers fjármagns við glæfraleg fjárfestingarfyrirtæki. Svandís Svavarsdóttir hefði ekki fengið neinn stuðning frá samfylkingarmönnum til að ógilda þá samninga sem fyrir lágu. Þeir voru hins vega til í að þiggja valdastóla þegar það bauðst. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sprakk vegna þess að sexmenningarnir í Sjálfstæðisflokknum sættu sig ekki við upplýsingaskortinn og afbakanirnar. Heilindin voru þeirra megin.
En hvað varðar skýrslu stýrihópsins, þá varð hún kannski til þess að menn fóru að skoða í eigin barm. Sjálfstýringin sem sett hafði verið af stað í OR varð nefnilega ekki til í tengslum við REI. Þar spilaði R-listinn stóra rullu og afdrifaríka. Það sem gerðist síðsumars og haustið 2007 má rekja beint til R-listans. R-listinn keypti valdastóla sína dýru verði. Fyrir 12 ára setu gáfu þeir Alfreð Þorsteinssyni frjálsar hendur við að koma óskapnaðinum á koppinn og halda honum á floti. Einræði Alfreðs í OR má líkja við vinnubrögð víðkunnra samtaka sunnar úr álfunni. Björn Ingi tók við keflinu af Alfreð og tryggði honu áframhaldandi áhrif í fyrirtækinu.
Þar til R-listinn komst til valda voru orkufyrirtæki Reykvíkinga í þjónustu borgarbúa. Stórveldisdraumar Alfreðs leiddu til OR-báknsins og settu embættismenn fyrirtækisins á "autopilot". Síðan þá hafa hagsmunir borgarbúa setið á hakanum. Eru kannski allir búnir að gleyma hitavatnshækkununum í sumarhlýindunum þarna um árið. Það var einmitt þegar breiða þurfti yfir Línu-net hneykslið og draga athygli frá risarækjuævintýrinu sem nú hefur sungið sitt síðasta.
Ekki er að efa að skoðun stýrihópsins á málefnum OR hafi leitt mönnum fyrir sjónir að þetta stjórnlausa skrímsli sem fyrirtækið var orðið, varð ekki til á nokkrum vikum eða mánuðum. Það var afrakstur eins manns mikilmennskudrauma og afskiptaleysis 7 borgarfulltrúa R-listans, sem voru tilbúnir að gefa allt fyrir valdastóla. Þetta hafa bæði Samfylking og Vinstri græn þurft að horfast í augu við, þegar málin voru skoðuð ofan í kjölinn. Því er skýrslan ekki ádeiluplagg heldur áætlun um að taka á vandanum og gera betur.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.