Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Ómerkilegra verður það varla

Áhrif phosgene Það kom að því að UNMOVIC, eða Eftirlits og rannsóknasnefnd Sameinuðu þjóðanna, stæði sig í stykkinu.  Á dögunum uppgötvaði þessi ágæta stofnun, sem hreiðrað hefur um sig á 30. hæð byggingar aðalstöðvar SÞ í NY og þyggur eflaust ótaldar milljónir dollara af almanna fé, að Saddam Hussein hafði í raun búið yfir gereyðingarvopnum. Þessi uppgötvun er eflaust jafnmikið reiðarslag fyrir nefndina og alla þá sem allt frá árinu 2003 hafa staðið á torgum og gert hróp að Georg W. Bush og fylgismönnum hans fyrir að gera sér upp þá aulalegu átyllu að fara inn í Írak til að leita að gereyðingarvopnum.

 Nú standa þeir frammi fyrir enn aulalegri staðreynd að UNMOVIC hefur í meira en 10 ár setið á púðurtunnunni sjálfri. Púðurtunnan fannst nefnilega í Írak 1996 og var flutt heim í aðalstövarna af eftirlitsmönnunum, sett upp í hillu og afhent óminnishegranum.  Engar ráðstafanir voru gerðar til að vara einn eða neinn við hættunni. Engar tilkynningar sendar til Sorpu eða Eiturefnanefndar hvað þá heldur kannaðir förgunarmöguleikar. En jafnvel hjá SÞ þarf einstaka sinnum að þurrka af. Einhverri stofustúlkunni varð víst á að spyrja hvað í kassanum væri. Þá sprakk tunnan.

Í raun var þetta ekki púðurtunna heldur banvænt eiturefni í hylkjum. Púður er tiltölulega meinlaust á meðan hvellhetturnar eru geymdar annarstaðar. En eiturefni af því tagi sem þarna fannst upp í hillu þarf litið annað en hugsunarleysi eða klaufsku til að valda óbætanlegum skaða eða dauða.  Í fyrri heimstyrjöldinni hafði þetta efni verið notað til að bana óvina-hermönnum á kvalarfullan hátt. Í orði telja flestir nú að notkun slíkra efna í hernaði, þ.e. skordýraefni, sé hámark villimennskunnar. Það mun þó lítið fara fyrir slíkum fordómum að þessu sinni. Efnin fundust jú, hjá mannvininum Saddam Hussein, sem hafði víst komið sér upp þessum leikföngum til að murka lífið úr löndum sínum. Og þar sem eftirlitsnefndin vinnur í skjóli “mannvinasamtakanna” SÞ verður aðeins litið á þessa 10 ára gleymsku við að koma efnunum í eyðingu sem smávægilega yfirsjón. Þetta getur hennt alla. Blessaðir drengirnir, þeir hafa víst verið svo uppteknir við að finna ekki neitt í fyrrverandi ríki Saddams upp á síðkastið.

Þetta er ekki níu daga forsíðufrétt og líklega mun Michael Moore ekki steypa sér í skuldir við að gera heimildarmynda um málið. Engu að síður er gott að vita að einhver er með lífsmarki þarna í aðalstöðvunum, jafnvel þó það sé bara skúringakonan.


Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband