Leita í fréttum mbl.is

Misjafnt hafast mennirnir að

Á meðan hér situr stjórn sem berst gegn vilja þorra þjóðarinnar fyrir inngöngu í Evrópusambandið, nú Evrópuríkið, Þá eru  þeir til sem berjast fyrir útgöngu úr þessu kolkrabbbabandalagi.

Daniel Hannan talar fyrir munn margra. 

"It cannot be repeated too often that recovering our independence from Brussels ought to be a means to an end – the end being a freer, more democratic, more decentralised Britain."

Þetta segir Daniel Hannan og hefur orðið ágætan hljómgrunn meðal þjóðar sinnar. En hér heima berst Samfylkingin fyrir því að við köstum frá okkur sjálfstæðinu, einöngrum okkur frá umheiminum og skríðum undir pilsfald valds sem engum lýtur. Rennum saman við þjóðir sem við eigum ekkert sameiginlegt með annað en að ganga á tveimur fótum.

EB hefur kverkatak á aðildarþjóðum. DH bendir á að Ísland, Noregur, Lichtenstein og Sviss sem öll standa utan Evrópuríkisins eigi meiri viðskipti við EB per haus, en Bretar. Þeir þurfa að bæta sér þessa "sérmeðferð" sambandsins upp með því að hafa þeim mun meira upp úr viðskiptum þjóðir utan sambandsins. Er þetta ekki bara munstrið? Fengjum við ekki viðlíka meðhöndlun ef við höldum okkur ekki á mottunni eftir inngöngu? En þrátt fyrir að meginlandsþjóðirnar sendi Bretum langt nef í viðskiptum, þá þykir þeim sjálfsagt að láta Breta standa undir hlutfallslega hæstum kosnaði (Bretar og Þjóðverjar greiða mest) við rekstur þessa klíkuklúbbs sem Brusselvaldið er.

Það er athyglisvert að Samfylkingin sem hæst galar um lýðræði og lýðræðisást, rekur nú fyrir þinginu frumvarp um "valdið til fólksins" í formi persónukjörs. Þetta er gert á sama tíma og Samfylkingin vill gera sem minnst úr áhrifum íslensku þjóðarinnar á líf sitt og umhverfi. Samfylkingin vill flytja nánast alla lagasetningu og stjórnvaldsákvarðanir til Brussel þar sem hún er í höndum fólks sem enginn hefur kosið.

Er nokkuð undarlegt að maður skilji ekki þá orðræðu sem Samfylkingin býður þjóðinni uppá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ég hef sagt það áður og segi aftur að það er ódýrara fyrir okkur, án nokkurs vafa, að segja upp EES samningnum og borga bara tollana sem settir eru á þá sem eru utan bandalagsins. Skriffinskubáknið í kringum Evrópusambandið er miklu dýrara en sem nemur tollunum. Án þessa bandalags gætum við hagað seglum betur eftir vindi og sett lög og reglur sem eiga betur við um aðstæður hérlendis. En ég er líka þeirrar skoðunar að við eigum að segja skilið við krónuna og notast við þá gjaldmiðla sem mynda tekjur okkar. Krónan er okkur of dýr.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 17.11.2009 kl. 14:30

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sæll Cato, þú liggur ekki á skoðunum þínum frekar en fyrri daginn. EES samningurinn hefur orðið okkur dýrkeyptur og óska þess nú margir að honum hafi aldrei verið komið á. Viðskiptabandalag er eitt, fjandsamleg yfirtaka eins og við upplifðum vegna EES-afglapana af hálfu ESB í sumar gerir mig heilshugar fráhverfa áframhaldandi samskiptum við kúgunarstjórnina í Brussel.

Ég er hins vegar ekki sammála þér hvað krónuna varðar. Eins og staðan er í dag er krónan okkar einasti bjarghringur. Það er ekki henni að kenna að við búum við ríkisstjórn og seðlabanka sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að keyra okkur ofaní ræsið.

Ragnhildur Kolka, 17.11.2009 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband