Leita í fréttum mbl.is

Handbragð Hrannars leynir sér ekki

kattaveiðar

Síðustu daga hefur farið nokkuð fyrir fréttum af villidýraveiðum í Tálkna vestur á fjörðum. Fullhugar í búfjárvarnarfélaginu tóku sig til og sendu frækinn flokk manna til að bjarga blessuðum dýrunum. Björgunin fólst í því að færa það fé sem til náðist í sláturhús og hrekja annað fyrir björg. Nokkrar skepnur komust undan björgunarliðinu og nú hefur ríkisstjórn Íslands sett á stofn þverfaglegan hóp skipaðan sérfræðingum úr þremur ráðuneytum til að finna lausn á þessum brýnasta vanda þjóðarinnar.

Þarna eru eflaust tilkallaðir vísustu menn hver á sínu sviði, en forsprakki hópsins hlýtur að vera The Hrannar BBig Game Hunter sjálfur, Hrannar B Arnarson, sem svo eftirminnilega sló í gegn þegar hann stýrði framkvæmdum á vegum Reykjavíkurborgar. Hann lét sér þá ekki nægja að skylda kattaeigendur til að tilkynna köttum sínum að allt ráp þeirra um íþróttamannvirki borgarinnar væri stranglega bannað, eins og einn samflokksmaður hans lagði til heldur senda Hrannar víkingasveitina eftir villidýrunum. Ballið kostaði tugi þúsunda á hvern kött veiddan og linnti ekki látunum fyrr en fressköttur Illuga Jökulssonar var handsamaður. Hrannar komst þá að því fullkeyptu hvað það er að lenda milli tannanna á raunverulegu villidýri.

Eflaust nýtur Hrannar ekki einungis fulltingis forsætisráðherra í þessari helför heldur líka fyrrum félaga í R-listasamstarfinu, Katrínar menntamálaráðherra sem dyggilega studdi allar aðgerðir borgarinnar gegn þessum loðnu óargadýrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þverfaglegur hópur á vegum þriggja ráðuneyta að farga hinu stórhættulega villifé á Tálkna ! 

Eins gott að vita að þrátt fyrir allt er þjóðin örugg fyrir sínum hættulegustu óvinum.

Kattasöguna tel ég hins vegar nokkuð óörugga.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 3.11.2009 kl. 03:22

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Tek þetta upp úr fundagerð borgarstjórnar, en gæti alveg trúað R-listafólki til að hafa fegrað þar sinn hlut.

En það er eins og mig minni að þú hafir komið við sögu í þessari kattaherferð, Hildur Helga. Áttir þú kannski fressið?

Ragnhildur Kolka, 3.11.2009 kl. 08:04

3 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Fínn pistill.

Þráinn Jökull Elísson, 6.11.2009 kl. 18:28

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nei,hvert þó í..... er þetta bloggvinur minn Jökull eða öfugi pjakkurinn á næturvaktinni.

Þakka innlitið.

Ragnhildur Kolka, 6.11.2009 kl. 20:05

5 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Öfugi??? áttu við færsluna um Hannes Hólmstein og Bjarna Ben???

Maður þorir ekki að segja meira á blogginu.

Þráinn Jökull Elísson, 12.11.2009 kl. 03:13

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ertu að gefa eitthvað í skyn með Hannes og Bjarna, pjakkur?

Skoðaðu síðuna þína og síðan djálnið í krúnu Ríkislistasafnsins í Amsterdam.

Ragnhildur Kolka, 12.11.2009 kl. 08:03

7 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Ég er kominn inn á síðu Rijkksmuseum og inn á Masterpieces. Svo er að leita.

Þráinn Jökull Elísson, 12.11.2009 kl. 11:52

8 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Nei. Þó ég hafi búið í Hollandi, Den Helder, þá var ég aldrei svo menningarlega sinnaður að ég færi nokkru sinni á safn.

Þráinn Jökull Elísson, 12.11.2009 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband