Leita í fréttum mbl.is

Col. Kemp: Heyrðist saumnál detta?

Skrúfan hertÞað er mörgum ofboðið hvernig umræðan um málefni fyrir botni Miðjarðarhafsins hefur þróast. Þó tekur úr steininn þegar stofnandi Mannréttindavaktarinnar (HRW), Richard L. Bernstein, finnur sig knúinn til að andmæla vinnubrögðum samtakanna opinberlega. Tilefnið er nýútkomin (nýrri en síðustu 20-30 samskonar skýrslur) skýrsla sem eins og fyrri skýrslur finnur Ísrael allt til foráttu. Skellir svo til allri skuldinni á Ísrael, en slær aðeins á fingur Hamas-samtakanna með málamynda athugasemdum, svona líkt og að segja "skamm, skamm" við ofdekraðan krakka.

Bernstein bendir meðal annars á þá staðreynd sem öllum ætti að vera ljós, en flestir kjósa að líta framhjá, að Ísrael er lýðræðisríki sem býr við aðhald kjósenda, opna fjölmiðlaumræðu og réttarkerfi sem hlífir ekki ráðamönnum frekar en ótíndum glæpamönnum (forseti og forsætisráðherra ríkisins þurftu nýlega að sæta því). Hann minnir líka á að í Ísrael búa um 7.4 milljónir manna sem allt frá stofnun ríkisins hafa þurft að verjast árásum nágranna sinna sem telja einhvers staðar á bilinu 350-400 milljónir (einræðisríki hafa yfirleitt ekki fyrir því að telja þegna sína, þeir eru afgagnsstærð). Það gerir uþb. 50 araba/Írana á hvern Ísraelsmann. Ætli Íslendingum þætti ekki nóg um að þurfa að verja líf sitt og limi gegn slíkum skara. Sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að æðsta ósk nágrannanna er að útrýma þeim; afmá af yfirborði jarðar svo aldrei heyrist aftur í þeim. Ísraelar eiga nefnilega ekki bara í höggi við Hamas og Hezbolla heldur standa þeir í stríði við allan þann ættbálk sem að þeim stendur. 

Skýrsla Richards Kemps fyrir Mannréttindaráði SÞ mun seint gleymast

    

Eins og  Bernstein bendir á var tilgangur með stofnun HRW að fylgjast með og veita andófsöflum í einræðisríkjum og lokuðum samfélögum stuðning. Upphaflega beindist baráttan HRW að Sovétríkjunum og Kína þar sem þegnarnir áttu sér enga varnarkosti, en þegar Bernstein lét af formennsku 1998 voru samtökin virk í 70 löndum sem flest voru "lokuð" samfélög. Nú fer allt púður HRW í að skrifa skýrslur um "ódæðisverk" Ísraela. Skýrslur sem engu vatni halda vegna þess að þær byggja allar á óljósum ummælum og sögusögnum sem engin leið er að staðfesta. Pólitískar skoðanir viðmælenda jafnt sem spyrjenda spila drjúga rullu í skýrslugerðinni. Verksummerki um stríðsglæpi eru þó hvergi að finna. En saklaust fólk deyr þegar samviskulausir öfgamenn nota það sem lifandi skyldi.

Skýrsla Richards Kemps er ekki hvað síst athygli verða fyrir það að stuðningur Breta við baráttu Ísraela er í algeru lágmarki og af sumum jafnvel talin vera við það að vera dregin til baka. Kemp gerir grein fyrir því hvernig Ísraelsher lagði sig í líma við að vernda almenna borgara þótt þær aðgerðir drægju verulega úr hernaðarlegum árangri þeirra gegn Hamas-liðum. Hann telur það t.d. einsdæmi í allri sögu hernaðarátaka að Ísraelar skuli hafa fært þessum óbreyttu borgurum vistir á meðan á átökum stóð. Og hann nefnir þarna þessa pavlovsku áráttu fjölmargra alþjóðlegra fréttamiðla og mannréttindahópa að telja Ísraela ávallt í rangstöðu og að þeir viljandi brjóti mannréttindi á palestínsku þjóðinni, þegar það eru Hamas-samtökin sem linnulaust brjóta mannréttindi á sínu eigin fólki með því að stunda hernað sinn í skjóli saklausra borgara.

Þetta sjálfkrafa pavlovska hnéviðbragð hefur of lengi átt hljómgrunn hér á Íslandi. Það lýsir forheimskun fjölmiðlafólks sem þorir ekki að standa gegn straumi pólitískrar hugsunar.

 

Mynd: New York Times

YouTube myndband: www.unwatch.com

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Ragnhildur!
Ég vil þakka þér fyrir þessa nákvæmu og málefnalegu grein, sem ég hefði óskað að birtst hefði í einhverju málgagni fjölmiðla, t.d. Morgunblaðinu eða Fréttablaðinu.

Mér og fleiri Ísraelsvinum er vel kunnugt um þá erfiðleika að koma okkar málstað og sjónarmiðum til fjölmiðla, hvort sem það er í hljóðvarpi, sjónvarpi eða í dagblöðum.

Ýktur lygaáróður palestínuaraba og vina þeirra hér á landi hefur aftur á móti átt greiðan aðgang að þessum miðlum. 

Upplognar ásakanir og ærumeiðingar flokkast nú undir  fullgildar sannanir og alþjóðasamfélagið heimtar aðgerðir, gegn hverjum? Hryðjuverkaliðinu? Nei, ekki aldeilis, heldur fórnarlömbum þess!

Eftir margra ára dvöl í Ísrael, er mér nokkuð vel kunnugt um málefni palestínuaraba. Það er mikill fjöldi þeirra sem vill heldur vera undir stjórn Ísraels, en undir stjórn Hamas eða Al-Fatah, sem báðar fylkingar hafa það að markmiði að útrýma Ísrael af landakortinu.

Á vefsíðunni www.zion.is birti ég þýdda grein úr tímaritinu Israel to day. Þar er mjög athyglivert viðtal við 24 ára palestínska stúlku sem býr í Austur-Jerúsalem.

Mig langar til þess að þú og aðrir lesi þessa grein.

Hafðu aftur þökk fyrir þitt góða og ýtarlega innlegg.

Shalom kveðja
olijoe. 

Ólafur Jóhannsson, 26.10.2009 kl. 23:35

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þakka þér fyrir hlý orð, Ólafur. Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs skipti okkur öll máli og ekki hvað síst fyrir það að falli Ísrael mun vestræn menning ekki lifi af.

Ragnhildur Kolka, 27.10.2009 kl. 08:03

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er sammála þér í þessari grein, Ragnhildur, og Ólafi í athugasemdum hans. Merkilegt er þetta og ætti að vekja verðskuldaða athygli, að sjálfur stofnandi Mannréttindavaktarinnar (Human Rights Watch), Richard L. Bernstein, finni sig "knúinn til að andmæla vinnubrögðum samtakanna opinberlega."

Þegar þú segir: "Hann telur það t.d. einsdæmi í allri sögu hernaðarátaka að Ísraelar skuli hafa fært þessum óbreyttu borgurum vistir á meðan á átökum stóð," þá vil ég þó benda á vissa hliðstæðu þessa í Afganistanstríði fjölþjóðaherjanna og talibana 2001, en sú matvælahjálp var tilefni þessarar gagnrýnu athugasemdar minnar: "Nú kallar fulltrúi MFÍK það "siðleysi" að dreifa matarpökkum yfir Afganistan (Mbl. 18.10)," í grein minni Um vanhugsaða gagnrýni á nauðsynlega stríðsaðgerð í Mbl. 24. nóv. 2001 (MFÍK er Menningar- og friðarsamtök ísl. kvenna, sem löngum voru afar höll undir Sovétríkin og hafa frá upphafi agnúazt, ef ekki beinlínis hatazt út í Bandaríkin).

Jón Valur Jensson, 27.10.2009 kl. 15:26

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Jón Valur, þetta er rétt hjá þér. Vistum hefur iðulega verið varpað úr flugvélum á stríðshrjáð svæði. Ekki bara í Afganistan heldur víðar.

Kemper segir reyndar að ísraelski herinn hafi LEYFT flutning vista inn á átakasvæðið. Það merkir að herinn hefur þurft að veita flutningamönnum virka vernd og þar með útsett sína hermenn fyrir árásum Hamas.

Ragnhildur Kolka, 27.10.2009 kl. 17:55

5 Smámynd: Linda

Takk fyrir mjög velgerða og fróðlega fræðslu. Það er svo gott að vita að það er fólk þarna úti sem sér og skilur hvað Ísrael þarf að takast á við.

bk.

Linda, 27.10.2009 kl. 22:09

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þakka ykkur öllum fyrir innlitið.

Ragnhildur Kolka, 28.10.2009 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband