1.10.2009 | 20:13
Hinir raunverulegu hryðjuverkamenn
Enn einu sinni liggja Íslendingar undir hótunum terroristanna í stjórnarráðinu. Jóhanna og skósveinn hennar hóta vist í Víti ef við samþykkjum ekki Icesave-drápsklyfjarnar. Borið er við að endurreisn efnahagslífsins tefjist um mörg ár ef við samþykkjum ekki að greiða skuldir einkabankans og að lánshæfismat landsins muni seint bera þess bætur. Hryllirinn Gylfason stingur svo reglulega upp kollinum (eða niður pennanum) og grettir sig á síðum Fréttablaðsins. Sauðsvartur almúginn skilur ekki þessa (hunda) lógík því okkur var alltaf talin trú um að við ættum ekki að taka á okkur meiri skuldbindingar en við réðum við. Því síður skiljum við hvernig lánshæfismatið geti batna eftir að Icesave-klafinn verður á okkur lagður.
Við erum farin að venjast þessum hótunum. Þær eru nú næstum daglegt brauð, en eftir að Bretar lýstu okkur hryðjuverkamenn með samþykki Evrópusambandsins, seðlabanka þess og "frænda" okkar á Norðurlöndum er ekki margt fleira sem getur raskað ró okkar. Eða eins og einhver sagði: Af botninum er aðeins ein leið fær og hún er upp, að því gefnu að við lifum þetta af.
Margir undruðust ákvörðun Breta að skella hryðjuverkalögum á landið síðast liðið haust. Á varnarlausa þjóð hvers helsta vígbúnað er að finna um borð í hvalveiðabátum sem lengst af lágu bundnir við bryggju. Undrun okkar jókst þegar seðlabanki Evrópu hafnaði aðstoð við okkur. Vissu þeir ekki að utanríkisráðherrann og allur hennar vígreifi flokkur var tilbúin að vaða eld og brennistein ef aðeins hann mætti ganga í sæng þeirra? Ekki batnaði það þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tók að sér innheimtuhlutverk fyrir þessar "vinaþjóðir" okkar og "frændþjóðirnar" lögðust á hliðina.
Þessi undrun sem við upplifðum í fyrrahaust entist aðeins á meðan sárasta sjokkið reið yfir, nú erum við orðin sjóuð og þolum hótanirnar betur. Nú vitum við líka hvernig stórveldin haga sér gagnvart smáþjóðum sem þær geta haft gagn af. Við erum valdapólitískur konfektmoli sem Samfylkingin ætlar að færa Evrópusambandinu á silfurfati.
Í þröngri varnarstöðu á heimavígstöðvunum sá Gordon Brown sér leik á borði þegar hann setti hryðjuverkalög á Ísland. Hann átti tryggan stuðning ESB enda einn þeirra sem undirrituðu Lissabon sáttmálann (stjórnarskrá ESB).
Þeir sem halda því fram að sáttmálinn taki ekki gildi fyrr en eftir að Írum verður þröngvað til að greiða atkvæði með honum ættu að vita betur. Undirbúningur er á fullu og Brusselbullurnar hafa unnið eftir sáttmálanum á bakvið tjöldin allar götur frá undirritun.
Eins og skytturnar hans Dumas stendur ESB með sínum. Þegar hryðjuverkaógn eða árás steðjar að einni ESB þjóð þá standa þær saman sem ein (nema náttúrlega ef Rússar gerðu sig líklega til að leggja eitthvert smáríkið á austurkantinum undir sig). Einn fyrir alla, allir fyrir einn. Loforð sem meitlað er í sáttmálann og má finna í fimmtu "Samstöðugrein" samningsins. Sambandið heitir því þar að beita öllum tiltækum ráðum til að hrinda árás af höndum sér sem og aðildarþjóða.
Bretar innkölluðu loforð samstöðugreinarinnar þegar þeir skilgreindu banka Íslands sem terrorista. ESB greip tækifærið fegins hendi til að sýna samstöðu og mátt, enda ekki að vita hvenær ESB fær næst tækifæri til að mæta jafn verðugum andstæðingi sem Ísland er. Er furða þótt við höfum fyllst undrun.
Hverjir skyldu nú hinir raunverulegu hryðjuverkamenn vera?
Mynd 1: www.rúv.is
Mynd 2: Dæmigerður Íslendingur.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.