Leita í fréttum mbl.is

Kjarni málsins

heilbrigðisreikningurinn 

"Umbóta" frumvarp Baracks Obama á heilbrigðislöggjöfinni liggur nú frammi í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og það er engin smá doðrantur. Óskalistinn er upp á litlar 1100 blaðsíður og stórsér á skógum landsins eftir framtakið. Flýtimeðferðar var óskað og ætlast til að þingmenn afgreiddu frumvarpið á mettíma og ekki síðar en fyrir sumarfrí. Einhverjir þingmenn munu hafa gluggað aðeins í það, en flestir höfðu ekki fyrir því að fletta plagginu. Þingheimur  fór svo í frí og enn er deilt um frumvarpið.

En þrátt fyrir að stór hluti skóga Norður Ameríku hafi verið höggin til að koma þessum boðskap á blað tókst forsetanum og flokksmönnum hans ekki að komast að kjarna málsins. Af mikilli leikni tókst að sneiða gersamlega framhjá því sem mestu máli skiptir fyrir buddu almennings og þá þjóðarinnar í heild.  Ekki orð er þar að finna um helsta hrellir heilbrigðisþjónustuna. Það sem Kaninn kallar TORT löggjöfina (slysabótalöggjöf), sem er ástæða þess að heilbrigðisþjónusta Bandaríkjamanna er tvisvar sinnum dýrari en hún þarf að vera. Allir eru að reyna að baktryggja sig. Margfalt fleiri rannsóknir eru gerðar á sjúklingum en nauðsynlegt er, sjúkrahús, læknar og annað hjúkrunarfólk eyðir sífellt hærri fjárhæðum í "mistaka" tryggingar sem aftur kallar á enn hærri útgjöld tryggingarfélaganna, sem verja sig með svimandi háum og sífellt hækkandi tryggingaiðgjöldum.

Til að ráða bót á þessu þarf að taka slaginn við lobbyistana sem sitja á skrifstofum þingmanna og tala máli TORT-lögmannanna. Þessara sem hlusta eftir sírenuhljóðunum sem kveikja dollaramerkin í augum þeirra. Þetta er fólkið sem dyggilegast styður kosningasjóði bandarískra stjórnmálamanna, þ.m.t. Obama og þingheims alls. Við þeim má ekki stugga.  

En það þarf ekki að eyða skógum til að segja það sem segja þarf. Á ótrúlega Thatcherískan hátt kemst þessi litla teikning að kjarna málsins; vanda bandarísku heilbrigðisþjónustunnar í hnotskurn.

 

Mynd: www.townhall.com

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband