9.9.2009 | 23:47
Úlfur, úlfur / oflof, oflof!
Flogging a dead horse.
Í kvöld ætlar Barack Obama að halda "einhverja mikilvægustu ræðu á ferli sínum" eins og fyrirsagnirnar hljóma í flestum fjölmiðlum heimsins. Satt, þessi ræða er mikilvæg fyrir Obama, en hún er nú þegar í skugganum af allri óratoríunni sem flætt hefur frá honum síðustu 5 árin. Eða eins og sagt hefur verið: Öllu má nú ofgera.
Obama hefur ofboðið heilbrigðri skynsemi Bandaríkjamanna og sýpur nú seyðið af því. Gagnrýnisleysið sem hann hefur mætt frá samflokksmönnum sínum, oflofið sem fjölmiðlar hafa baðað hann upp úr og ofurmeirihlutinn sem demókratar á þingi hafa misnotað svo gróflega hefur ekki búið hann undir þá gagnrýni sem nú beinist að honum úr öllum áttum. Oflofið skilur hann eftir berskjaldaðan, því í einfeldni sinni trúði hann sínum eigin orðum. Nú er hann eins og Íkarus sem flaug full nærri sólinni og fataðist flugið. Eftir stendur hann, dauðlegur maður; einn af oss.
Nú hefur Hvíta húsið gefið út forsmekk af ræðu hans til þingsins. Engu er líkara en hann hafi gengið í smiðju til Jóhönnu og Steingríms Joð þegar þau kyrja sönginn: ef þið greiðið ekki atkvæði með okkar málum þá munu allir árar heimsins á ykkur leggjast . Þær eru orðnar nokkrar ræðurnar sem við höfum fengið í þessum dúr. ESB og Icesave til að nefna aðeins tvö mál sem áttu að færa okkur nær himnaríki um leið og við samþykktum landsöluna. Obama hótar því að "fleiri muni deyja" ef heilbrigðisfrumvarpið fær ekki snarlega afgreiðslu. "Fjárlagahallinn mun aukast, fleiri fjölskyldur verða gjaldþrota, fleiri fyrirtæki munu loka". Svartidauði handan við hornið og kýli og kaun. En frumvarpið mun auka kostnað í kerfinu um meira en milljón milljónir dollara, því ekkert í frumvarpinu, eins og það hljómar í dag, gerir ráð fyrir að tekið verði á þeim þáttum sem skapa mesta umframkostnaðinn. Frumvarpið sjálft mun því hafa allar þessar geigvænlegu afleiðingar sem Obama varar hér landa sína við.
En eftir er að sjá hvort Obama sé eftirbátur Steingríms og Jóhönnu þegar kemur að því að berja menn sína til hlýðni. Fjörutíu og fjórir þeirra hafa enn ekki látið sannfærast.
Mynd: www.townhall.com
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.