2.9.2009 | 00:39
Málefnaleg umræða, eða hvað?
Varúð! Ekki fyrir viðkvæmar sálir.
Það verður ekki annað sagt en þessi fríða frú nýti tjáningarfrelsi sitt til fullnustu. Hún tvinnar þarna saman bölbænum yfir náunga sem heitir John Mackey og hvetur aðra til að sniðganga fyrirtæki hans. Mackey er stofnandi og forstjóri verslunarkeðjunnar Whole food sem við könnumst við frá þeim tíma þegar Guðni Ágústsson stefndi á stórkostlegan útflutning á lífrænum landbúnaðarvörum til BNA. Viðskiptavinir Whole food eru aðallega hálauna menntamenn sem hafa efni á að dekra við sig í mat, telja sig eiga að hafa vit fyrir öðrum og kjósa demókrataflokkinn í kosningum . Verði þessari konu að ósk sinni munu þessir "dýrmætu" viðskiptavinir nú snúa sér eitthvert annað.
Hvað skyldi nú John Mackey hafa gert af sér til að kalla yfir sig alla þessa heift? Flestir myndu segja að hann hefði bara nýtt sér stjórnarskrárbundinn rétt sinn til að tjá sig. Og það meira að segja á penan og kurteislegan hátt. En ekki að mati frúarinnar. Glæpur hans var að andmæla gríðarlega fjárfrekri endurskipulagningu heilbrigðiskerfis BNA með frumvarpi sem forsetinn hefur nú lagt fyrir þingið. Frumvarp sem gengur almennt undir nafninu Obamacare en gæti á hverri stundu stökkbreyst yfir í Kennedycare þyki það hljóma betur. Hér er um trúarbrögð að ræða og frúnni þykir sem Mackey hafi svívirt guð sinn.
Margir hafa sett fram gild rök gegn þessu milljarða dollara óskaverkefni Baracks Obama, sem segja að þjóðin hafi ekki efni á því, að það væri nær að sníða gallana af þeim kerfum sem nú þegar eru til staðar, að tugir milljóna manna séu án sjúkratrygginga sé rangt (sjá skífurit) og því ætti frekar að koma böndum á kostnaðaraukann í núverandi kerfi sem stafar, ekki hvað síst af slysabótalöggjöfinni sem tryggir að kostnaður heilbrigðisþjónustunnar sé minnst 25% hærri en hann þurfi að vera.
John Mackey, líkt og svo margir aðrir, nýtti rétt sinn til að tjá sig um málið. Þá brá svo við að allt varð vitlaust. Tunglgólararnir trylltust. JM var ekki að hafna umbótum í heilbrigðiskerfinu. Hann var aðeins að miðla af reynslu sinni sem atvinnurekandi sem greiðir sjúkratryggingar starfsmann sinna auk þess að leggja árlega $1.800 é einkasjóð hvers starfsmanns. Fé sem þeir geta nýtt til að bæta eigin heilsu. Tillögur hans miða að einföldun kerfisins, s.s. með jöfnun skattaafsláttar, aukinnar samkeppni, umbóta á slysabótalöggjöf og Medicare prógramminu.
Munurinn á viðhorfi Mackeys og annarra felst aðallega í því að viðskiptavinir Whole food, líkt og þessi ágæta kona sem tjáir hug sinn hér að ofan, líta á hann sem sinn. Meðlim í sértrúarsöfnuðinum sem þau tilheyra. Þetta eru umhverfisvænir- lífrænir- lífsstíls-menntamenn sem tilbiðja guð sinn, Barack Obama og leyfa ekki trúvillingum að saurga áform hans. Öfgafull viðbrögð þeirra minna á íslamistana sem standa vörð um guð sinn, Múhameð, með barsmíðum og brennum.
Grein JM var ekkert minna en helgispjöll í hugum sértrúarsafnaðarins. Hann leyfði sér að vera á öðru máli en guðinn, leyfði sér að benda á að fjárlagahalli upp á $1.800 milljarða fyrir árið 2009 og fimmföldun hans á næstu 10 árum leyfði ekki þetta bruðl sem frumvarpið ber með sér. Og til hvers? Til að koma á kerfi eins og í Kanada þar sem 830 þúsund manns sækja sér lækningu suður yfir landamærin vegna skorts á þjónustu heimafyrir eða efna til 1.8 milljón manna biðlasta eins og í Bretlandi?
En líklega var stærsti glæpur JM að velja inngangsorð að grein sinni úr safni ógnarskelfisins mikla Margretar Thatcher sem sagði: Vandamálið við sósíalisma er að á endanum rennur annarra manna fé til þurrðar.
Þessi orð höggva nærri grundvelli hugmyndafræði demókrata sem líkt og vinstrimenn í Evrópu eru örlátir á annarra fé. Innst inni vita þeir að þetta er rétt. Þeir horfa uppá að slík greiðasemi er að koma þeim í koll í fylkjum sem lengst hafa verið undir demókratískri stjórn, eins og t.d. New York og Kaliforníu. Fylki sem nú þurfa á gjörgæslu að halda. Skattheimta er að sliga þessi ríki og íbúarnir gera uppreisn því þeir vita að þeir hafa ekki efni á þessari botnlausu eyðslu. En þingmennirnir þeirra sofa enn værum svefni.
Um öll Bandaríkin eru menn að vakna til vitundar um að peningar annarra munu ekki duga til. Kostnaðaraukinn sem fylgir frumvarpi Obama mun að endingu koma úr þeirra eigin vasa og biðlistinn verða að þeirra veruleika. Kalifornía er fyrirmyndin og því hafna þeir áskorun dömunnar hér að ofan. Gera innkaup sín í Whole food, styrkja hið kapítalíska kerfi og kaupa hlutabréf i sinni eigin framtíð.
Á Íslandi hugsa valdhafarnir eins og í Kaliforníu að hægt sé að skattleggja sig út úr vandanum. Líkt og í Kaliforníu munu þeir vakna við að skattborgararnir greiða atkvæði með fótunum.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.