25.8.2009 | 20:54
Kominn tími á ærlegt bað
ICESAVE SAMNINGURINN
mun lengi vera í minnum hafður. Ekki einvörðungu fyrir þær þrælsbyrðar sem hann leggur á landsmenn heldur ekki síður fyrir þann ótrúlega kauðahátt sem fjármálaráðherra Íslands sýndi þegar hann skipaði pólitíska blýklumpa úr einkavinaklúbbnum í samninganefndina. Menn sem enn líta svo á að ríkið viti best og FÓLKIÐ eigi að bera byrðar.
Þegar öllum varð ljóst að þessir kónar höfðu samið illilega af sér ætlaði fjármálaráðherrann að keyra málið í gegnum Alþingi án þess að upplýsa þingheim um samningsskilmálana. Á venjulegu máli kallast þetta svívirðileg myrkraverk og eflaust hefði Steingrímur Joð lagt til enn kröftugra orðalag til að lýsa þessu makki sem hann og Jóhanna leyfðu sér að bjóða kjörnum fulltrúum fólksins í landinu uppá. Það er að segja, hefði hann verið í stjórnarandstöðu, en Steingrímur hefur mörg andlit til að bera; eitt fyrir stjórn og annað fyrir stjórnarandstöðu. Hvorugt frýnilegt.
Sjálfstæðisflokkurinn tók þátt í að bjarga því sem bjargað varð með vinnu við fyrirvara sem var eina úrræðið sem þingmönnum gafst kostur á í stöðunni. Vissulega verða þeir að greiða fyrirvörunum atkvæði, en þeir eiga að láta ríkisstjórnina sjá um endanlega afgreiðslu málsins. Sjálfstæðismenn eiga ekki að greiða atkvæði með samningi sem þeir áttu enga aðkomu að.
Nú er kominn tími til að skola af sér skítinn sem óhjákvæmilega hefur slest á þá sem að hreinsunarstarfinu komu og leyfa ríkisstjórnina sitja uppi með subbuverkið.
Sparið ekki sápuna.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Athugasemdir
"Sjálfstæðismenn eiga ekki að greiða atkvæði með samningi sem þeir áttu enga aðkomu að." ....................... það er nú það!
Hvernig sápu notar Sjálfstæðisflokkurinn? Kannski milda sakleysislega barnasápu?
Björn Birgisson, 27.8.2009 kl. 16:29
Sjálfstæðismenn áttu enga aðkomu að Icesave samningnum, Björn. Umræðan á þessu sumarþing hefur snúist um það sem Steingrímur gat ekki laumað sér framhjá, þ.e. ríkisábirgðina.
Ragnhildur Kolka, 27.8.2009 kl. 17:11
Í mínum huga er enginn flokkur nátengdari Icesave drullumallinu í heild en Sjálfstæðisflokkurinn. Skil samt ekki af hverju var ekki reynt að manna samninganefndina á breiðari grundvelli en gert var.
Björn Birgisson, 27.8.2009 kl. 17:55
Mér er margt til lista lagt en hugarflakk er ekki meðal hæfileika minna. Ég verð því að láta þér eftir að greiða úr þessari villu þinni.
Ragnhildur Kolka, 27.8.2009 kl. 20:20
Afsakið, hélt þú værir fjölhæfari.
Björn Birgisson, 27.8.2009 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.