Leita í fréttum mbl.is

Kominn tími á ærlegt bað

 ICESAVE SAMNINGURINN

mun lengi vera í minnum hafður. Ekki einvörðungu fyrir þær þrælsbyrðar sem hann leggur á landsmenn heldur ekki síður fyrir þann ótrúlega kauðahátt sem fjármálaráðherra Íslands sýndi þegar hann skipaði pólitíska blýklumpa úr einkavinaklúbbnum í samninganefndina. Menn sem enn líta svo á að ríkið viti best og FÓLKIÐ eigi að bera byrðar.

Þegar öllum varð ljóst að þessir kónar höfðu samið illilega af sér ætlaði fjármálaráðherrann að keyra málið í gegnum Alþingi án þess að upplýsa þingheim um samningsskilmálana. Á venjulegu máli kallast þetta svívirðileg myrkraverk og eflaust hefði Steingrímur Joð lagt til enn kröftugra orðalag til að lýsa þessu makki sem hann og Jóhanna leyfðu sér að bjóða kjörnum fulltrúum fólksins í landinu uppá. Það er að segja, hefði hann verið í stjórnarandstöðu, en Steingrímur hefur mörg andlit til að bera; eitt fyrir stjórn og annað fyrir stjórnarandstöðu. Hvorugt frýnilegt. 

Sjálfstæðisflokkurinn tók þátt í að bjarga því sem bjargað varð með vinnu við fyrirvara sem var eina úrræðið sem þingmönnum gafst kostur á í stöðunni. Vissulega verða þeir að greiða fyrirvörunum atkvæði, en þeir eiga að láta ríkisstjórnina sjá um endanlega afgreiðslu málsins. Sjálfstæðismenn eiga ekki að greiða atkvæði með samningi sem þeir áttu enga aðkomu að.

Nú er kominn tími til að skola af sér skítinn sem óhjákvæmilega hefur slest  á þá sem að hreinsunarstarfinu komu og leyfa ríkisstjórnina sitja uppi með subbuverkið.

Sparið ekki sápuna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

"Sjálfstæðismenn eiga ekki að greiða atkvæði með samningi sem þeir áttu enga aðkomu að." ....................... það er nú það!

Hvernig sápu notar Sjálfstæðisflokkurinn? Kannski milda sakleysislega barnasápu? 

Björn Birgisson, 27.8.2009 kl. 16:29

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sjálfstæðismenn áttu enga aðkomu að Icesave samningnum, Björn. Umræðan á þessu sumarþing hefur snúist um það sem Steingrímur gat ekki laumað sér framhjá, þ.e. ríkisábirgðina. 

Ragnhildur Kolka, 27.8.2009 kl. 17:11

3 Smámynd: Björn Birgisson

Í mínum huga er enginn flokkur nátengdari Icesave drullumallinu í heild en Sjálfstæðisflokkurinn. Skil samt ekki af hverju var ekki reynt að manna samninganefndina á breiðari grundvelli en gert var.

Björn Birgisson, 27.8.2009 kl. 17:55

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mér er margt til lista lagt en hugarflakk er ekki meðal hæfileika minna. Ég verð því að láta þér eftir að greiða úr þessari villu þinni.

Ragnhildur Kolka, 27.8.2009 kl. 20:20

5 Smámynd: Björn Birgisson

Afsakið, hélt þú værir fjölhæfari.

Björn Birgisson, 27.8.2009 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband