26.7.2009 | 14:49
Vinsældir Bandaríkjaforseta aukast?
Enn eitt dæmið um hve illa RÚV stendur sig í fréttaflutningi. "Fréttastofan", sem sífellt líkist meira áróðursvél, stillti sér upp með frambjóðandanum Barack Obama í kosningabaráttunni sem fram fór síðastliðið haust. RÚV hefur ekki látið af þeim stuðningi. Hvað sem á dynur berast aðeins góðar fréttir af Obama úr hljóðnemum RÚV.
Nú síðast fengu landsmenn að heyra að vinsældir Bandaríkjanna hafi stórbatnað síðan BO tók við embættinu. Þjóðir heims kunna sér ekki læti af kæti. Aðeins í Ísrael eru menn ekki ánægðir með nýja forsetann. Látið er ósagt að þetta sé nú bara gott á þá, en fréttin i heild ber með sér hug að baki.
Gleðifréttin byggir á ólíkum hagsmunum heimsbyggðarinnar. Íslam fagnar vinalátum forsetans í sinn garð, Evrópa gleðst yfir því að máttur ljónsins þverr, sem gerir heigulshátt hennar sjálfrar síður sýnilegan. Bæði fagna kuldalegri afstöðu Obama til Ísrael. Kína og Indland brosa bara í kampinn.
En "fréttastofa" RÚV lætur ósagt um þverrandi vinsældir Obama á heimavelli. Frá því í mars hafa kannanir verið að sýna dvínandi ánægju kjósenda með þennan borðbera nýrra tíma. Í meira en mánuð hafa kannanir verið að sýna að trú þegna hans hefur ekki bara minnkað heldur hefur breikkar stöðugt bilið milli þeirra sem eru óánægðir með störf hans og þeirra sem eru ánægðir. Í dag náði þessi óánægja að rjúfa tveggja tölustafa bilið í Rassmusen könnuninni. Gallup kannanir eru að sýna hið sama.
Þegar á reynir kjósa hinir pragmatísku bandaríkjamenn frekar forseta sem leggur til lausnir, en forseta sem heldur þrumandi ræður (af teleprompter).
Það er lýsandi fyrir RÚV og Evrópu að láta sér nægja óratoríuna.
Þegar Georg W. mismælti sig bárust hlátrasköllin á ljósvakabylgjunum á leiftur hraða um alla heimsbyggðina. Þegar Obama opnar munninn án ræðurammans koma skoðanir hans í ljós. Ljósvakinn þegir þunnu.
Mynd: www.townhall.com
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Athugasemdir
Vér túlkum þennan greinarstúf léttvægt og að rót hans liggi í söknuði eftir Bush, frú Kolka!?
Magnús Geir Guðmundsson, 27.7.2009 kl. 19:26
Skiptir mig litlu hvaða vægi þú gefur mínum skrifum, Magnús. Hafi pundið í Bush verið létt þá er það fjaðurvigt í Obama.
Ragnhildur Kolka, 27.7.2009 kl. 19:53
Takk fyrir þetta Ragnhildur.
Leyfi mér að benda á ágætis uppgjör frá The Brookings Institute (Presidential first half-years):
How We're Doing: A Composite Index of Global and National Trends ; Index #1: Presidential first half-years
Þar kemur m.a. fram þetta hér (fyrsta hálfa árið)
Approval rating of the president, as of July 15
62% => Jimmy Carter (1977)
60% => Ronald Reagan (1981)
49% => George HW Bush (1989)
45% => Bill Clinton (1993)
57% => George W. Bush (2001)
60% => Barack Obama (2009)
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 27.7.2009 kl. 21:53
Margir eru orðnir sannfærðir um að Obama sé ekki leiðtogi því hann fetar bara í fótspor sem aðrir bjuggu til: "a follower"
Gunnar Rögnvaldsson, 27.7.2009 kl. 21:56
Þakka þér fyrir sendinguna, Gunnar. Hrædd er ég um að ýmislegt í lesningunni komi mönnum á óvart.
Þegar litið er til þess að Jimmy Carter var kosinn óvinsælasti forseti BNA, í aldamótauppgjörinu er það verulegt umhugsunarefni fyrir Obama að slefa ekki upp í 62 prósentin hans Carters.
Núþegar heyrast raddir sem líkja honum við hnetubóndann frá suðurríkjunum.
Ragnhildur Kolka, 27.7.2009 kl. 22:42
Gaman að þessum önuglega tón og tilvitnunum í þennan og hinn um þetta og hitt varðandi Obama.Kannin missti að sjálfsögðu af gullnu tækifæri að gera konu að forseta, en ef svo fer með ykkar Gunnars væntingar, þá verður hún kannski bara forseti í hans stað!?
Bushgarmurinn yngri varð nú miklu óvinsælli en Carter, en þú og Gunnar viljið greinilega ekkert muna eftir því.Annars segja þessar hálfs árs tölur nákvæmlega EKKERT um hvernig framvindan verður, en óvinsældir Carters áttu ekkert að gera með hans persónu, heldur m.a. slæma aðgerð í Íran og fleira. Hann hefur hins vegar reynst einvher farsælasti og best liðni forseti USA sem sögur fara af og annálaður og heiðraður boðberi friðar. En það skiptir kannski ekki heldur máli í augum ykkar GR?
Magnús Geir Guðmundsson, 28.7.2009 kl. 18:05
fv. forseti vel að merkja.
Magnús Geir Guðmundsson, 28.7.2009 kl. 18:07
Magnús: Þú hefur greinilega stillt þér upp með RÚV og Evrópu og tekur sýndina fram yfir reyndina. Það er þitt val.
Forvitnilegra þykir mér að þú skulir vera með væntingar okkar Gunnars á hreinu. Þú upplýsir kannski hverjar þær eru og hvernig þær renna saman.
Ragnhildur Kolka, 28.7.2009 kl. 19:39
Er það ekki deginum ljósara, að sem minnst verði úr hjá þessum nýja forseta USA því hann er ekki "ykkar maður", af því sem hér má lesa og sem væntanlega er engin "sýnd"? En að ég hafi sérstaklega stillt mér upp með RÚV og ESB? Hér neðar er ég að spjalla jú við þig um meinta klíkukenningu þína á Ríkisútvarpinu, en hér hefur ekkert verið minnst á ESB. Það er þ´vi sannarlega "Sýnd" í þínu tilfelli!
Magnús Geir Guðmundsson, 28.7.2009 kl. 20:22
Kæri Magnús
Já Obama er alls ekki "minn maður". En auðvitað vona ég að honum takist vel upp. Það vona jú allir, er það ekki?
BNA-hatur Evrópubúa er alþekkt og alveg sérstaklega hatur mjög margra fjölmiðla Evrópu á Bandaríkjunum. Það er víst svoleiðis að ca. 8 af hverjum 10 starfsmönnum ríkisreknu fjölmiðla Evrópu eru kommar, semikommar eða anti-kapítalistar. Þessu var komið svona vel fyrir í kaldastríðinu af áróðursmaskínu Sovétríkjanna. Plantað þar vel og rækilega og fræin spíra ákaflega vel núna. Þetta er ekki neitt nýtt.
Það fer alltaf hrollur um mig þegar Bandaríkin fá forseta sem fellur Evrópubúum í geð. Þá veit ég nefnilega að hann mun sennilega ekki reynast Bandaríkjunum vel. En við hér í Evrópu erum háð því að það gangi vel í Bandaríkjunum því við höfum næstum alfarið lifað á og í skjóli Bandríkjanna síðan 1942 og jafnvel fyrr - og ekki á munnvanti frá Brussel, eins og svo margir Evrópubúar halda.
Þegar Bandaríkin kjósa sér forseta sem Evrópubúum er illa við þá veit ég að Bandaríkjamenn eru ennþá á vaktinni og við getum sofið rótt hér í ESB. Ég man kalda stríðið of vel til að láta blekkjast af munnvatnsgosbrunnum Brussel. Þeir eru bara tívolí og til sýnis.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 28.7.2009 kl. 21:12
Góðan daginn Magnús, ekki verður annað sagt um þig en að þú sért iðinn.
Ég tek undir orð Gunnars, hér að ofan, að enginn maður (með viti) vonast til a forseta Bandaríkjanna mistakist við störf sín. Það kemur ekki aðeins niður á honum heldur okkur öllum. Verulegar efasemdir eru þó farnar að vakna hjá mörgum samlöndum hans - BNA-menn vilja vera stoltir af forseta sínum, en þeir vilja líka að hann sé stoltur af landi sínu og þjóð. Misbrestur virðist á því.
Við vitum að Obama er ungur og áferðarfagur. Við vitum líka að hann er fluglæs og hefur fágaða framsögn. Hann á því láni að fagna að hann getur gengið að verkum eins mesta ræðuskrifasnillings samtímans. En þegar ræðuramminn er tekinn frá honum þá fer glansinn af mælskusnilld hans. Í ljós kemur hrokafullur dóni sem ber þess merki að hafa alið manninn meðal glæpalýðs og götustráka Chicagoborgar.
Hrokafullur götustrákur sem sendi Hillary fingurinn þegar hún játaði sig sigraða - götustrákur sem lék sama leikinn aftur gagnvart McCain þegar hann vann forsetakosningarnar - götustrákur sem sat í 20 ár á kirkjubekknum og meðtók hatursáróður gegn landi sínu og þjóð og er nú tekin til við að miðla þeim lærdómi um heimsbyggðina. Hann skirrist ekki við að væna aðra um kynþáttafordóma, en beitir þeim sjálfur af minnsta tilefni.
Það "imponerar" mig ekki þótt Evrópa, RÚV og nú þú hylli Obama. Ég sé samlíkingu með afstöðu hans til eigin þjóðar og fyrirlitningar Samfylkingarinnar á sínu landi og þjóð. Það hugnast mér ekki. En það er af og frá að ég óski nokkrum forseta BNA að mistakast störf sín. Of mikið er í húfi fyrir okkur og reyndar hinn vestræna heim til að það fái staðist.
Bandaríkjamenn eru að vakna upp eins og grafið í færslu minni sýnir. Ég minnist orða Charles Krauthammers um Demokrata eftir að þeir útnefndu Obama til forsetaefnis. CK hafði þá á orði að "þeir væru dálítið eins og gaurinn sem vaknar upp á ókunnu hótelherbergi, horfir á hringinn á fingri sér og spyr hverri hann hafi gifst kvöldið áður".
Brúðurin er nú að afhjúpa sig.
Ragnhildur Kolka, 29.7.2009 kl. 07:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.