Leita í fréttum mbl.is

Lánin, við greiðum þau?

 

Einfaldleikinn segir allt

Rakst á þetta frábæra en jafnframt hrollvekjandi myndband á bloggsíðu breska ræðusnillingsins Daniel Hannan sem segir það framleitt af félagasamtökunum - Heritage, Americans for Prosperity og Reason TV. 

Hvar á það meira erindi en til þjóðar sem er í þann mund að kjósa yfir sig skuldabagga sem nemur um 250-300%af þjóðartekjum Íslands, þ.e. ef Icesave-samningurinn verður samþykktur. Samkvæmt fréttum í dag stefnir íslenska þjóðin í 5. sæti líklegustu þjóða í gjaldþrot á lista markaðsfyrirtækisins CMA  með 37% líkur á að fjúka um koll.

Ógnvekjandi sem myndbandið er og þrátt fyrir 12 trilljóna dollara skuldsetningu ná BNA ekki með tærnar þar sem við höfum hælana. Þau ná ekki einu sinni inn á topp 10 listann. Engu að síður mun Obama skuldsetja þjóð sína meira samanlagt en allir hinir 43 forsetarnir sem á undan honum sátu.

Hannan heldur því hins vegar fram að skuldametið liggja þó hjá Íslandsvininum Gordon Brown (og darling Darling) sem á næstu tveimur árum mun skuldsetja breska ríkiskassann meira en um er getið í allri lánasögu breska heimsveldisins og liggur sú saga þó þráðbeint aftur til 1693.

Líklega var Steingrímur Joð að aumka sig yfir breskan almenning,sem að öðrum kosti mundi þurfa að borga fyrir taumleysi Brown, þegar hann bauðst til að láta Íslendinga greiða aukalega 300 milljarða fyrir lánið sem þeir aldrei tóku. 

Þetta má nú kalla höfðingsskap.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband