25.4.2009 | 12:25
Komma-kratarnir í ríkisstjórn
Blessunarlega sluppu þeir sem horfðu á formannaþáttinn á RÚV í gærkvöld við enn eina hringferðina um styrkjamálið sem tröllriðið hefur umfjöllun fjölmiðla síðasta hálfa mánuðinn. Styrkirnir voru löglegir á þeim tíma sem þeir voru veittir, punktur. Því hafa menn reynt að hengja siðferðisstimpil á umræðuna til að halda henni gangandi. Þegar svo kemur í ljós að háheilagir samfylkingarmenn þáðu styrki til jafns við aðra og hafa jafnvel þrætt fyrir að hafa þegið þá, þá dettur botninn úr umræðunni. Jóhanna Vigdís og hliðarhjól hennar, Sigmar hafa ekki lengur áhuga á styrkjum til stjórnmálaflokka. Gott og vel. Áhugaverðari máli eru enn óútrædd.
Mál sem varða framtíð þessarar þjóðar.
Í þættinum sáum við í hvernig komma-kratarnir hanga enn fastir í þeirri hugmyndafræði sem þeir ólust upp í. Ég segi ekki á fyrri hluta síðustu aldar en sem næst því. Kratinn, sem aldrei hefur skilið hugtakið "að sníða sér stakk eftir vexti" hefur engin önnur ráð til að halda eyðslufylliríinu áfram en að gangast stórríkinu´ESB á hönd. Gamli sáttmáli er aftur kominn á dagskrá. Þetta er lausn lausnanna -entlösung segja sumir. Komminn býður upp á heimilisiðnað á vegum hins opinbera. Átti reyndar í vandræðum með að gera grein fyrir hvað fjöldi ársverka merkti í mannaráðningum, en það skiptir ekki meginmáli því störfin verða hjá hinu opinbera - og það er fyrir mestu. Öll spil á einni hendi.
Eitt voru þau, krati og kommi, algerlega sammála um og það var að aflétta ekki leynd af upplýsingum um stöðu gömlu bankanna. Þessi skýrsla, sem virðist kolsvört, skiptir þjóð á leið í kosningar öllu máli. En um hana má ekki tala. Fólki er ekki treystandi til að taka afstöðu á upplýstum forsendum í jafn afdrifaríku máli og hér er um að ræða . Gegnsæið sem fyrir nokkrum mánuðum var megin krafa búsáhaldabyltingarinnar fær nú að fljóta til hafs í ærandi þögn.
Sér einhver glætu í málflutningi þessa fólks?
Munið að bursta tennurnar.
Skósólar verða á matseðlinum innan tíðar.
Mynd 1: Google og með vitund um málssókn
Mynd2: www.dailytelegraph.co.uk
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Athugasemdir
:) Flissa ofaní kaffið mitt
.
Best að draga fyrir, púff þvílík fýla
.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 25.4.2009 kl. 13:08
Sæll Gunnar, fallegur dagur hér í dag.
Góður maður sagði eitt sinn: að viðfangsefni lífsins væri að að halda fram veginn.
Verum samferða.
Ragnhildur Kolka, 25.4.2009 kl. 15:28
Ég sá umræðurnar og þótti mér hvorki Steingrímur né Jóhanna standa sig vel. Bjarni Benediktsson var hins vegar flottur í þættinum og mér er byrjað að lítast ansi vel á hann þó ég hafi ekki stutt hann til formanns í fyrstu.
Hilmar Gunnlaugsson, 25.4.2009 kl. 20:30
Já við verðum samferða Ragnhildur!
Gunnar Rögnvaldsson, 25.4.2009 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.