19.4.2009 | 00:14
Fíflaskapur Árna Páls
Það vakti nokkra athygli í vikunnu þegar Árni Páll Árnason þingmaður Samfylkingar lýsti áliti sínu á milljónum kjósenda í Evrópu með því að segja að "Evrópusambandið komi ekki í veg fyrir að fólk kjósi yfir sig fífl" eða e-ð í þá áttina. Þar á Árni Páll eflaust við að kjósendafífl sem kjósa yfir sig heimóttarfífl er líka að finna í ESB.
Þetta sérkennilega álit Árna Páls var svar við fyrirspurn á kosningafundi, þar sem m.a. efnahagsmál voru til umræðu. Spurt var um hvernig á því stæði að lönd eins og Lettland og Írland o.fl. sem gengið hafa í ESB, ættu við eins gríðarlegan mikinn vanda að stríða og raun ber vitni. Svarið ber með sér að Árni Páll hefur ekki grænan grun um hvað er að gerast í heiminum eða hvernig eigi að taka á því. Í barnslegri einfeldni heldur hann að allt muni lagast þegar mamma (ESB) tekur hann í sinn náðarfaðm.
Mikill er máttur trúarinnar.
"Fólk er fífl-kenningin" sýnir hve langt Árni Páll og félagar eru frá raunveruleikanum. Við erum stödd í miðri heimskreppu, þar sem hvert land, hver heimshluti hefur lagt sitt af mörkum til að gera vont ástand verra. Við nutum rausnarlegrar aðstoðar Bankaræningjanna , rétt eins og evrusvæðisbúar nutu aðstoðar Seðlabanka Evrópu (ECB) við að koma sér á kné. Ástandið á Írlandi er t.d. ekki nema sjónarmun skárra en ástandið á Íslandi. Þó voru Írar í ESB og ekki nóg með það, þeir höfðu evruna sem gjaldmiðil. Á meðan hér geisar umræða um upptöku annars gjaldmiðils, þar á meðal evru, er svar Árna Páls "Fólk er fífl" bara alls ekki boðlegt.
Er ekki ástæða til að upplýsa fólk um hvernig ECB hefur um árabil mismunað þjóðum evrusvæðisins. Hvernig ECB lækkaði vexti á evrusvæðinu, í algerri óþökk við stærstan hluta þjóðanna sem þátt taka í myntinni, til að bjarga hikstandi efnahagsvél Þýskalands. Á tíma þegar ódýrt lánsfé flaut yfir heiminn. Írland, Spánn, allur Miðjarðarhafsklúbburinn og fyrrum Austantjaldslöndin urðu fórnarlömb ECB og dekurs bankans við Þjóðverja. Þessi lönd voru bundin við vexti ECB og gátu ekkert gert sér til varnar. Byggingar- og framkvæmdabólur spruttu alls staðar óheft upp rétt eins og hér á Íslandi þar sem erlent lánsfé á lágum vöxtum sendi Seðlabanka Ísland langt nef. Afleiðingin er sú sama og á Íslandi, enda hafa bólur tilhneigingu til að springa. Skuldir hlóðust upp og er nú svo komið að skuld Írlands, miðað við landsframleiðslu, er aðeins 0.25% lægri en skuld Íslands. Írland er enn með evru og Írland hefur hafist handa við að ræsta út.
Var það vegna þess að fólk er fífl sem þetta reið yfir Evrópuþjóðirnar? Eða var það vegna þess að hið alltumlykjandi móðurborð var bara að hygla augasteininum sínum? Kreppan skilur þessi lönd eftir á flæðiskeri fjárhagslega og það sem verra er nú eru menn farnir að eygja enn eitt áfallið. Verðhjöðnun er farin að yggla sína brún. Að fá verðhjöðnun ofan í kreppuna er skelfilegt. Samdráttur í framleiðslu í mörgum löndum evrusvæðisins er nú þegar kominn í á þriðja* tug prósenta og atvinnuleysi fer vaxandi og ef ECB heldur óbreyttri stefnu eiga þau lönd sem verst eru sett engan kost annan en að láta evruna róa.
Hvernig skyldi Samfylkingin snúa sig út úr því?
Við höfum enn vald yfir vaxtavopninu og blessunarlega hina margrægðu KRÓNU. En meðan Samfylkingin heldur áfram að humma fram af sér aðgerðir og láta sem allt verði gott ef við bara göngum í ESB þá getur ástandið aðeins versnað. Í raun mun ástandið bara versnar, því hagalagðahugsunarháttur Vinstri grænna mun koma okkur inn í verðhjöðnunarferli sem mun taka áratugi að losa sig úr.
Það sannast hér, sem margir hafa bent á að þátttökuþjóðir evrusvæðisins eru misjafnar og hentar ekki að deila mynt með þjóðum sem búa við allt annað efnahagsmynstur. Því skyldi evran henta okkur betur en þeim? Sænska krónan réði úrslitum um að Svíar unnu sig svo sköruglega út úr kreppunni. Íslenska krónan mun hjálpa okkur til hins sama.
* lagfæring mín.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Athugasemdir
Ummæli Árna eru þess eðlis að honum ber siðferðisleg skylda til að biðjast afsökunar á þeim. Einörð afstaða margra úr Samfylkingunni til ESB hefur orðið þess valdandi að ég og fleiri kjósum þá ekki. Skynsamlegast og lýðræðislegast í stöðunni er að leyfa þjóðinni að taka ákvörðun um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hilmar Gunnlaugsson, 19.4.2009 kl. 03:22
Sæll Hilmar; ég er nú ekki mikið fyrir að fólk sé að biðjast afsökunar á skoðunum sínum. Skoðun Árna Páls að fólk sé fífl segir aðeins að virðing hans fyrir skoðunum annarra er ekki ýkja mikil.
Það er hins vegar sjálfsagt að vekja fólk til umhugsunar á þessari afstöðu Árna Páls, því á grundvelli hennar ætlar hann að þröngva Íslandi inn í hið gapandi gin ESB-skrímslisins.
Ragnhildur Kolka, 19.4.2009 kl. 10:32
Krónan er nú samt búin að vera. Ég kýs gjaldmiðlafrelsi þar sem hver og einn getur borgað með þeim gjaldmiðli sem hann kýs.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 22.4.2009 kl. 15:48
Veik króna er nú samt það sem við þurfum á að halda í augnablikinu. Tenging við evruna eins og ástatt er núna væri fatalt. Við viljum ekki verðleggja okkur út af útflutningsmarkaðnum.
Ég átta mig hins vegar ekki alveg á hvað gjaldmiðlafrelsi fyrirstillir. Could you elaborate?
Ragnhildur Kolka, 22.4.2009 kl. 23:31
Þakka þér fyrir innlitið, Hafþór þetta er móttekið.
Ragnhildur Kolka, 24.4.2009 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.