1.4.2009 | 21:44
SPRON á það skilið
Í meira en 30 ár hef ég verið viðskiptavinur SPRON á Skólavörðustígnum. Einn af mörgum ánægðum viðskiptavinum bankans. Mér var því illa brugðið þegar ég hlustaði á viðskiptaráðherra skella þar í lás og segja upp 200 uppáklæddum starfsmönnum í beinni útsendingu. Ótrúlega ósmekkleg athöfn sem vel hefði mátt bíða til næsta dags.
Eins fannst mér sérkennilegt að vera flutt hreppaflutningum yfir í Kaupþingsbanka. Ekki að mér sé neitt í nöp við Kaupþing, þó ég verði að segja að þeir mættu að ósekju draga úr auglýsingaflæðinu sem dynur á manni meðan beðið er í símanum eftir sambandi við þjónustufulltrúann. En hreppaflutningar ættu að heyra sögunni til. Þessir voru í boði Jóhönnu stýru og Steina stjóra sem þurfti ekki á atkvæðum Reykvíkinga að halda í þetta sinn.
En þegar neyðin er stærst, þá er ....... Fyrir tilstilli MP Fjárfestingasjóðsins gefst mér nú tækifæri til að ná aftur stjórn á fjármálum mínum, eiga viðskipti við einkabanka, styðja við endurráðningu minna ágætu SPRON starfsmanna (einhverra í það minnsta) og losna við auglýsingaófögnuðinn í Kaupþingssímkerfinu. Geri aðrir betur. Og auðvitað geta aðrir líka gert betur. Ég skora á ykkur að gera betur.
Skallagrímur hefur ekki gefið neina haldbæra skýringu á því hvers vegna SPRON var sent í gjaldþrot á meðan lánakjör ríkisins í Norðaustur kjördæmi eru slík sem þau eru.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Athugasemdir
Davíð skáld Stefánsson kíkti hér inn til mín og fór fram á að ég svaraði honum á síðunni hans. Mér er ljúft að svara stráknum og geri það bæði hér og þar ef hann skyldi fara villu vegar eins og á til að henda hann.
Sæll Davíð, þakka þér fyrir innlitið. Átti satt að segja ekki von á heimsókn en alltaf gaman að fá gesti. Ef þú hefðir gefið þér tíma til að lesa það sem ég sagði þá hefðir þú átt að sjá að ég var að óska eftir ÞINNI sýn og hvernig þú hugsaðir þér að hún gæti ræst. "Ertu í alvöru að krefjast þess að núverandi ríkisstjórn sé búin að leysa þennan djúpstæða vanda á tveimur mánuðum" Er ákaflega sérkennilegt viðbragð við þeirri ósk minni. Ætti kannski frekar að nota orðið "undanbragð".
En sem svar við spurningu þinni, þá er það einfaldlega að mér þykir ekkert óraunhæft að ÞÍNIR menn hafi einhver svör þegar spurðir um lausn vandans sem við blasir. Þegar einhver brýst til valda býst maður við að sá hinn sami hafi eitthvað það fram að færa að það breyti stöðunni. Svo er ekki. Svar Steingríms segir manni að hann hafi engin ráð. Hann hrifsaði til sín völdin á sömu forsendum og þeir gera þarna í Afríkuríkjunum; til þess eins að hafa völdin. Þess vegna eruð þið staularnir sendir út af örkinni til að skrifa óhróður um Sjálfstæðisflokkinn til að breiða yfir getuleysi VG og reyndar þessarar stjórnar sem nú situr.
Og svo að þú áttir þig á ráðaleysi Steingríms; á fundi fjárlaganefndar var foringi þinn og flokksbróðir spurður um aðgerðir gegn atvinnuleysi . Svar Steingríms hins frækna forystusauðs var: "Ef ég hefði ráð þá myndi ég nota þau". Já, það fer minna fyrir ráðum Steingríms nú en þegar hann var í stjórnarandstöðu.
Vandinn er stór og við hann verður ekki ráðið með því einu að hækka skatta. Það þarf að skera niður en í staðin er VG aðeins að huga að gæluverkefnum. Fjölga á í hópi á listamannalaunum um þriðjung og endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar og síðan á að taka atvinnuréttinn af súludönsurum. Gott og vel, kannski er hugsunin sú að setja súludansarana á listamannalaun og þá má kannski fyrirgefa ráðstjórnina en að sama skapi gætu möguleikar þínir til að komast á listann versnað. En það sem er sameiginlegt með þessum verkefnum er að hvorugt þeirra er enn fjármagnað. Reikninginn á sem sagt að senda á skattborgarana, þ.e..s. ef einhverjir verða þá eftir.
Af því að þú minnist á setur sjálfstæðismanna í ríkisstjórn í 18 ár og telur það hafa verið landi og þjóð til bölvunar, þá kíkti ég áðan inn á síður fjármálaráðuneytisins. Þar sé ég að á verðlagi 2007 varð breyting milli áranna 1998 og 2007 til menntamála um 69% og á sama mælikvarða aukning til heilbrigðismála um 57%. Eflaust má finna svipaða útkomu fyrir aðra málaflokka, en ég læt þér eftir að leita það uppi.
Bókmenntafræðin gefur mikla möguleika til túlkunar texta, en ef viðbragð þitt við athugasemd minni er skoðað sé ég ekki betur en að þú hafi fallið illilega á lestrarprófinu.
Ragnhildur Kolka, 2.4.2009 kl. 21:40
Það er auðvitað mjög leitt að svona hafi farið fyrir SPRON.
Hilmar Gunnlaugsson, 5.4.2009 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.