Leita í fréttum mbl.is

Hið "vandfýsna" vinstri

Eitt má alltaf stóla á og það er hin mótsagnakenda nálgun vinstrimanna við öll viðfangsefni. Dagurinn í dag er engin undantekning. Nú þegar prófkjörin á höfuðborgarsvæðinu eru að baki vita þeir nákvæmlega hvernig þeir hefðu heldur viljað að sjálfstæðismenn veldu á sína lista, hinsvegar hafa þeir lítið um eigin prófkjör að segja. Það læðist að manni grunur að samkvæmt einhverjum freudískum duldum þrái hið vinstra hjarta að slá hinu megin. Aðeins óttinn við "jafningjaviðmótið" haldi þeim föngnum í villu hugans.

Silja Bára velur pistli sínum hinn tælandi titil "harmleikur bæjarstjóran", en nær ekki að koma sér að efninu fyrr en í fimmtu málsgrein, þar sem harmleikurinn er loks opinberaður. Sjálfstæðisflokkurinn á hug hennar allann. Einni málsgrein spanderar hún á sinn eigin flokk, en jafnvel þá er umfjöllunin skrifuð í skugga Sjálfstæðisflokksins. Harmleikurinn sem vissulega er að spila sig út í Hafnarfirði nær ekki að fanga nema ca. 10% af huga Silju Báru. Hennar eigin flokkur nær ekki meiri vigt en L-listinn á meðan Sjálfstæðisflokkurinn hirðir uþb. 85% færslunnar.

Aðrir bloggarar eru uppteknir af því sem þeir kalla "ættarveldið". Krafa vinstri er að menn séu ættlausir, hafi brotist til mennta (á kostnað skattborgara) og hreppt embætti hjá eingetnum R-lista. Sumir telja lista sjálfstæðismanna of litaða af jakkafötum. Það eru þeir sem á sinn lýðræðislega hátt telja kjósendur þurfa tilsögn í vali. Flokksforysta vinstrimanna veit hverjir eiga að erfa jörðina. Það skal vera ♀♂, ♀♂, ♀♂ eins og dýrin sem tóku sér far með Örkinni forðum nema svo óheppilega vilji til að röðin raskist og upp komi ♀♀♀♀♀, þá skal samkynhneigðin ráða og röðin á að vera ♀♀♀♀♀. Samkvæmnin skal alltaf höfð í fyrirrúmi.

Svo eru það þeir sem segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki endurnýjað sig nægilega, á meðan enn aðrir telja listana nú setna tómum grænjöxlum. Árni Johnsen dúkkar upp reglulega sem hinn óforbetranlegi glæpamaður. Glæpur Árna vara að vera sjálfstæðismaður. Vinsæll og vinmargur sjálfstæðismaður. Engin afsökunarbeiðni og engin iðrun mun hreinsa Árna í augum syndlausra. 

En þótt Árna fyrirgefist ekkert, fyrirgefst sjálfstæðismönnum greinilega að hafa ekki leikkonur og flugfreyjur á listanum, engin krafa er um slíkt og telja vinstrimenn sig líklega ráða við að manna þá deild án aðstoðar. Ætli það sé allt og sumt sem gáfumannaliðið stendur undir?

Ekki að undra að þeir horfi öfundaraugum til Sjálfstæðismanna og láti prófkjör þeirra heltaka hug sinn.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Eitt einkenni, sem ég hef tekið eftir í gegn um tíðina, er að sumir skilgreina sig í andstöðu við eitthvað annað; hafa ekkert sérstakt baráttumál, eru bara á móti... Á meðan aðrir skilgreina sig eftir stefnu, hugsjónum eða því sem þeir telja vera rétt.

Glæsimenni sem aðeins er á móti ákveðnum stefnum en hefur engin stefnumál sjálfur. Á hvaða væng stjórnmálanna skyldi hann vera?

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 16.3.2009 kl. 15:51

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það auðveldar lífið að vera bara á móti. Þá þarft þú aldrei að verja skoðun, þú þarft ekki einu sinni að mynda þér skoðun. Enda eru skoðanir bara til vandræða og ekki líklegar til að njóta almannahylli.

Þess vegna eru sleggjudómar svo miklu skemmtilegri. Þá má setja fram án umhugsunar og hversu heimskulegir sem þeir eru þá er alltaf hægt að stóla á að einhver bjálfi trúi þeim. Samfylkingin þrífst á sleggjudómum og þar á bæ fjölgar þeim eins og sveppum á mykjuhaug.

En VG eru nú farin að sperra stél. Þau eru að koma sér upp sérstakri haturs-og rógsdeild. Bloggið er svo frelsandi. Reyndar er VG enn dálítið barnalega vanþroska í faginu en aldrei að vita nema SF gefi þeim nú ókeypis kennslustund eftir að þau fundu hamingjuna saman.

Og skotmark beggja er Sjálfstæðisflokkurinn, sem enn er svo þvergirðingslega gamaldags að hafa stefnu og hugsjónir.

Ragnhildur Kolka, 16.3.2009 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband