Leita í fréttum mbl.is

Humpty-Dumpty, hver verður næstur?

Fyrst féllu bankarnir, síðan fylgdu heimilin og fyrirtækin í kjölfarið og nú síðast stjórnin. En Íslendingar eru ekki að finna upp hjólið; við erum bara þessi margumtalaði kanarífugl sem liggur nú með lappirnar upp í loft og starir brostnum augum til slysavarnarfélagsins ESB. Gallinn er að þar er bara enginn á útkallsvakt þessa dagana.

Nú bíða menn þess hver verður næstur. Flestir veðja á Spán. Sósíalísk ríkisstjórn Zapatero riðar til falls. Henni var haldið saman af byggingarfélögunum sem, rétt eins og útrásarvíkingarnir, héldu að góðærið tæki engan endir. Peningum var ausið í hreppapólitíkina til að kaupa atkvæði. Nú er Magga alveg staur og Katalónar farnir í fússi með sín átta atkvæði. Baskar hóta að yfirgefa hinn hökulausa Zapatero nema hann hósti upp 2 milljörðum evra í hafnarframkvæmdir. Þeir björguðu fjárlögum þessa árs með atkvæðum sínum, en vilja nú fara að sjá ofan í peningaskjóðuna. Núna er að renna upp fyrir þeim að hún er tóm.

Vandamál Spánar er evran. Nú þegar kreppir að eru Spánverjar að átta sig á að evran er að sigla þá í kaf. Þrautavarinn sem svo mjög hefur verið lofaður hér heima býr ekki í evrópska seðlabankanum (ECB); hann er skráður til heimilis í hverju landi fyrir sig og á Spáni er lögheimilið hjá ríkisstjórninni. Eina sem ECB sér um er að loka öllum leiðum til bjargar. Gengið er rígfast og atvinnuleysið eykst hraðar en svartsýnustu spár gerðu ráð fyrir. Talan 19% í lok árs er líkleg til að verða mun hærri.

Spánn á aðeins eina leið út úr vandanum og hún er að kasta evrunni og taka aftur upp gamla pesosinn. Nema þeir sendi neyðarkall hingað í norðurhöf og óski eftir að tengjast krónunni. Hún er í dag mun líklegri björgunarhringur en evran.

Hver veit nema kanarífuglinn og krónan leiði Zapatero út úr klípunni sem hann hefur komið sér í, þ.e. ef aftökusveitin sem nú situr í ríkisstjórn verður ekki búin að senda Ísland á ruslahaug sögunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svavar Guðmundsson

Ég hef ekki fylgst mikið með spænskum stjórnmálum.  En mér sýnist Spánn vera fara einna verst út úr þessu, a.m.k. í fyrstu, m.v. atvinnuleysistölur o.fl.  Eins og þú leggur þetta upp og því sem alltaf að verða háværara, sbr. Írland einnig að kannski er Evran sökudólgurinn og að menn hafi afsalað sér fjármálastjórn eigin landa.

Svavar Guðmundsson, 6.2.2009 kl. 08:57

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Framtíðarniðurstaðan verður annað fyrirkomulag en það sem við höfum búið við bak við slæðu sjálfsbelkkingar síðustu ára.
Einhverjir breyskleikar verða í nýja heminum líka, enda lágmarkskrafa þegar við mannfólið smíðum eitthvað
Einhvers konar peningamaskína fer af stað að nýju...hvernig hún verður ? Myntbandalag Evrunar mun annað hvort breytast eða, sem líklegra er, líða undir lok. Tilætlan Lissabon samkomulagsins um eitt land Evrópu, mun ekki ná fram að ganga. Til þess eru menningarheimarnir of ólíkir. Fjölbreytileikinn er svo mikill að það væri líka stór synd að blanda öllum litum menningar og hefða í einum potti.

Íslandi mun farnast best að hlúa að því sem við erum...uppreisnarmenn frá Noregi með skvettu alls staðar að. Njótum okkar sem íslendigar..við erum þrátt fyrir allt ekki svo slæm, að við getum ekki staðið undir okkur sjálf,

Haraldur Baldursson, 6.2.2009 kl. 09:05

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sælir báðir tveir: Ég tek undir það að framtíðin er óráðin, enda erum við nú í miðjum ólgusjónum og sér ekki til lands. Hvort evran lifir þetta af vitum við ekki, en staða okkar hér á Íslandi (með okkar margníddu krónu)er ekki verri en staða Spánverja um þessar mundir. Tapist útlán þeirra til S-Ameríkuríkja sökkva þeir til botns. Zapatero gæti fokið fyrr.

Ég er sammála þér Haraldur að við eigum ekki að reyna að steypa öllu í eitt form. Tilraunin með fjölmenningarþjóðfélög hefur steytt á skeri og við þurfum nú aftur að fara að hugsa um sérkenni okkar.Ég er bara nokkuð ánægð með að vera "uppreisnarmaður frá Noregi" og kem víst aldrei til með að falla undir neina ESB reglugerð.

Ragnhildur Kolka, 6.2.2009 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband