Leita í fréttum mbl.is

Skattmann kominn á kreik

Aukin ríkisumsvif er eitthvað sem við eigum eftir að sjá meira af í framtíðinni, hér heima og reyndar um allan heim. Það er gerð krafa til stjórnvalda að halda uppi atvinnulífinu; kaupa upp gjaldþrota fyrirtæki, banka og innistæðulausar eignir þeirra og ofan á allt þá mega stjórnvöld hvergi slaka á í velferðinni. Þetta er nokkuð stór pakki og því leita menn leiða til að láta útópíuna ganga upp. Þeir sem geta prentað peninga gera það, hinir verða að gera sér eitthvað annað að góðu. 

Vinstri leiðin var tilbúin og Kastljós tón bara tvo daga til að koma henni á framfæri. Indriði Þorláksson mættur með gamla góða hátekjuskattinn. Rétt eins og hann hafi bara haft hann í hattinum. Árni Páll var ekki lengi að taka undir með honum og sá engan kost við það að skera niður í ríkisútgjöldum, ekki frekar en Ögmundur sem ætlar bara að halda öllu óbreyttu þangað til hann finnur leið til að bæta enn betur í. 

Það eru , sem sé, skattar-Hátekjuskattar-sem eiga að plástra sárið. Fyrir vinstrimenn eru skattar alltaf lausnarorðið. Það er bara spurning hverjir eiga að borga skattana? Hátekjumennirnir! Þessir sem eru með 350 þús. á mánuði og síhækkandi afborgana af lánunum sem fengust í góðærinu. Þeir taka þessu eflaust vel og hugsa Indriða og Árna Páli nú þegjandi þörfina. Bankamennirnir sem áður gátu gert kröfur um ofurlaun eru nú atvinnulausir og hugsanlega komir á bætur. Líklega verður að lækka viðmiðunarmörkin Crying.

skattar2Það er samt ekkert sjálfgefið að þeir sem eru talsmenn skatta og mikilla ríkisumsvifa séu endilega viljugri en aðrir að greiða þá. Skattar, of all things, eru nú farnir að vefjast fyrir Barack Obama og hann varla sestur í hásætið. Nýskipaður fjármálaráðherra hafði svikist um að borga skatta um árabið auk þess sem hann hafði ekki hirt um að hafa tilskilin leyfi fyrir húshjálpina. Hann lofaði bót og betrun, en einhvern veginn læðist að manni grunur um að á hann hafi fallið blettur, sem erfitt verður að afmá. Hvað hefðu menn sagt hér við skattakröfum frá Árna Matt ef hann hefði orðið uppvís að slíku.

Nú, á nokkrum dögum hafa þrír laukar demókrata þurft að afþakka tilnefningar í stór embætti vegna skatta og húshjálpar óreiðu   Þannig sökk stjórnmálaferli prinsessu Caroline Kennedy áður en hann komst á flot; sjálfur Tom Daschel varð að afþakka stöðu heilbrigðisráðherra fyrir að skulda skattinum 16 milljónir króna. Nýjasta fórnarlamb siðblindunnar er Nancy Killefer sem átti að verða "árangursstjóri" ríkisstjórnarinnar. Henni hafði láðst að greiða í atvinnuleysistryggingasjóð vegna húshjálpar. Skattamál Blago verða líklega aldrei upplýst.

Græni Volvo-inn opinberaði hégóma og hræsni dýralæknisins í dulargervinu. Vonandi liggja mörkin þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband