Leita í fréttum mbl.is

Af hverju að binda sig við Gaza?

Fundur í Háskólabíó í dag undir kjörorðinu "ÞJÓÐARSAMSTAÐA GEGN FJÖLDAMORÐUNUM Á GAZA" sýnir enn og aftur að annað hvort vita menn ekki hvað þjóðarmorð er eða þeir stunda vísvitandi áróður fyrir hönd Hins múslimska bræðralags og það væri þá ekki í fyrsta skipti.

Hvað er það sem gerir þessa deilu fyrir botni Miðjarðarhafs svona áhugaverða - eða ætti maður kannski að segja; áhugaverðari fyrir vestræna fjölmiðla og almenning en aðrar deilur, átök eða Skjóliðstríð? Því óneitanlega birtist verulegur halli á fréttaflutningi, yfirlýsingum og mótmælafundum, þessari deilu í vil. Frá 27/12 hefur enginn fréttatími farið í loftið án þess að um þessi átök Ísraela og Hamas-liða sé fjallað. Dyggilega er tíundað hve margir óbreyttir borgarar hafi látið lífið. Vissulega er mannfall gríðarlegt og skelfing og ógn sem almenningur á Gaza upplifir hrikaleg. En Ísraela heyja stríð gegn Hamas-liðum sem skýla sér á bak við konur og börn. Óhjákvæmilega verða þau fyrir barðinu á þessum hernaði. Börn kannski frekar en annar almenningur því helmingur þjóðarinnar er á barnsaldri.

Miðað við athyglina sem Gaza-deilan hin nýjasta hefur fengið mætti ætla að friður ríkti um alla heimsbyggðina utan þessarar litlu landræmu. En svo er ekki, því miður. Tveimur dögum áður en upp úr sauð á Gaza hófst blóðug fjöldamorðahrina gegn saklausum borgurum í austur Kongó. Á jóladag og annan í jólum voru 620 menn, konur og börn söxuð í spað í þorpskirkjum í þessum landshluta af flokkum uppreisnarmann sem kalla sig Lord´s Resistance Army (LRA). LRA er trúarlegur bastarður sem vill koma á ríki byggðu á Boðorðunum tíu, einhvers konar kristin útgáfa af Sharíalaga-ríkinu sem Hamas vill koma á á Gaza, Vesturbakkanum og öllu Ísrael.

Samkvæmt Mannréttindavaktinni og vefsíðunni resolveuganda.com er líklegt að mannfall á þeim tíma sem liðinn er frá jólum, í þessum tveimur átökum sé svipað, þ.e. >1000. Munurinn liggur í því að í Kongó er stríðið háð gegn almennum borgurum. fólkið er saxað niður eða höfuðkúpur þess brotnar og börnum er rænt til burðar herfangs og til kynlífsþrælkunar. Enginn fundur hefur verið auglýstur hér gegn þessum fjöldamorðum á saklausum borgurum. Umfjöllun er nánast engin í fjölmiðlum, hvorki hér á landi eða annars staðar. Í Bandaríkjunum er hallinn í fjölmiðlaumræðunni Hamas/LRA þegar leiðrétt hefur verið fyrir fjölda fallina borgara 202/1. Sami leiðréttingarstuðull á umfjöllun um Gaza átökin/Uganda er 409/1 og umfjöllun um SÞ-skóla árásina/kirkjumorðin 807/1. Hvers vegna er líf afrískra borgara svona lítils metið á Vesturlöndum að fjöldamorð á þeim þykir ekki einu sinni tíðindum sæta? Ekki bara líf borgara Kongó heldur líka líf almennings í Uganda, Ruwanda og Súdan.

Líklega kemur margt til, en efst í hugann kemur skýring um að gyðingahatur leynist þar á bakvið; and-semitismi vinstri sinnaðra Evrópubúa og hreint gyðingahatur múslima. Aldagamalt hatur sem kristallast í orðum Hezbolla-leiðtogans Hassan Nasrallah: "Safnist gyðingar allir saman í Ísrael sparar það okkur ómakið við að elta þá uppi um alla heimskringluna". Það þýðir ekkert fyrir menn að reyna að slá ryki í augu fólks og segja að Hamas, systursamtök Hezbolla, viðurkenni Ísrael. Hamas er bókstafstrúar hópur sem vill útrýma öllum gyðingum. Landið skiptir minnstu máli, herferðin stendur gegn gyðingum. Gaza fékk sjálfsstjórn árið 2005 og ísraelskir hermenn voru sendir til að fjarlægja alla landnema af ströndinni. Hamas vann kosningarnar sem fylgdu í kjölfarið. Engin uppbygging hefur átt sér stað síðan, önnur en uppbygging vopnabúrs. Jafnvel gróðurhúsin sem auðmenn keyptu af Ísrael og gáfu palestínskum almenningi voru lögð í rúst. Hins vegar hefur eldflaugaskeytum rignt yfir á ísraelskt land allar götur síðan.

And-semetismi er landlægur í Evrópu. Það þurfti ekki stofnun Ísraelríkis til að kveikja þann neista. Bál haturs í garð gyðinga hefur brunnið frá því á 12. öld. Fyrir síðari heimstyrjöldina þurfti Hitler ekki að hafa fyrir því að snúa upp á handlegg Muftans af Jerúsalem til að fá hann með í útrýmingarherferðina gegn gyðingum. Sem betur fer var her nasista stoppaður af í Norður-Afríku áður en hann náði alla leið til Ísraels. 

Nú berast endalausar fréttir af brennum bænahúsa gyðinga víða um Evrópu; Frakkland, Holland, Bretland, Belgia standa þar fremstar annarra "menningaþjóða". Eldsprengjum er kastað inn á Starbucks kaffihús vegna þess að einhverjir bandarískir gyðingar eiga þar hlut, sama má segja um Texco sem stofnað var af gyðingi. Gyðingar eru barðir til óbóta á almannafæri. Æstur múgur hrópar slagorð gegn gyðingum sem fela í sér að þeir eigi enn heima í "ofninum". Fjöldagöngur eru farnar um helstu stórborgir álfunnar - París, London, Madrid, Róm - þar sem göngumenn hrópa slagorð til stuðnings intifada, jihad og "lengi lifi Hamas". Vinstri flokkarnir í Frakklandi hafa nú opinberlega stillt sér upp við hlið múslimskra stuðningsmanna Hamas. Kommúnistar, Græningjaflokkurinn og Trotskýistar hafa radikaliserað hreyfinguna. Sósíalistaflokkurinn sem slíkur hefur enn ekki lýst opinberlega yfir stuðningi. En þessi friðþæging vinstri aflanna lýsir afstöðu sem aðeins verður rakin til and-semitisma.

Á Íslandi er þessi sama alda að rísa. Undirbyggð af fjölmiðlum sem aðeins sjá það sem þeir vilja sjá. Utanríkisráðherra lýsir yfir kröfu um rannsókn stríðsglæpa. Hefur utanríkisráðherra heyrt af fjöldamorðunum í Kongó?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Þú átt heiður skilið fyrir þessa færslu Ragnhildur. Tek undir hvert einasta orð í þessari umfjöllun um málefni gyðinga og Israels.

Ofsóknir sem enduðu með helförinni hefur tekið á sig nýja mynd, helför nútímans er stunduð gegnum fjölmiðla sem eru mataðir af and-semitisma og íslamistum.

Guð blessi þig ríkulega.

Helena Leifsdóttir, 19.1.2009 kl. 16:42

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Það sætir mikilli furðu hve ósamkvæmir þeir eru sem bera hag palestínskra manna fyrir brjósti. Skýringin hlýtur að vera sú sem Ragnhildur bendir á.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 19.1.2009 kl. 18:12

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já, það er eins og þetta fólk sé alls ekki andvígt fjöldamorðum - það er bara andvígt ísraelsmönnum.

Baldur Hermannsson, 19.1.2009 kl. 19:07

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þakka ykkur fyrir innlit og athugasemdir.

Merkilegt þykir mér hve athugasemdalaus fréttaflutningur hér er af yfirlýsingu Hamasleiðtogans, þar sem hann stærir sig af því að aðeins 48 Hamasliðar hafi látið lífið í þessum átökum. Þetta er bara digurbarkatal þess sem hefur tapa orrustunni, en fjölmiðlar hefðu átt að sjá í gegnum þetta og hvað orðin í raun merkja.

Hamas útsetti palestínsku þjóðina fyrir öllum þessum hörmungum, svo ekki sé minnst á dauða og limlestingar almennings til þess eins að storka Ísraelsmönnum. Dauði þessa fólks skrifast á Hamas því þeir meta annarra líf enskis. Jafnvel ekki líf eigin þjóðar.

Ragnhildur Kolka, 19.1.2009 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband