Leita í fréttum mbl.is

Hver verður næsti forseti Bandaríkjanna?

Breytingar

Demókratar eru þessa dagana að spyrja sig þess hvort þeir hafi kannski misskilið Barack Obama þegar hann lofaði þeim "breytingum". Það hefði auðvitað verið heppilegra fyrir þá að kynna sér hvað í vændum væri, þó ekki hefðin verið annað en að spyrja hvað fælist í loforðinu áður en þeir gengu til kosninga. En sumarvínið steig þeim til höfuðs og víman dugði. Enginn spurði og þegar repúblikanar bentu á að túlkun orðsins stæði galopin ætlaði allt um koll að keyra. Obama hafði lofað breytingu, það nægði, punktur, basta.

Það má segja að val hans á varaforsetaefninu Joe Biden, hafi verið fyrsta viðvörunarljósið sem tók að blikka. Bara ekki hjá demókrötum. En nú er ljósasjóið farið að nálgast sýndarbirtustig Vega og er þó enn langt í land að fullum styrk sé náð. Flest sætin eru nú frátekin af fyrrum skósveinum Bills Clinton. Stjórn sem hafði á sér orð fyrir að vera mið-hægri og allir sem nú eru nefndir til sögu hafa þann stimpil á sér.

Fyrstan má nefna strigakjaftinn Rahm Emanuelsem verður starfsmannastjóri Hvítahússins. Aðrir Clintonkónar eru tilnefndir: Timothy Geithner, og Peter Orszig í fjármálin ásamt Larry Summers. Og svo er það  Paul Volckersem getur rakið sögu sína aftur til forsetatíðar Jimmy Carters og Ronald Reagans, en hann þjónaði þeim og Seðlabanka Bandaríkjanna um langt árabil. Allir þessir menn utan Volcker eru taldir skjólstæðingar Róberts Rubin sem var Fjármálaráðherra Clintons. Húsfrú Hillary Clinton hefur verið útnefnd sem utanríkisráðherra og Bill Richardsoní viðskiptaráðuneytið en var í orkumálum undir BC.  Janet Napolitano var þá í dómsmálaráðuneyti en nú orðuð við innanríkisráðuneytið. Tom Daschel fyrrum leiðtogi minnihluta demókrata í Öldungadeild er orðaður við heilbrigðismál. Liebermanfær líklega að halda forsæti í Öryggismálanefnd, þrátt fyrir mikinn urg í grasrótinni. En Obama þarf ekki lengur að reiða sig á hana. Fyrir þá sem fylgjast með pólitík í bandaríkjunum hljómar þetta eins og borðslisti í hvert annað hanastéls partý í D.C. .

Og þá hefur sjálfur varnarmálaráðherra George W. , Robert Gatesekki verið nefndur, en honum býðst að stýra því ráðuneyti áfram. Hann mun ekki þurfa að standa í miklum útistöðum við samráðherra því flestir studdu innrásina í Írak og hafa því fullan skilning á viðfangsefnum hans. En vinstri vængurinn bíður nú milli vonar og ótta að Obama sjái aumur á einhverjum þeirra manna sem þeir gætu stutt, eins og t.d. John Kerry eða Howard Dean. Vonin dvínar þó með hverjum degi sem líður.

En það eru ekki bara demókratar sem klóra sér nú í hausnum. Repúblikanar velta því fyrir sér hvers vegna Obama kaus að bjóða sig fram undir merkjum demókrata þegar hann hefði allt eins getað boðið sig fram undir þeirra merkjum.

En svona ófyrirsjáanlegar geta breytingar verið.

 


mbl.is Obama heitir nýju upphafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jónsson

Huh? Mér sýnist demókratar vera býsna ánægðir með hvað Obama er pragmatískur (enda var hann búinn að lofa því að hann myndi seilast yfir miðjuna).

Þær síður með vinstri slagsíðu sem ég skoða virðast a.m.k. vera nokkuð sáttar (Slate, Salon, New Republic, The Atlantic o.s.frv.). Kannski er grasrótin ósátt en elítan í flokknum virðist fremur vara hann við að glutra niður þeirri litlu velvild sem hann þó hefur meðal Repúblikana heldur en að þeir séu að hvetja hann til vinstri.

Ég er a.m.k. ánægður, ég treysti alltaf á að hann væri raunsærri en hann virtist stundum vera í kosningabaráttunni.

Páll Jónsson, 27.11.2008 kl. 23:21

2 Smámynd: Friðrik Jónsson

Einnig er þetta reynt fólk. Obama ræður samt stefnunni, og breytingum þar með, en þetta er fólk sem kann að laga beurokratískt kerfi til sem þarf nauðsynlega. Þetta er fólk sem róar markaðinn og kann að koma hlutunum af stað.

Stríðið mun vera endað, fjárlög lagfærð, milljörðum veitt í uppbyggingu infrastructure í landinu til að byggja upp störf og styðja við iðnað. Daschle er vel til þess fenginn að yfirsjá breytingum á heilbrigðiskerfinu. Heilmargt mun breytast.

Ég mundi segja að það sé þegar byrjað, inaugoration verður með allt öðrum hætti en fyrr - ekki er tekið við peningagjöfum frá fyrirtækjum né lobbyistum til að borga fyrir það og fjárframlag einstaklinga minnkað úr 250k niður í 50k, allt til að hindra enn frekar spillingu eða einkahagsmuni innan kerfisins. Ýmislegt gott í vændum. :)

Friðrik Jónsson, 28.11.2008 kl. 04:59

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Páll, Viðar og Friðrik - ég þakka innlitið og framlag til umræðunnar. Þið hafið greinilega ekki fallið fyrir fagurgalanum og vitað allan tímann að ekki væri mikilla breytinga að vænta.

Elítan í flokknum fékk það sem hún vildi, þ.e. að halda völdum - það gerir Obama m.þ.a. taka inn Clinton-kjarnann - enda afsakar hann nú ákvarðanir sínar m.þ.a. vísa í erfitt ástand og þörf fyrir reynslubolta. En Joe Biden var kominn til skjalanna áður en allt fór til fjandans og því hljómar "reynsluafsökunin" dálítið hjáróma.

Auðvita losnar BO líka við innanbúðar átök í leiðinni, því völdin hafa alltaf verið í DC og því breytist ekkert núna.

En gífurlegt og ástríðuþrungið fylgi sótti Obama til ungs fólks, svartra og innflytjenda auk harðkjarnans til vinstri. Þetta fólk tilheyrir ekki elítunni og það mun heldur ekki sjá þær breytingar sem það hélt það ætti í vændum. Þetta eru stuðningsmennirnir sem lögðu smáaurana sína í kosningasjóðinn og þeir munu uppskera í hlutfalli við það. 

Það á líka eftir að reyna á andstöðu femínistanna sem í forkosningunum fylgdu Hillary. Þær munu styðja hana áfram og þær hafa engu gleymt af ræðu Summers í Harvard. 

Gott að þú minntist á valdaskiptin Friðrik. Hátíðin verður ekki ókeypis og ég trúi passlega á að lobbyistum og fyrirtækjum verði haldið frá. Hvers vegna í ósköpunum skyldi þá Obama hafa valið Joe Biden í varastólinn. Hins vegar gæti hátíðin hrint DC í gjaldþrot, því Obama fer ekki fram á hógværð og lítillæti á samkomum sínum.  

Ragnhildur Kolka, 28.11.2008 kl. 11:07

4 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ég varaði þá sem fóru um með glýju í augum við að gera ekki of miklar væntingar.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 2.12.2008 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband