Leita í fréttum mbl.is

Nú eru góð ráð dýr

Þótt vantrauststillagan virðist í fyrstu vera sett fram til að sprengja stjórnina (sumir halda því líka fram að ræða DO á fundi Viðskiptaráðs, hafi verið sett fram í þeim sama tilgangi) þá sýnist mér þetta einmitt eina leiðin til að skapa ró um aðgerðir stjórnvalda. Samfylkingin þarf að gera upp við sig hvort hún sé í stjórn eða stjórnarandstöðu( óábyrgur mótmælendahópur, þ.s. hver syngur með sínu nefi).

Það verður athyglisvert að fylgjast með hvort einhverjir þingmenn Samfylkingarinnar; þeir sem hvað digurbarkalegast hafa talað gegn stjórnarsamstarfinu, éti nú ofan í sig stóru orðin. Greiði þeir atkvæði með tillögunni eru þeir annað hvort að segja sig frá Samfylkingunni eða sprengja stjórnina. Enda tillagan sett fram gegn ríkisstjórn sem samanstendur af tveimur flokkum.

Þessi tillaga verður mælikvarði á getu Ingibjargar Sólrúnar að stýra ólátabelgjunum.


mbl.is Önnum kafin við björgunarstörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband