Leita í fréttum mbl.is

Rússar í þröngri stöðu

Rússar eru ekki aflögufærir þessa dagana frekar en aðrir. Gjaldeyrisútstreymi hjá þeim í algleymi því enn muna menn eignaupptökuna sem átti sér stað 1998, þegar sparnaður einstaklinga gufaði upp.

Útflutningur er nánast enginn fyrir utan olíu og gas og það gengur á gjaldeyrisforðann, nú þegar olían hefur lækkað í verði. Auðlindin er heldur ekki óþrjótandi. Þurfi Rússar að sækja olíuna norður í íshaf mun það verða þeim dýrt, því þeir hafa ekki haft fyrir því að endurnýja tækjakost og olían flýtur þar ekki úr gullnum lindum. Tilraun til að fella gengið nýlega mistókst hrapalega. 

Pútin er þó ekki af baki dottinn, hann hefur engu gleymt og hefur nú skipað óeirðalögreglu í viðbragðsstöðu. Ofbeldi reynist mörgum auðveld útgönguleið. 

 


mbl.is Geta ekki lánað alla upphæðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband