Leita í fréttum mbl.is

"Alveg í anda Nóbelsnefndar"

"alveg í anda nóbelsnefndarinnar að heiðra þennan mann, því að Nóbelsverðlaun fara til þeirra sem taka siðferðislega og samfélagslega afstöðu" segir Torfi Tuliníus og telur höfundinn flottan og hafa gott vald á franskri tungu. Hvað með bókmenntalegt gildi? Eru bókmenntaverðlaun þá bara siðferðislegur og samfélagslegur boðskapur? Samkvæmt nóbelsnefndinni og Torfa er það svo. En siðferðilegt og samfélagslegt mat er háð tíma og því forgengilegt. Það er hinn mannlegi þáttur sem lætur bókmenntir lifa og hann þarf hvorki að vera siðferðilegur eða samfélagslegur.

Ef ætti að heiðra alla þá sem hafa gott vald á tungu sinni hefði nóbelsnefndin ærið að starfa. Sverrir Stormsker kæmi þá sterklega til greina og ættum við að íhuga það alvarlega að safna blogginu hans saman (samfélagslegum og siðferðislegum boðskap) og senda það til Stokkhóms.


mbl.is Frakki fær bókmenntaverðlaun Nóbels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband