Leita í fréttum mbl.is

Gleymum ekki klinkinu

klinkið taliðÁ þessum síðustu og verstu tímum er eins gott að muna að klinkið getur verið drjúgt. Hér situr Angela Merkel og telur aurana sína. Hún hefur, líkt og við Íslendingar, þurft að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir síðustu daga.

Fyrir fáeinum dögum snupraði hún Íra fyrir að lofa að tryggja innistæður á sparireikningum landsmanna og nú hefur hún þurft að gera það sama fyrir sína þegna.

Geir Haarde fór heim af fundi í gærkvöld (tiltölulega) léttur í lund; útlitið bara alls ekki eins svart og leit út fyrir að vera. Í dag sat hnípin þjóð í vanda og hlýddi á dómsdagsspá forsætisráðherra.

Fyrir viku sat formaður rafiðnaðarsambandsins í Silfri Egils og talaði um dugleysi ríkisstjórnarinnar; nú þyrftu menn að setjast niður og marka stefnu um hvar þeir ætli að vera staddir eftir 3 ár.

Veit Guðmundur, eða yfir höfuð nokkur Íslendingur, hvar hann verður "staddur" á morgun? 


mbl.is Ekki leyft að fara um koll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Evrópusambandið liðast hugsanlega í sundur í þessum þrengingum. Ekki er ólíklegt að minni aðildarríkin segi skilið við miðstýringuna þegar hún snýst bara um að bjarga Þýskalandi og Frakklandi.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 7.10.2008 kl. 00:43

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Evru sinnar á Íslandi ættu nú að sjá hversu mikið hald er í að taka upp evru. Eins og þú bendir réttilega á snýst ESB aðeins um Þýskaland og Frakkland. Meðan við áttum aur vorum við velkomin í klúbbin. Nú þarf enginn við okkur að ræða.

Ragnhildur Kolka, 7.10.2008 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband