Leita í fréttum mbl.is

Lyktandi rósir!

Demókratar hafa fagnað mjög þessari krísu sem ríkir á fjármálamörkuðum- líta á hana sem kærkomið tækifæri til að benda á sökudólga. Ekki ósvipað og Þórðargleðin sem ríkir í Samfylkingunni um þessar mundir, þ.e. kærkomið tækifæri til að klifa á gagnsleysi krónunnar og upptöku Evru, já og ekki má gleyma, inngöngu í ESB.

Í Bandaríkjunum er staðan sú að hvor frambjóðandinn ásakar hinn um hvernig komið er - hvorugur hefur ráð og báðir þreyja þorrann og bíða niðurstöðu fjármálaráðuneytis og seðlabanka. Báðir hafa nokkuð til síns máls. Báðir stóru flokkarnir bera mikla ábyrgð á því hvernig komið er. Allt tal um hrun frjálshyggju fellur með því að ríkið hefur frá upphafi verið með fingurnar í kökunni

Demókratar fyrir sífelldan þrýsting á að bankakerfið dragi úr kröfum um lánaábyrgð- svo fleiri og fleiri sem ekki standast kröfur um greiðslugetu, geti keypt sér húsnæði. Þessi saga nær aftur til forsetatíðar Carters og stærsti kippurinn í þessari sorgarsögu átti sér stað í forsetatíð Clintons. Þarna eru það ríkisafskipti sem skipta mestu máli.

Repúblikanar fyrir að hafa dregið úr regluverkinu með skipulegum hætti án þessa að tryggja að ríkisafskipti á lánamarkaði séu aflögð. McCain hefur verið andsnúinn regluverkinu og unnið gegn því. Engu að síður kom að því að hann sá að í óefni stefndi hjá Fanny og Freddy og árið 2005 gerði hann tilraun til að koma böndum á þessi fyrirtæki. Demókratar stóðu gegn því.

Á sínum stutta ferli í Öldungadeild þingsins tókst Obama að verða næst hæsti þiggjandi greiðslna frá Fanny fyrir að verja hagsmuni fyrirtækisins á þingi, þ.e. >$126,000 í þjórfé. Maður snýtir sér ekki á slíkum aurum.

Ágætt myndband um fjölskyldutengsl Fanny Mae og Demókrataflokksins má sjá á YouTube þessa dagana, þar sem forstjóri FM þakkar svörtum þingmönnum (þ.m.t. Obama) fyrir aðstoðina og biður um skilning og umburðarlyndi gagnvart stöðunni sem komin er upp í fyrirtækinu. Myndbandið er ´frá 2005 og á því er að skilja að staðan sé ekki góð. Þessum upplýsingum höfðu viðstaddir þingmenn ekki fyrir að koma áfram, hvorki til almennings eða inn á þingið.

http://www.youtube.com/watch?v=usvG-s_Ssb0


mbl.is Obama vinnur á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband