14.9.2008 | 17:29
Hillary-stelpurnar standa með Söru Palini
Fjölmiðlar hafa verið ásakaðir um að draga taum Obama í kosnungabaráttunni í Bandaríkjunum, bera órökstuddan óhróður út um Söru Palin og sækja að henni af meiri óvægni en menn eiga að venjast. Fjölmiðlar hafa þurft að færa starfsmenn til í starfi til að halda í trúverðugleikann og áhorfendur og þeir hafa ítrekað verið gerðir afturreka með slúður sem þeir taka af bloggsíðum en halda engu að síður ótrauðir áfram. Fjölmiðlar sem sköpuðu Gulldrengurinn geta ekki horfst í augu við að hann sé einfaldlega ekki að draga vagninn og eflast því sem aldrei fyrr í árásunum á Palin.
Fyrir helgi voru birt viðtöl við Palin á ABC stöðinni. Viðtöl sem, samkvæmt eftirriti, sýna að var gróflega klippt til að reyna að láta hana koma illa út. Einn þeirra sem horfðu á viðtölin hefur nú gert úttekt á viðtölunum og borið þau saman við viðtal sem sami sjónvarpsmaður á sömu sjónvarpsstöð tók við Obama eftir að Hillary játaði sig sigraða.
Og svo fólk fari nú ekki að væna einhverjar repúblikana væluskjóður um kveinka sér, er ágætt að fram komi að umræddur áhorfandi er dyggur demókraki og stuðningsmaður Hillary Clinton, sbr linkinn hér að neðan. Þetta er ekki eini stuðningsmaður Hillary sem sent hefur frá sér stuðningsyfirlýsingu vegna Palin.
http://www.hillaryclintonforum.net/discussion/showthread.php?t=29535
Nancy Kallitechnis, sem bloggar á Hillary síðunni, kemst að þeirri niðurstöðu að verulegur halli sé á afstöðu spyrilsins eftir því við hvern hann talar.
Dæmi 1: Viðtal við Obama. Hvernig tilfinning er það að rjúfa glerþakið? Hvernig tilfinning er að vinna? Hvað finnst fjölskyldunni um að þú rjúfir glerþakið? Hver verður varaforseti þinn? Ættir þú að velja HC sem varaforseta? Um hvaða málefni snýst kosningabarátta þín? Ætlar þú að heimsækja Irak? Ætlar þú að taka umræðu við McCain á bæjarsamkomum? Hvað fannst þér um ræðu mótframbjóðanda þíns (HC)?
Dæmi 2: Viðtal við Palin. Hefur þú getu til að takast á við starfið sem þú sækist eftir? Nánar, hefur þú ferðast til útlanda og hitt erlenda þjóðhöfðingja? Er þú ekki að ofmetnast að sækjast eftir svona hárri stöðu? Og varðandi utanríkismálastefnuna vildi Chalrie Gibson vita afstöðu hennar til: 1. landamæradeilu Georgíumanna- 2. inngöngu Georgíu og Ukraínu í NATO- 3. NATO samkomulagið? - 4. kjarnorkuógnar frá Írönum- 5. hugsanlega innrás Ísrael í Íran- 6. hugmyndafræði Al Qaeda- 7. Bush kenninguna- 8. árásir á hryðjuverkamenn í Pakistan- 9. hvort Bandaríkin séu í heilögu stríði?
Það er merkilegt að spyrillinn hefur aðeins áhuga á tilfinningum forsetaefnisins, sem er jú sá sem á að taka ákvarðanirnar, en vænir svo varaforsetaefnið um oflæti og að vera slíkur "ignoramus" að láta sig dreyma um að verða varaforseti. Engar spurningar þar um "að rjúfa glerþök" sem yrði þó ekki minni viðburður ef þau McCain eru kosinn.
Lýðræðið byggist að stórum hluta á því að fólk fái heiðarlegar og sannar upplýsingar frá fjölmiðlum. Í því felst hið margumrædda fjórða vald. Þegar fjölmiðlar taka að sér að stýra umfjöllun á þann veg sem þeirra eigin vilji býður eru þeir ekki lengur að þjónusta lesendur. Þeir eru að murka lífið úr lýðræðinu.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Athugasemdir
Ég velti fyrir mér einu í sambandi við þær konur sem hafa og styðja enn Hillary, hvað er það í hugmyndafræði Palin sem þær geta stutt?
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 17:38
Það er nú kannski heldur ekki alveg á hreinu hvers vegna konurnar styðja Hillary. Ætli hver og ein sjái ekki e-ð í henni sem þær vilja samsama sig við. Það hefur heldur aldrei verið sýnt fram á að obbin af þeim konum sem styðja Hillary deili endilega skoðunum hennar, þó vissulega geri það margar.
Hvað varðar Söru Palin, þá dylst engum að Hillary varð fyrir árásum sem höfðu "sexist" inntak. Palin er nú að fá sömu útreið. Kannski er það bara hin margumrædda "kvenlega reynsla" sem þjappar konum saman.
Ragnhildur Kolka, 14.9.2008 kl. 17:48
Ég hef sérstaklega gaman af þessu í ljósi þess hversu Palin gerði lítið úr Hillary þegar hún varð að þola karlrembuárásir í forkeppninni við Obama.
Svo fer hún strax að kvarta yfir þessu sjálf þegar hún lendir í þessu! Svona getur hræsni verið skemmtileg.
Páll Jónsson, 21.9.2008 kl. 22:26
Það má hafa skemmtun af ýmsu, en ég kannast ekki við að Palin hafi verið að kvarta undan neinu.
Bendi á að þessi samantekt á spurningum Gibsons til forsetaefnisins og til varaforsetaefnisins er að finna á síðu stuðningsmanna Hillary.
Þá er það ekki síður áhugavert að sjá hvaða vægi Gibson leggur á hlutverk forseta og varaforseta.
Ragnhildur Kolka, 22.9.2008 kl. 09:00
Ég hef alltaf haft jákvætt álit á Charlie Gibson þar til ég sá þetta viðtal sem hann hafði við Söru Palin. Hann talaði til hennar í niðurlægjandi tón og reyndi allt hvað hann gat til að gera lítið úr henni. Aftur á móti þegar hann átti viðtal við Obama fyrr á árinu sat hann frammi fyrir honum eins og uppsperrtur skólastrákur með kjánalegar spurningar, tilbúin að gleypa allt sem kæmi frá Lord Obama. Fréttastofnarnir eru yfirleitt hliðhollari demókrötum en í ár hafa þær gengið langt yfir strikið.
Í sambandi við afstöðu hennar til fóstureyðing hefur hún bent á að það er til betri og manneskjulegri lausn og það er að gefa barnið í fóstur. Hún hefur einnig tekið það skírt fram að ef líf móður er í hættu þá er fóstureyðing ekki spursmál.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 27.9.2008 kl. 13:06
Demókratar í Bandaríkjunum og vinstri mafían á Íslandi eiga það sameiginlegt að álíta það með verstu glæpum að vera andvígur "frjálsum" fóstureyðingum. Að kona velji að ala 5 börn og þar af 1 fatlað, jafngildir í augum þessa fólks að hún sé lítið betri en skynlaus skepna. Á þessum nótum er umræðan. Neyslusamfélagið sem við búum í hefur ýtt undir hugmyndina að börn séu varningur sem fá má þegar manni hentar. Ef eggjastokkarnir virka ekki þegar þú vilt eignast barn, þá má alltaf kaupa það frá Kína eða Kirgiskan.
Hið frjálsa val er þannig aðeins túlkað á einn veg og virðing fyrir fjölbreytileika nær ekki lengra en á varir þessa fólks.
Ragnhildur Kolka, 27.9.2008 kl. 13:53
erum við ekki bara að ýta undir mannsal með því að ættleiða (kaupa) börn frá td. Kína?
Ég ber mikla virðingu fyrir Söru Palin. Hún er ein af þeim fáu stjórnmálamönnum sem þorir að standa við sitt og gefa hreinskilningsleg svör. Vinstri sinnuðum stendur stuggur af henni. Ég held það sé nú frekar þeir sjálfir sem hafa verið öfgakenndir en ekki hún.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 27.9.2008 kl. 14:33
Mannsal er stórt orð og ber að umgangast það af varkárni. Þeir sem eyða offjár í að ferðast um heiminn til að verða sér út um börn líta á það sem góðverk. Móðir sem lætur barn sitt af hendi vegna þess að hún getur ekki alið önn fyrir því lítur á það sem neyðarbrauð. Segja má að mannsal eigi sér stað þegar einhver nýtir sér neyð fólks til að gera eitthvað sem það annars myndi ekki gera.
Kínverskir foreldrar hafa þurft að láta börn sín frá sér vegna lagalegra takmarkana til að hafa hemil á fólksfjölgun. Fátækt var líka mikið vandamál í Kína. Nú er Kína að rísa upp sem viðskiptaveldi og því hefur dregið úr möguleikum fólks til að ættleiða börn þaðan.
En það ríkir alltaf neyð einvers staðar og því geta þeir sem betur mega sín alltaf fullnægt löngunum sínum í þessum efnum. Það sem vekur hins vegar athygli og getur aðeins talist þversögn í afstöðu fólks til lífs er hin almenna krafa Vesturlandabúa um frelsi til að eyða lífi í móðurkviði. Meira en 40 milljónum fóstra hefur verið eytt í Bandaríkjunum frá því Roe vs Wade lögin voru staðfest og á Íslandi munu fóstureyðingar losa vel yfir 25 þús síðan lögin voru sett hér.
Ofgnóttin sem Vesturlandabúar hafa búið við hefur dregið úr virðingu þeirra fyrir lífi annarra. Eigin langanir ráða för.
Ragnhildur Kolka, 28.9.2008 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.