Leita í fréttum mbl.is

Trúverðugleikinn er McCain meginn.

Þegar McCain segist vilja hæfustu einstaklingana til starfa með sér í ríkisstjórn hvar í flokki sem þeir standa má leggja trúnað á orð hans. Það er einmitt vegna þess að McCain er ekki niðurnjörvaður í flokkadrætti að hann hefur ítrekað tekið höndum saman við demókrata til að koma á umbótum.

Þess vegna hefur hann fengið á sig orðspor sem "maveric" eða villingurinn og þess vegna er það sem hann hefur átt erfitt með að ná flokknum á bak við sig þar til nú að hann valdi Söru Palin sér til fylgdar.

En vegna þessa á hann traust inn í raðir demókrata og þess vegna talaði Joe Liebermann máli hans á flokksþingi repúblikana. Fleiri demókratar hefðu getað gert það ef staðan hefði verið önnur. 

Enginn demókrati gat lýst slíku trausti á Barak Obama á hans eigin flokksþingi.


mbl.is McCain segir demókrata velkomna í sína ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er McCane ekki bara að gera það sama og Sjálfstæðisflokkurinn gerir alltaf fyrir kosningar, fer í felulitina og þykist vera miðjuflokkur? Ég get ekki hugsað mér það fyrir heimsbyggðina að þessi maður verði forseti. Hann er kominn vel við aldur og þessi varaforseti sem hann valdi trúir því meðal annars að jörðin sé 6000 ára gömul, vill banna fóstureyðingar þrátt fyrir að konunni hafi verið nauðgað og segist senda son sinn stolt á stríðsátakasvæði. Annað hvort er hún ekki með öllu heil eða hún er að ljúga. Það þarf að taka til í trúmálum þessarar þjóðar og enginn er betur til þess fallin en Obama. Hann hefur sagt það að bandaríska þjóðin sé ekki bara kristin, heldur líka trúlaus, múslimatrúar, gyðingatrúar o.s.frv. Þetta tel ég mjög mikilvægt ef við ætlum að fá frið í heiminum. McCain verður bara áfram stjórnað af öfga hægrimönnum, stríðasæsingafólki og trúarofstækisrugludöllum. Sköpunarsaga biblíunnar fer í skólana sem vísindaleguir sannleikur og farið verður í stríð við íran, og það mun aldrei nást neinn friður í Palestínu. Nei þá vill ég eitthvað annað fyrir heiminn.

Valsól (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 08:21

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er greinilegt að þú ert tilbúin að tala fyrir hönd heimsbyggðarinnar, þótt þú sért ekki tilbúin að kynna þér feril McCain. Það þarf nokkuð mikið sjálfsálit til að taka á sig slíka ábyrgð.

Sarah Palin elskar án efa frumburð sinn, rétt eins og aðrar konur elska börnin sín og vilja þeim allt það besta. Hún elskar jafnframt land sitt og þjóð og skilur að ekkert er frítt í þessum heimi. Þú ert rödd þeirra fordekruðu Evrópubúa sem fyrir löngu eru búnir að glata lífsviljanum; ætlast til að fá allt fyrir ekkert. 

Heimurinn sem þú lifir í er hvergi til nema í þínum eigin hugskotum.

Ragnhildur Kolka, 8.9.2008 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband