Leita í fréttum mbl.is

Nornaveiðar hinar nýju

Palin

Það tók ekki nema 20 mínútur frá því að John McCain kynnti Söru Palin sem varaforsetaefni sitt, þar til fyrstu aðdróttanir um vafasaman bakgrunn hennar og fjölskyldunnar tóku að hríslast inn á netið. Stuðningsmenn Obama sáu að þarna var hætta á ferð sem bregðast yrði við hið snarasta. Joe Biden gaf tóninn; sagði að hún væri sætari en hann. Síðan þá hafa gleraugu hennar, hárgreiðsla og háhæluðu skórnir verið dæmd og léttvæg fundin. Hinir "umburðalyndu" stuðningsmenn Obama velta sér upp úr karlrembunni eins og svín í stíu og fara létt með það.  

Tuttugu og tveggja ára gömul ölvunaraksturs kæra á eiginmanninn var tínd til, börnin ofsótt og öllu illu trúað upp á þau og foreldrana og síðan trylltist demókratahjörðin  þegar upp komst að 17 ára dóttir Palin átti von á barni. Halló, "ábyrgðarlausir foreldrar, óhæf móðir, hypjaðu þig aftur bak við eldavélina"  hrópuðu Obamaistarnir

Fréttamiðlar, sem flestir styðja Obama tóku undir sönginn. Hver hefði trúað því að stórblað, sem þekkt er á heimsvísu eins og NYT sæi slíka stórfrétt í þungun unglingsstúlku að það þyrfti að birta 3 fréttir á forsíðu um skandalinn. Af fréttamatinu að dæma má ætla að þungunin hafi verið ígildi Íraksinnrásarinnar.

Og nú tekur Spegillinn á RÚV upp þráðinn. Í kvöld flutti Friðrik Páll Jónsson áróðurspistil sinn. Friðrik kann til verk; ekkert áberandi, áróðrinum bara laumað inn í undirmeðvitund áheyrandans. Pistill kvöldsins var um ræðu Söru Palin, ósköp hefðbundinn pistill þar til í lokin þegar Friðrik Páll upplýsti áheyrendur um að "Sara Palin hefði slegið í gegn og flutt sköruglega ræðu sem einn af ræðuskrifurum George Bush tók þátt í að semja".

Í einni setningu tóks honum að tengja Söru Palin órjúfanlega í hugum áheyrenda við George W. Gert hana að virkum þátttakanda í málefnum Washingtonstjórnarinnar, sem í hugum sumra ígildir glæpsamlegu siðleysi. En hann tók líka upp fána karlrembunnar og benti sérstaklega á að ræða hennar hafi verið samin af einhverjum öðrum en henni. Hún gæti sem sagt ekki hugsað sig út úr skókassa og þyrfti aðstoð þegar kæmi að vitsmunaverkum.

Ekki minnist ég þess að hafa heyrt á það minnst í fréttaflutningi hér heima að aðrir þátttakendur í þessum forkosningaslag, sem dunið hafa á okkur nú í tæpt ár hafi þurft á slíkri aðstoð að halda. Ræður og ræðuflutningur Obama hefur verið rómaður í öllum fjölmiðlum. Menn eiga ekki til orð yfir snildinni, það er að segja þeir sem ekki pissa á sig af hlátri yfir sjálfshólinu og upphafningunni.

En situr þá Obama við skriftir um nætur? Ekki aldeilis, hann eins og allir hinir stjórnmálamennirnir í þessum langa kosningaslag hefur hóp manna sem sjá um þessi verk. Aðalskrifar Obama heitir Jon Favreau, er 26 ára og hefur stúderað ræður Martins Lúters King, Johns F kennedy og bróður hans Róberts. Þess vegna þekkja margir orðaval þessara manna í ræðum Obama. Favreau hefur líka stúderað hljómfall raddar Obama og orðaval hans til að stilla tekstann inn á rétt svið. Þetta er snilld útaf fyrir sig, en þetta er snilld Jons Favreau en ekki Obamas. Obama er bara eins og leikari á sviði sem fer vel með sína rullu. Enda hefur hann ekki staðið sig sérdeilis vel þegar hann hefur ekki haft skrifaða ræðu á "kjúspjaldinu".

Það er óþarfi fyrir íslenska fjölmiðla að taka þátt í þessu karlrembuskítkasti sem demókratar í Bandaríkjunum hafa hellt sér út í. Tilefnið er ekkert og tilraun Friðriks Páls gerir ekki annað en draga athygli að ótta manna við Söru Palin. Eða hvenær fóru vinstri menn á Íslandi að hafa áhyggjur af kynlífi 17 ára unglinga?  Já, og hvenær varð starfsframi kvenna að þessu líka ólýsanlega "tabúi"?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband